Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 11
ljósberinn 147 Fiðluleikarinr) Einhverju sinni voru hjón, sem áttu 13 börn. Tólf liöfðu í skírninni hlotið venjuleg nöfn, en þegar átti að fara að skíra þrettánda barnið, voru hjónin í standandi vandræðum. Þeim gat ekki hug- kvæmst neitt nafn til þess að gefa barn- mu. Barnið var piltbarn. Loks sagði bónd- ®n við konuna sína: „Eigum við ekki að kalla strákinn Giað“. Konan varð ákaf- lega glöð yfir því, livað bóndi hennar var snjall, að finna upp svona ljómandi fal- legt nafn. Þegar Glaður var orðinn svo stór, að hann gat gætt fjár fyrir föður sinn, bar svo við, að haldinn var markaður þar í grenndinni. Allir, sem vettlingi valda vilja komast á markað, því þangað er gaman að koma, og stundum er hægt að gera þar góð kaup. Kaupmenn, iðnaðarmenn og alls kon- ar menn komu á markaðinn. Pabbi og ^tiarnma Glaðs litla fóru líka þangað með Eg“, sagði drengurinn undrandi. „Nei, það er hetja, sem gerir eitthvað merki- Kgt. Ég rak ký rnar burtu, af því að ég vissi, að þær voru í liættu“. En sá, sem gerir liið rétta á réttum Þma hann er hetja“, sagði faðir hans. Ruben fékk þarna nóg um að hugsa. Uann las þessa smásögu þrisvar sinnum, í*að er svei mér skrítið, ef þetta er rétt, þugsaði hann. Hetja er sá, sem gerir liið retta á réttum tíma. Get ég þá orðið hetja að vakna á réttum tíma til að mjólka Skjöldu? Ætli það ekki? (Þýtt). öll börnin sín. Hjónin voru fátæk og gátu lítið gefið börnunum sínum til þess að kaupa fyrir. Samt opnaÖi pabbi þeirra kistilinn sinn. í liandraðanum átti liann nokkra silfurpeninga. Hann tók þá upp og gaf sína krónuna hverju barni. Þau hoppuðu af gleði og skoðuðu ljómandi fallega peninginn sinn. Svona stóran pen- ing höfðu þau aldrei á ævinni eignast fyrr. Og svo áttu þau að fá að fara með pabba og mömmu á markaöinn. En hvað það var gaman. A leiðinni til markaðar- ins voru börnin allt af að hugsa um, hvað þau ættu að kaupa fyrir peningana sína. Þegar á markaðinn kom, var margt að sjá og skoða. Þegar leið að kvöldi, voru öll börnin búin að kaupa sér eittlivað nema Glaður litli. Ástæðan fyrir því var sú, að hann langaði til að kaupa sér fiðlu. Á markaðnum var nóg af fiðlum til sölu, en engin svo ódýr, að liann gæti fengið hana fyrir _krónuna sína. Á einum stað hitti glaður útlendan kaupmann, sem hafði fjarska mikið af fiðlum að selja. Þær voru allar ljómandi fallegar, en þær kostuðu allar mikið meira en eina krónu. Það komu tárin í augun á Glað, þegar hann varð að snúa þaðan fiðlulaus. Skömmu síðar hitti hann gamlan mann gráhærðan. Hann var ósköp skrítinn. Flestir hentu gaman að honum, því liann hafði ekkert til að selja, nema strengja- lausan fiðlugarm. „Viltu ekki kaupa fiðluna mína, pilt- ur minn“, sagði gamli maðurinn við Glað. „Þú skalt fá liana fyrir lítið verð. Hún kostar aðeins eina krónu. Þegar þú færð

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.