Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 3
s
:' 11 y. 1 jj£ÍÉpÍ^^
::m9» ■. ~';:^.rr
3*5Ússi»3Íi: íevfií böctmnútn o&
kema tit mín co bonniS jiíim þoí ekVíA
þuí 06 sltkum Ijeyrif ©uS& ríki Kl.
24. árgangur
Reykjavík, október—nóvember 1944
10.—11. tbl.
Betra en
gullmedalía
Ungur amerískur hermaður særðist af
skoti fyrir ofan hjartað. Það var í árás-
inni skelfilegu, sem Japanar gerðu á
Uearl Harbour 7. des. 1941. Þetta skotsár
varð að banasári, því að þó að því vrði
lokað í bili, þá ýfðist það upp að nvju.
Vinir hermannsins unga reyndu þá að
hugga hann með því að segja honum, að
fyrir liina hreystilegu þátttöku í vörn
Pearl Harbour, mundi liann vafalaust
verða sæmdur minnispeningi úr gulli,
verða hækkaður í tign og fá hærri laun.
En hann svaraði: „Hvað á deyjandi
tnaður að gera með þetta?“
Hinn ungi hermaður lét þá senda eft-
ir farandsala Gideon-félagsins, sem þar
var á ferð, og sagði honum, að hei’prest-
nrinn sinn hefði gefið sér eitt eintak af
Gideon-Nýjatestamenti og að þar hefði
hann lesið og sannfærst um, að Jesús
vceri frelsari sinn.
Viðtalinu lauk hann svo með þessari
sögu:
„Þegar við skildum, ég og móðir mín,
lagði hún hendurnar á axlir mér og sagði:
„Sonur minn! ef svo skildi fara, að þú
ættir ekki afturkvæmt hingað, þá er það
huggun mín, að ég veit, að við hittumst
aftur lieima hjá Guði“.
Eg varð þá niðurlútur og sagði: „Móð-
ir mín! Eg er ekki kristinn, og get því
ekki sagt, að við munum sjást aftur, ef
ég skyldi falla og ekki eiga afturkvæmt
til þín“.
Að svo mæltu skildist ég við móður
mína tárfellandi, og var mjög þungt niðri
fyrir. Móðir mín er mjög einlæg trúkona.
Nú fæ ég yður þetta Nýjatestamenti
mitt og bið yður að senda það móður
minni og láta þau orð fylgja, að nú sé
ég búinn að finna Drottinn minn og frels-
ara með því að lesa í þessu testamenti
og nú bíði ég eftir henni heima hjá
Drottni“.
■ •
Nú er þetta Nýjatestamenti hins látna
sonar dýrmætasta eign móður hans á
jörðu hér. Og þannig ætti biblían, bók
lífsins að vera oss dýrmæt hverjum og
einum. I henni er oss syndugum mönn-
um boðinn frelsari frá syndum, hinn
eini — liinn einasti eini, sem getur leitt
oss til himins er lífi voru lýkur.
(Þýtt).