Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 13
ljósberinn 149 ætla að vita, hvort ég finn ekki aftur gamla manninn, sem seldi mér fiðluna. Hann hlýtur að geta hjálpað mér, eða hann verður að skila mér aftur krónunni ttimni44. Mamma hans reyndi að tala um ^yrir honum og fá liann ofan af þéssu, en það var til einskis, liann sat fastur við sinn keip. — Þegar burtfarardagur- Jnn kom, fékk mamma Glaðs honum nesti °g nýja skó og Glaður lagði vongóður af stað út í veröldina, með strengjalausa fiðlugarminn sinn undir hendinni. Þegar þessi saga gerðist, voru engir þjóðvegir til í landinu. Glaður lagði nú ieið sína yfir láglendi og hálendi, fjöll °g firnindi. Loks var hann kominn upp á afarhátt fjall. Þá sá hann ofan í djúpan dal hiniimegin við fjallið. Dalurinn var djúpur og hlíðarnar afar brattar. Mjög °greitt var að komast ofan í dalinn, því hvergi sást gata. Þegar Glaður var lóks- ^ns kominn niður í dalinn, mætti liann gomlum gráhærðum manni, með afar sítt skegg. Maðurinn bar stóra körfu á bak- mu, og var sýnilega mjög þreyttur. „Heyrðu, dréngur minn“, sagði gamli maðurinn, „ef þú ferð þessa leið, getur margt óþægilegt lient þig, en ef þú vilt fylgja mér, skal þér vera vel borgið, og þá getur þú hjálpað mér með körfuna þá arna“. »,Það lítur út fyrir að þú sért mjög þreyttur“, sagði Glaður, „ég er yngri og get vel lijálpað þér með körfuna“. Gamli maðurinn batt nú körfuna upp á bakið á Glað. Hann stundi og rumdi í sífellu, þegar þeir lögðu af stað. Glaður gaf sig ekkert að því, en fór að syngja gamla vísu, sem mamma lians hafði einu sinni kennt honum. — Degi tók nú óðum að halla. Myrkrið datt á og það var orðið kalt.. Eftir nokkra stund komu þeir að kofa. Dyrnar stóðu opnar. Gamli maðurinn « leysti nú körfuna af herðum Glaðs og setti liana á jörðina. „I sjö sinnum sjö ár hef ég borið þessa körfu, og enginn hefur nokkurntíma sungið fyrir mig nema þú“, sagði gamli maðurinn. „Hvar viltu nú sofa í nótt? Hjá mér, eða í þessum kofa?“ Glað var farið að leiðast að vera með þessum karli, og svaraði því, án þess að hugsa sig um: „í þessum kofa, ef ég má“. Glaður fór nú inn í kofann. Þar var ekki skemmti- legt um að litast. Það leit ekki út fyrir að eldur liefði verið kveiktur upp í hlóð- unum langa lengi. Engin búsáhöld voru þar lieldur. Glaður lagðist niður í einu horninu og sofnaði brátt. Gólfið var liart, og það var kalt í kofanum, en samt svaf Glaður fast og liraut. Þegar Glaður vakn- aði um morguninn, virtist honum eins og hann hefði heyrt söng, og skrölt í hjól- um, í gegnum svefninn, en auðvitað liélt hann að þetta hefði bara verið draumur. Hann fékk sér nú bita af nestinu sínu, og fór svo að skoða sig um í dalnum. Al- staðar var fullt af fólki, og allir voru að vinna. Sitt hafði hver að kæra. Sumir voru að smíða, aðrir að mala í mylnum. Kvenfólkið var að þvo og ýmislegt fleira að gera. Börnin voru líka að vinna. Eng- inn mælti orð frá munni, og enginn sást brosa. Allir virtust vera þreyttir. Það leit ekki út fyrir að fólkið væri að hugsa um neitt annað en vinnuna og hvað það gæti haft upp úr henni. Allt bar vott um góð- an efnaliag fólksins. Allir voru vel klædd- ir. I húsunum voru marmaragólf. Þar var líka mikið af ýmis konar silfurmunum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.