Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 9
L .1 Ó S B E li 1N N' 879 Jesú, sem gaf oss f)au, tengjast liöndum viö p.;bl»a og rnöminu og systkini okk- ar, og syngja lionum lof, sem fæddist á jólanóttinni. En um leið og við gleðjumst sjálf og okkur líður vel, þá hugsum meö kær- leika til barnanna mörgu, sem eiga í rauninni engin jól. Þau eru mörg hér á landi, eigi síður en annarsstaðar. Víða eru haldin jól hið ytra, pó að ekki sé minnst á Jesú, sem við eigum jólin að fiakka, að minnsta kosti ekki með hjart- ans þakklæti og kærleika. Minnist fiessara barna og biðjum Guð, að láta jólastjörnuna skína blítt á þau. Já, hugsið ykkur, ef engin jól væru! En kæru börn, við eigum þau — Guði sé lof! Svo cru fm líka »blöð á trériu, blóm í aldingarðinum og ylur í vetrarherberg- inu« okkar. Jesús stendur hérna mitt á meðal okkar og heilsar öllum sínum ungu vinum. — Gleðileg jól! Jólanótt Tona og Míru. YRZT í Noregi og Svíftjóð búa Lapparnir. l’eir eru dulir menn og ráðslingir, er lifa hjárðmannalííi með hinum miklu hreindýrahjörðum sínuin. Peir ílytja sig og hjarðir sínar pangað, sem beztir eru hagar fyrir hreindýrin, er lifa aðallega á svonefndum hreindýra- rnosa, sem vex undir snjó og við jökul- rendur. Lapparnir lifa nær eingöngu á hreindýrunum. I5au veita [reim bæði fæði og klæði og draga sleðana þeirra, er þeir ílytja úr einum stað í annan yfir snæ- breiðurnar miklu. Og þrátt fyrir snjó- kyngi, kulda og dimma daga, elska Lapparnir landið sitt. Og nú skuluð þið fá að heyra um jólahátíð þar norðurfrá. Ofurlítið Lappaþorp stendur þar und- ir háu fjalli. Pað eru sex smákofar. Og. upp úr hverjum kofa leggur bláan reykj- arstrók upp í loftið..Pað er vel kynt, til að gera sem vistlegast og ldýjast inni. Pví að úti er napur kuldí, svo að svíð- ur bæði í andlit og hendur. En fallegt er þar, hvar sem litið er. Fjöllin klædd tárhreinuin hvítum möttli, sem fegursta hátíðaskrúða, er glitrar í sólargeislunum, sem lagður væri þúsundum demanta. 1 stærsta kofanum býr Anton, Lappa- fógetinn og Hanna kona hans, og tvíbur- arnir þeirra, Toni og Míra. J’au eru nú sex ára — yndi og eftirlæti foreldra sinna. Lappafógetinn er guðhræddur maður og gramlvar, virtur af ölluin ættbræðrum sínum. í dag logar í eldstæðinu meira en vant er og Jýsir um alla baðstofuna, því að nú er aðfangadagskvöld. Yfir eld- inum hangir súpupotturinn. Og súpan er kjarnbetri nú, en endranær; hún á sem sé að vera óvenju góð og bragðmikil — til jólanna. Lappafógetinn situr við hlóðirnar og hrærir þolinmóðlega í pottinum, meðan Hanna tekur fram tréskálarnar og hag- lega útskornar tréskeiðar. Litlu systkin- in eru að leika sér, hlæja og kútveltast, ýmist á gólfinu eða kistulokunum við veggina. Eldinn forðast þau, því að þau vita, að það. er ekki gott að koma of nærri honum. Nú stingur húsbóndinn fingri niður í súpuna, nær í kjötbita og bragðar á. »Já, nú er hún soðin«, segir hann, »og nú niá Guðsmaðurinn koma þegar hann vill. — Ivi — þei, hafið liægt um ykk- ur, krakkar, ég held að liann sé að koma«. Pau lieyrðu sleða nema staðar úti- fyrir. Fyrir honum gekk fannhvítur og

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.