Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 19
ljósberinn 155 Gamla konan leit á Ingu og las í and- litsdrætti hennar. Hin hyggnu augu henn- ar höfðu skyggnzt inn í misjöfn kjör mannanna og lesið í mörg ólík andlit. Á þann hátt hafði þroskast hjá henni meðfæddur hæfileiki til að sjá og skilja ttiargt, sem fer fram hjá fólki yfirleitt. „Hvers vegna vilt þú vita forlög þín?“ „Hvers vegna? Bara af því ég vil vita þau. Það er svo margt, sem ég vil vita“. „Setztu hérna við hliðina á mér. Svo getum við talað dálítið, saman um for- lögin“. Inga settist. „En spilin?“ sagði lmn spyrjandi. „Ég spái ekki í spil, heldur í andlils- drætti“. „Verður það líka rétt?“ „Miklu réttara. Sittu svoleiðis, að ég sjái framan í þig“. Inga settist þannig, en henni leið illa undir hinu rannsakandi augnaráði gömlu konunnar; liennar eigin augu reikuðu. Af einhverjum ástæðum liafði hún ekki góða samvizku frammi fyrir þessu hyggna °g sjáandi augnaráði. Hún skildi þó ekk- ei't í því, þar sem að liún gat ekki ásak- að sig fyrir neitt. Því allt, sem var öðru vísi en það átti að vera, var kringum- stæðunum að kenna, en ekki henni. Þar að auki var það framtíðin og ekkert ann- að, sem spákonan átti að sjá. „Hm, hm“, sagði gamla konan, eius °g hún uppgötvaði nokkuð og Inga fyllt- lst eftirvæntingu. „Þú ert óánægð með tilveruna“, sagoi sh gamla. Það fannst Ingu hún hafa vitað áður ekki hafði hún komið til að heyra það. „En þú hefur enga ástæðu til að vera óánægð“, bætti gamla konan við. Það var nýtt fyrir Ingu. Hver hafði ástæðu til að vera óánægður, ef ekki hún? Gamla konan tók hina hvítu og mjúku hönd Ingu litlu í sína grófu liönd og horfði á hana. „Þessi litla hönd þarf ekki að vinna mikið, sé ég. Einhver vinnur fyrir þér og gefur þér allt, sem þú þarft með“. „Það gerir fóstri minn“, sagði Inga, óþolinmóð eftir að fá lokið þessu tali um það, sem hún þegar vissi. Segðu mér eitt- hvað um framtíðina“. „Við komum að því smám saman. — Heldur þú að framtíðin komi fljúgandi til okkar, án nokkurs samhengis við það yfirstandandi. Þá liefur þú ekki enn þá lært stafróf framtíðarinnar, enda þótt þú liafir að líkindum lifað í seytján ár“. „Ég er seytján og liálfs árs“. Gamla konan kinkaði kolli. „Seytján ára. Það er vorið. Það er mik- ið líf í vorinu, og þú skalt ekki halda að sumarið komi á annan liátt en úr vor- inu. Blómlinappar vorsins verða blóm sumarsins og ávöxtur haustsins. Eigi ég að geta sagt nokkuð um sumar framtíð- ar þinnar, verð ég að þekkja eitthvað af því, sem falið er í blómlinöppunum fyr- ir framan mig“. Inga fór nú að skilja, livað vakti fyrir gömlu konunni og ásetti sér að sætta sig við þessa seinlátu og undarlegu aðferð hennar við að spá. Spákonan hélt áfram, þar sem hún hafði liætt: „Jæja, svo fóstri þinn vinnur fyrir þér og gefur þér það, sem þú þarft með. En fóstra þín, kennir hún þér ekki einhverja gagnlega liluti?“

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.