Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 20
156
LJÓSBERINN
„Hún kennir mér að sauma og líta elt-
ir börnum og þess liáttar. Það er allt svo
leiðinlegt44.
„Færð þú ekki að læra meira? Geng-
ur þú ekki í skóla?“
„Til allrar hamingju var ég nú laus
við liann í vor. Mér finnst leiðinlegt að
læra“.
„Hvað finnst þér þá skemmtilegt?“
„Svo margt annað, en það fæ ég ekki.
En heyrið þér, það eruð þér, sem spyrjið,
en ég sem svara. Á það ekki að vera gagn-
stætt?“
„Nú er það mitt að spyrja, en bráðiuu
getum við haft verkaskipti á því“.
„Jæja, spyrjið þér þá!“ sagði Inga, sem
enn þá einu sinni lagði böncl á ciþolin-
mæði sína.
Gamla konan leit niður eftir óþrosk-
uðum líkama Ingu litlu, og athugul augu
liennar uppgötvuðu sitt af hverju. Hún
sá ljósbláa silkibandið um liálsinn, linýtt
í slaufu undir öðru eyranu, sá beltið vera
hert allt of mikið að mittinu og hún sá
mjóu, þunnu skóna klemma litlu fæt-
urna, einu orði sagt, liún sá margt, sem
bar vott um barnalegan hégómaskap.
„Þér þykir gaman að vera í fallegum
fötum?“
„Já, þykir ekki öllum það?“
„Þér þykir meira varið í að fötin klæði
þig vel, heldur en að þau séu sterk og
hlý?“
„Já, auðvitað. Það versta sem ég veit,
eru Ijót föt, og ef þau endast lengi, þá
fæ ég svo sjaldan ný“.
Gömlu konunni fannst nú hún hafa
spurt nóg. Hún horfði á Ingu með íhug-
unarsvip, en augu liennar lýstu jafnframt
meðaumkun.
„Svo þig dreymir um framtíðina. —
Ilvað viltu vita um hana?“
Það færðist líf í Ingu. Loksins fékk
hún að spyrja. Það var bara svo mikið,
sem hún vildi vita. Á endanum gat hún
komið því saman í eina spurningu:
„Verð ég hamingjusöm?“
„Hvað kallar þú hamingju?“
Inga varð aftur að íhuga, hvað hún
átti að segja. Það var nokkuð, sem hana
langaði til að spyrja um, en hún kon>
sér ekki að því að gera það beinlínis, held-
ur fór í kringum það“.
„Fæ ég það, sem ég óska mér?“
„Það getur vel verið að þú fáir það,
sem þú óskar eftir. En þú verður tæp-
lega hamingjusöm fyrir það“.
„Hvers vegna ekki?“ ■
„Vegna þess að þú kant ekki enn þá
að óska“.
„Kann ég ekki að óska? Jú, það kann
ég sannarlega. Ef það væri bara nóg að
óska, þá yrði ég áreiðanlega hamingju-
söm“.
„Þú kant ekki að óska“, liélt sú gamla
áfram, „vegna þess að þú veizt ekki, hvers
þú þarfnast. Þú óskar ekki hins rétta“.
„Hvers á ég þá að óska?“
„Ekki að fá það, sem þú óskar þér,
heldur að óska eftir því, sem þú færð.
Því það er það bezta“.
Með undrun í bláu augunum sínum leit
Inga á görnlu konuna. En hún svaraði
þessu undarlega ráði engu orði.
„Giftist ég bráðum?“
Nú bar lxún djarflega upp þá spurn-
ingu er liún rétt áður var of feimin til
að koma fram með.
„Viljir þii endilega giftast fljótlega, þá
getur það sjálfsagt orðið, því þú hefur