Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 22
158 LJÓSBERINN sem þú ert enn þá að árum til að skyn- semi: barn“. „Barn!“ hrópaði Inga og sneri upp á sig. „Eg vil ekki vera barn lengur, ég vil verða stór. Eg er líka þegar fullvaxin, seytján ára“. „Stór verður enginn í andlegum skiin- ingi, án þess að verða sem barn. Barns- lundin er hin mesta auðlegð og bezta trygging fyrir liamingju, því barnanna er himnaríkið“. Inga þagði. Hún var undrandi yfir þeirri stefnu, sem samtalið hafði tekið. Það liefði lienni aldrei dottið í hug, að spákona talaði um himnaríkið. Skyldi liún annars liafa farið á ann- an stað en hún liafði ætlað sér. Hún leit í kringum sig og sá, livað allt var lítil- fjörlegt til að geta kallast bóndabær. Svo var þetta liús líka ekki við fjallsendann heldur fyrir neðan það. „Er ekki annar bær lengra uppi í fjall- inu?“ „Jú, tuttugu mínútna gang héðan“. „Þar býr spákonan, er það ekki?“ spurði Inga með vaknandi áhuga, Þegar hún las svarið í andliti gömlu konunnar, stóð hún strax á fætur. „Hvers vegna sögðuð þér mér það ekki strax, að það voruð ekki þér, sem kyrm- uð að spá. Það var ljótt að gabha mig svona“. „Ég hef ekki gabbað þig, en sú, sem þú ætlar að fara til, mun gabba þig. Það, sem ég lief sagt er satt, en það, sem hún segir þér er ekki satt. En því miður, þú munt lieldur vilja lilusta á ósannan spá- dóm, sem lofar þér gulli og grænurn skógum, er þú aldrei færð, heldur en á sannan spádóm, sem vísar þér innri veg- inn til hamingjunnar. En mundu að minnsta kosti það, sem ég hef sagt og hugsaðu öðru hvoru um það“. Rödd gömlu konunnar var svo mild og vingjarnleg að Inga viknaði. Þegar hún rétti henni höndina til kveðju, bað hún liana að fyrirgefa sér fljótfærnis orðin. „Ég skil, að þér meintuð það vel“, sagði hún. Inga gekk frá býlinu upp eftir fjall- inu. Hún liitti réttu konuna, og nú var spáð þannig fyrir Ingu, að augu liennar ljómuðu og kinnarnar brunnu. Það vox-u margir herrar ástfangnir óg afbrýðissam- ir. Þar voi-u peningar og skemmtilegir við- burðir, stór arfur, langar ferðir, gjafir og samkvæmi. Mest var þó af ást. Svörtu „dömurnar“ þýddu auðvitað afbrýðis- samar og öfundsjúkar konui’, sem með öllum brögðum sínmn gátu þó ekki kast- að skugga á liina miklu hamingju Ingu litlu. Auðvitað kom svo sá útvaldi nieð trúlofun og giftingu og mikla liamingju. Þessi spádómur var Ingu að skapi. Þeg- ar hún hélt af stað heimleiðis, var hún alveg frá sér numin af ánægju, eins og hún liefði fengið allt, sem lienni var spáð. Á heimleiðinni fór liún aftur fram hjá býlinu. Gamla konan var enn þá úlx í garðinum og dundaði við blómin sín. Yíst var liann fallegur garðurinn gömlu kon- unnai-, þó lítill væri, og ljómandi vel hirt- ur var hann. Inga leit alla tilveruna vel- vildaraugum vegna lxinnar miklu ham- ingju, er liún liugði sig eiga í vændum. Hún nam staðar fyrir utan garðinn og studdist fram á rauðmálaða gi'indverkið. „Blómin dafna vel hér“, sagði hún. „Já, þau kunna því vel, að dundað sé við þau, enda get ég nú orðið lítxð ann-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.