Ljósberinn


Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 14.12.1929, Blaðsíða 7
Jólaljóð. Eftir Guðrúnu Jóhannsdótlur, frá Brautarholti. Bjart er yfir láði’ oíj legi, lít ég stjörnu á himni rísa. Allir fagna Drottins degi, dásernd hans og gœzhu prísa. Allir prá, ad kveldið korni; hver í sínu hjarta biður: „Lýsi Drottinn lífi mínu Ijósin pín, og jólafriður“. Nú vill enginn annan sœra, allir prá að vera góðir; undir helgisálma-söngnum saman renna hugir hljóðir. Börnin verða betri’ og fegri, breytt er löst í góðu verkin, aldurhnignir elskulegri, — allstaðar sjást kærleiksmerkin. Ekkert getur guðdómlegra gefist okkur breyzkum mönnum, en í Drottins kirkju að koma og hvílast par frá dagsins önnum. Jielgar bœnir hjörtun vekja, hreinleik sálin yfir rœður; erfiðleikar yfirstígast, allir prá að vera brœður. Pað er Drottins mildi' og máttur, miskunn, dýrð og kœrleiks andi, er líður yfir haf og hauður, hefir dvöl í hverju landi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.