Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 16
386 L JÓ SB Litli drengurinn útti ekki von á að sjá nema eina snjókonu, en nú sá hann tvær! Og pær voru svo nauðalíkar, báð- ar með liarn í fangi, og báðar hvítar! »Hvað er petta pabbi?« sagði liann forviða. »IIérna eru pá tvær snjókonur. Pessi aumingja snjókona fær ekki neitt, en allir eru að gefa iiinni. Ég vil gefa pessari«. Og litli drengurinn benti á fá- tæku móðurina. »Jæja, góði ininn«, sagði faðir hans, og gat ekki stillt sig um að brosa. »Pú ræður pví, en hve mikið villtu gefa henni?« Hundrað var sú hæsta tala, sem litli drengurinn kunni að nefna. Hann vissi ekki að til var púsund, og pví síður miljón. Hann leit framan í föður sinn og sagði mjög hreykinn: »Svo sem eins’og hundrað og hundrað og hundrað krón- ur!« »Ekki ætlar pú að vera smátækur, sonur minn«, sagði faðir hans, og rétti honum prjá iiundraðkrónuseðla. Drengurinn hljóp til fátæku konunnar stakk seðlunum í olnbogabótina á henni og hrópaði: »I’etta máttu mr eiga, aum- ingja snjókona!« Konan preif í öxlina á drengnum, laut niður og kysti hann á ennið. Hún jós Idessunaróskum yiir hann. tíeit pakkar- tár hnigu af augum hennar og hrundu eins og daggardro]>ar niður á drenginn. »Æ, æ! Pabbi, komdu fljótt að hjálpa mér!« hljóðaði drengurinn. »Snjókonan ætlar að taka mig!« »Sérðu ekki, góði minn, að petta er lifandi kona?« sagði faöir lians og klapp- aði á kollinn á honuin. »Engin snjókona gæti lotið niður og kysst pig svona inni- lega á ennið, engin snjókona gæti talað svona fögur orð, og látið svona heit pakkartár hrynja yiir pig«. Litli drengurinn leit brosandi framan í konuna og var nú ekki hræddur við ERINtf hana lengur. Svo fóru peir feðgarnir leiðar sinnar. Fátæka móðirin liugsaði með gleði tii jólanna. Hún dustaði af sér snjóinn, og barnið hjúfraði sig upp að brjósti henn- ar. Ilún laut höfði í lofgerð og tilbeiðslu og hugsaði á pessa leið: »Ó, hvað Guð er góður! Hann svaraði bæn ininni rneð köldum snjó, en jafnvel í klakanum og köldum snjónutn finn ég yl hans elsku og náðar. Algóður Guð veri lofaður fyr- ir pennan blessaða jólasnjó«. Sifjurbjörn Sveinsson. BLÁSTAKKUR. Æfmtýri eftir Sigurbjörn Sveinsson. INU sinni var bóndi, sem bjó með konu sinni á góðri jörð í grösugum dal. Pessi hjón áttu eina dótt- ur, sem hét Ása. I’au átt.u líka einn son, sem var hinn mesti ofurhugi og fannst ekki fræknari maður í allri sveitinni. Pegar hann var átján ára gamall, saumaði móðir hans bláan stakk handa honum, en faðir hans gáf honum fann- hvítan hest, sem hét Sörli. Afi hans gaf honum nýjan hnakk og nýtt beisli, og amma lians gaf Iionum silfurbúna svipu. Hann gekk í bláa stakknum á hverjum degi, og var pví kallaður Blástakkur. Ása, systir lians, var enn á barnsaldri, en pó var hún oft send upp í fjall, til að smala ánum, af pví að hún var svo létt á fæti.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.