Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 26
162 LJÓSBERINN Trúarbragðahöfundurinn. Það var einu sinni undir lok átjándu aldar, að frakkneskum speking hugkvæmdist að stofna ný trúarbrögð í staðinn fyrir kristin- dóminn; en hann komst nú samt brátt að raun um, að þeir voru sárfáir, sem hölluðust að hinum nýju trúarbrögðum hans. Hann kvartaði þá yfir þessu fylgisleysi við hinn nafnkunna frakkneska stjórnmálamann, Talleyrand. Þá mælti Talleyrand: „Það er nú ekkert smáræði að ráðast í að stofna ný trúarbrögð, en samt get ég vísað yður á leið til þess, að yður megi takast það“. „Og hvaða leið er það?“ spyr hinn. Þá svaraði Talleyrand: „Leiðin er þetta: Þér verðið að fara og gera kraftaverk: lækna hvers kyns sjúkdóma og lífga dauða og síðan verðið þér að láta krossfesta yður og greftra og rísa svo upp aftur á þriðja degi; þegar þér eruð búinn að koma þessu öllu í kring, þá megið þér búast við að ná markinu“. Spekingurinn hefur víst gefist upp við þessa fyrirætlun sína, því að ekkert hefur síðan spurst til trúarbragðanna hans. Trú og „sannanir“. Mér nægir ein sönnun, — hin sannkristna trú — um „sannanir“ hirði’ eg því ckki, 8Ú trú gafst mér ungum, mín eign er hún nú — mín eilífu forlög eg þekki. ** Hann reis á fætur og byrjaði á Faðir- vorinu, og aðrir tóku undir. Hátt og skært hljómaði bænin út í hvelfinguna. Ég lokaði augunum og sá í einni svipan Carlo, Arthur og móður hans, Vitalis og Brio, alla, sem mér þótti vænt um, og umfram allt fósturmóður mína, ástkæru frú Barberin mömmu. Átti ég aldrei eft- ir að faðma hana, aldrei eftir að horfa í fögru augun hennar og milda svipinn á andliti hennar. Frh. Þakkarhugsun En — hvernig, já, hvernig má ég þig hei3ra, minn GuS, sem ber? Því ekkert, nei, ekkert gott á ég er ekki sé gjöf frá þér! Ó, víst má ég vita og finna oS vegsamast þú œ bezt með því að vilja og vinna þinn vilja sem allra mest. En œ, ég er svo breyzkur og bráSur og brothœttur eins og gler og syndar hneigSum svo haSur og heimur svo tálgjarn er. Þú verSur, þú verSur því, Drottinn að vorkenna og hjálpa mér, svo beri’ eg vel þess vottinn, hve varstu mér góSur hér. Ó, GuS, því gef mér að vera eitt góða barnifi þitt, og þar af úr býtum bera, að brot mín óll verdi kvitt. Pastor emeritus. Hugfestið þetta! Jesús sagði: „Ert þetta er vilji hans, sem sendi mig< að af öllu þvi, sem hann hefur gefið mér, skuli ég ekki láta neitt glatast". (Jóh. 6, 39). Það er mikið að vita það, að Jesús hefur mált úl að varðveita alla, ef þeir aðeins vilja leyfa honum það!

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.