Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 37

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 37
Ljósberinn 407 hann fengi eitthvað að læra til bók- arinnar. — Kristinn vissi ekki vitund af fyr en hann stóð grafkyr í brekkunni og blés mæðinni. Hann var víst ekki með réttu ráði — hann var farinn að brosa. I>að var langt síðan, að hann hafði brosað heima. Og rétt í því er hann hljóp af stað aftur, þá bar óminn af kirkjuklukk- unum til hans. Þær gullu svo skært og hátíðlega. Þær hringdu jólagleði og friði út um dalinn og inn í órólega hjartað hans. Þá fórnaði hann höndum til bænar. ,,Nú ættir þú að fá margfaldar þakkir, góði Guð “ sagði hann og leit upp til himins, rétt eins og hann væri að leita að hinum almáttuga stjórnara meðal hinna óteljanditindrandi stjarna. Og í sömu svifum sá hann, að mán- inn var jafn góðlátlegur í dag og hann hafði verið í' gær. „0, að sjá þig í framan!“ sagði Kristinn hlægjandi. ,,í gær varstu að gera gys að mér, en nú tekst þér það ekki, því að nú er ég kátur, karl minn!“ Og hlægjandi hljóp hann af stað, svo að snjórinn þeyttist út frá honum í allar áttir, og nam ekki staðar fyr en hann steig af skíðunum og inn í stofuna heima. I>að var heilagt kvöld, kyrlát há- tíð. Tvo litlu systkinin hans komu á móti honum. En mamma hans hafði eins og mælt hann allan með augun- um í einum svip. Hún brosti glöðu brosi og dró hann að sér. Hún stakk höfðinu á honum undir vangann á sér og sagði: „Guði sé lof! Nú sé ég, að elsku drengurinn minn er aítur orðinn glað- ur. Nú verða jól hjá okkur!“ B. J. þýddi. JÓL HINS BLINDA GAMALMENNIS. Nlj nálgast jólin helg og hrein, sem hrumra og hrjáðra létta mein; jiá blika ljósin björt og skær, svo bjarma í alla kyma slær. Pá lýtur bernskan sælu-sól, þá syngur æskan: »Heims um ból«; þá lesa rosknir lestur sinn, þá lifnar ellihugurinn. En hvað er ljós, og hvað er sól, já, hvað eru jafnvel heilög jól, ef sjón er inisst og svefninn flýr, og sárþung elli fast að knýr? Eg skil til hálfs ei hörmung þá, ■ en hryggilegt það vera má, að líta ei bjarma- af sumar sól og sjá ei Ijós um heilög jól. En Guð á ljós, er lýsir be/.t, ])á lífs eru gæði horfin ílest,, og Ijóma skærra en sumarsól — hin sönnu, björtu engla jól. i>au jól, er skýra Jesú frá, þau jól, er kterleik aukið fá, þau jól, er boða á jörðu frið, þau jól, er hjörtun kannast við. Hins hruma, blinda, hrygga sál, eins heyrir Drottins trúarmál; hún lítur opið himjns hlið og horfna vini talar við. Hún heyrir sungið; »Heims um ból«, og heldur aftur barna jól; lnin gleymir sorg, Jiví sinni er rótt, og sér Guðs dýrð þá helgu nótt. Orkt í des. 1927. M. Jt. II

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.