Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 8
144 LJÓSBERINN miklu gagni. Hún mændi augunum í ör- væntingu á kortið. — Þarna lá það á borðgarminum. — Lampagarmurinn, sem nú var farinn að ósa, varpaði daufri birtu á það. Það var jafn ómögulegt fyrir iiana að ná í það, eins og þótt liún hefði verið yfir í Englandi. Hún stritaði svo mikið sem hún gat til þess að reyna að losa sig, en það var til einkis gagns, liún var svo fast bundin. Hún fór því næst að sparka í gólfið af öllum mætti. Við það losnaði tígulsteinn upp úr gólfinu. — Hvaða gagn var í þessu? — Það var ógurlega kveljandi að hugsa til þess, að kortið liennar gæti orðið óvinunum að gagni, „Nei, það skal aldrei verða“, sagði hún við sjálfa sig, og stappaði í gólfið með fótunum. Annar steinn losnaði og sporð- reistist. I sama bili brá fyrir leiftri í aug- um liennar og hún kafroðnaði. Það var eins og hvíslað væri að henni: „Þú getur eyðilagt áform óvinanna“. Hún beygði sig niður svo mikið sem hún gat og teygði á bandið af alefli. Það skarst inn í mitt- ið á lienni, svo hana kenndi mjög sárt til. Henni tókst að ná í lausu steinana á gólfinu. Þeir voru þó ekki nema þrír. Nú miðaði liún á lampann og kastaði fyrsta steininum. Hann datt niður á milli hennar og borðsins. Hún kastaði þeim næsta. Hann kom við lampann, svo lamp- inn var nærri dottinn um koll. Nú var aðeins einn steinn eftir. Allt var nú kom- ið undir því, að henni tækist að hitta lampann með honum. Hún fór að hugsa um pabba sinn, lierra Pitt og England. Hún brann af þrá eftir að henni tækist nú vel. Hún reiddi litlu hendina upp, og steinninn flaug af stað. Mikið brota- hljóð heyrðist. Litla stúlkan lofaði Guð af hjarta, þegar hún sá logandi olíuna vella út yfir kortið, svo að það stóð á svipstundu í björtu báli. Kortið var eyði- lagt. Nú gat það ekki komið Frökkuin > að gagni. Það fór nú að kvikna í borðinm logarnir teygðu sig upp í rjáfur, og kof- inn fylltist af reyk. Innan skamms hlaut að kvikna í þakinu, og þá .... Florence litlu hafði alls ekki dottið í hug, að svona gæti farið. En það var samt gott, að kort- ið var eyðilagt. Rétt í þessum svifum gekk lítill maður snúðugt inn í kofann. Hann var í græn- um einkennisbúningi. Kraginn á frakk- anum var rauður og mjög stór. I skyndi brá maðurinn korða síniun og hjó á band- ið, sem litla stúlkan var bundin með, og fór með hana út úr kofanum. Þjónn, sem var í fylgd með litla manninum, fór k þegar að slökkva bálið og tókst honum það vonum bráðar. Florence og litJi mað- urinn horfðu á aðfarir hans, í grárri morgunskímunni. Að því loknu virti litli maðurinn Florence fyrir sér um stund þegjandi. „Jæja, svo þú átt kortið, sem ég þarf að nota“, sagði liann því næst. Rómur- inn var liarður og óviðfelldinn. „Veiztu liver ég er? Ég er Napoleon keisari“. Florence leit á hann og var alls ekki skelkuð. Þetta er bara Fransmaður, liugs- aði hún. „Mig varðar ekkert um hver þér eruð. Eg er Englendingur, og ég á kortið“, svaraði liún. Aftur horfðu þau stíft hvort á annað, keisarinn í græna einkennisbúningnum sínum og Florence litla í gráu kápunni sinni, og ilskóna bundna yfir ristina. Eft- ir drykklanga stund sneri keisarinn sér að þjóninum, sem var að enda við að slökkva

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.