Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 24
394 LJÖSBERINN ræk, af því að við eigum son, sem ekki vill fylgja vorum siðum“. Sívattannú svaraði engu. Móðir hans gekk þá út frá honum. Þá sagði hann: ,,Læstu ekki hurðinni mamma, faðir minn skal enga sví- virðingu þola mín vegna!“ Morguninn eftir, svaraði en’ginn, þegar faðir hans kom og spurði: „Yiltu færa fórnir?“ Sívattannú var allur á burtu. Fáum dögum síðar kom ungur mað- ur að sjúkrahúsi kristniboðanna ósköp brjóstumkennanlegur. Það var stór piltur, nærri dauðvona af hungri. Það var með naumindum að hann gæti skreiðst inn fyrir hliðið. Beru fæturnir á honum voru allir þrútnir, hendur og handleggir blóðrisa eftir þyrnana í villiskóginum. — ,,Ég vil ekki færa fómir“, sagði hann, og sagði það aftur og aftur. Enginn vissi með neinni vissu, hvað hann ætti við. Og svo var hann illa útleikinn, að hann gat enga grein gert fyrir sér fyr en hann var búinn að liggja marga daga á sjúkrahúsinu. En jafnskjótt sem fjörið tók aftur að færast í hann sagði hann: ,,Lofið þið mér að vera hérna. Ég vil aldrei færa fórnir framar — þó að þeir svo berðu mig til bana, þá vil ég ekki færa fórnir“. Sjúklingarnir voru allir komnir til náða. Yfir hinum víða, opna og skín- andi hvíta garði kringum sjúkrahúsið, skein hið hvítskæra, indverska tungis- ljós, svo glatt, að grænu jurtirnar á svölunum á -læknishúsinu vörpuðu jafnvel skuggum á rauðu tíglaflísarn- ar á gólfinu. Jólatré var inni ljósum prýtt og Ijómann af því lagði út um marga glugga, og sálmasöngur og glaðar raddir ómuðu inni á þessu kyrra og hlýja jólakvöldi. Sívattannú hallaði sér upp að svala- stólpunum. Hann hélt á bréfi, en það var ekki glatt og ástúðlegt jólabréf, fullt af góðum óskum. Hann var margsinnis búinn að lesa það. Tárin boguðu niður eftir kinnunum á hon- um. I bréfinu voru reiðiyrði og sárustu bænir — kveinstafir út af því, að hann hefði bakað ástvinum sínum sorg. Bréfið var fullt af beiskum og vondum orðum. Þetta var niðurlagið á bréfinu: ,,Ö, onur minn! Hefi ég ekki látið þig ganga á skóla hinna kristnu, til þess að þú skyldir kynnast bókinni þeirra. Bók hinna kristnu varðveitir frá illu; ég sendi þig þangað, til þess, að þú skyldir halda vegi þínum hreinum. Hefir þá þessi bók kennt þér, að virða boðorð föður þí'ns að engu?“ Segir hún ekki: „Heiora föður þinn og móð- ur þlna, svo að þér megi vegna vel?“ Hvernig getur þú þá, sonur minn, þekkt orð þessarar bókar og þó verið eins og sá, sem vill eta mold og engri áminningu villt taka? Komdu til okk- ar aftur og gáttu í hofið og færðu fórnir og láttu hreinsa þig. Þá getur þú verið sonur móður þinnar eins og áður. Viljir þú engra ráðum taka, þá verður þú bráðlega borinn út úr borg- inni og fæturnir látnir ganga á undan. Mundu, að ég hefi sagt þér það“. Sívattannú heyrði innan úr húsinu fagnaðarsörig læknisbarnanna. „Skyldi ég þá aldrei verða glaður framar", sagði hann með sjálfum sér. Svo lyfti hann höndum móti heiðum j óla-næturhimninum. „Ó, Jesús, meistari! Hjálpaðu mér“, bað nú ungi indverski drengurinn af öllu hjarta sínu. „Sjá þú hjarta mitt, ó, Jesús, meist-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.