Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 14
150 L J Ó SBERINN I miSjum dalnum var stór og falleg liöll. Hliðið stóð opið og Glaður gekk þang- að inn. Hæðst uppi í turninum sat kona í forkunnar fögrum klæðum. Hárið féll liélugrátt niður fyrir mitti. Svipurinn var tígulegur og góðlegur en mjög dapur. Hún var að spinna á stóran gullrokk. 1 kring- um lxana sátu tólf meyjar og spunnu all- ar á gyllta rokka. Glaður fór upp í turn- inn. Útsýn þaðan, yfir dalinn, var unara fögur. Slíka fegurð liafði Glaður aldrei séð fyrr. Hann gekk til kvennanna og lieilsaði þeim, en engin þeirra tók kveðju hans. Hann reyndi að tala við þær, en engin svaraði honum nokkru orði. Þetta gerði hann alveg undrandi. Allir virtust vera svo önnum kafnir, að þeir liefðu ekki tíma til að tala. Allan daginn var Glaður að reika um dalinn fram og aftur. Og allan daginn var gamli maðurinn líka að rölta um dal- inn með körfuna sína á -bakinu. Um kvöldið mættust þeir við kofadyrnar. „Hvers konar leiki er fólkið að leika hérna í dalnum“, spurði Glaður. „Leiki“, sagði gamli maðurinn alveg forViða. „Hérna í dalnum, hjá „móðir Gleðivana“ leikur sér enginn“. Þessa nótt svaf Glaður ekki vel. Hann var nú alveg viss um að það var einhver að syngja og spinna hjá honum alla nólt- ina. Daginn eftir var mjög dimmt í lofti. Alstaðar var samt verið að vinna með mesta ákafa eins og daginn áður. Glaður gekk nú um allan dalinn og lengst fram í dalbotn. Þar var mjög eyðilegt. Hvert hamrabelti tók við af öðru allt í kring- um dalbotninn. Hvergi var mögulegt að . komast út úr þessum dal, nema gegnum gríðarstórt járnlilið, sem nú var læst með þungum og sterkum hengilás. Þegar Glað- ur fór ofan í dalinn aftur, kom hann að tjaldi. I tjalddyrunum stóð einhentur her- maður og var að reykja í langri pípu. Glað leizt vel á liermanninn, og sagði við liann: „Herra hennaður, getið þér sagt mér, hvaða land þetta er, og livers vegna all- ir eru svona önnum kafnir?“ „Það skal ég segja þér, drengur minn“, sagði hermaðurinn, „konan þarna í höll- inni á dalinn. Fólkið kallar liana „móðir Gleðivana“. Hún hét annað í æsku sinni. Þá kölluðu menn hana „ungfrú Glöð“. Á þeim tíma var dalurinn fegursta byggð- arlagið í landinu. Tvær. ungar meyjar, í hvítum klæðum, komu og spunnu gull- þráð á hverju býli. Fólkið var glatt og hamingjusamt. Svo breyttist allt. Hvermg á þessari breytingu stóð, veit nú enginn framar. Smnir segja að þetta stafi af því að konan hafi týnt töfrahring, sem hún bar á fingri sér. Aðrir segja, að breyting- in stafi af því, að vatnið þvarr í hallar- brunninum. Og það er sagt, að þetta muni vara við þangað til „móðir Gleðivana“, einn góðan veðurdag, fer að dansa. All- ir fiðluleikarar í öllu ríkinu liafa leikið fyrir hana fjörugustu lögin sín, en bað hefur ekki komið að neinu lialdi“. „Ef ég bara gæti komið fiðlunni minni í lag, þá skyldi ég sannarlega spila fjör- ug lög fyrir konuna“, sagði Glaður. Hann fór því næst lieim í kofann og lagði sig til svefns. Hann vaknaði snemma næsta morgun. Það var glaða tunglskin, og yndislegt um að litast í dalnum. Glaður fór að liugsa um, að nú væri ágætt tækifæri til þess

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.