Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 6
142
Florence: „Hvar er pabbi?“ Einn af
mönnunum, sem höfðu tekið hana til
fanga, svaraði á ensku, en þó með frönsk-
um hreim: „Yertu ekki hrædd! Hann
synti og svo kom bátur og tók hann“.
Því næst hjálpaði maðurinn Florence
upp í skipið. Hón trúði frásögn manns-
ins um föður sinn, og varð nú rólegri.
Svo fór hún að hugsa tnn, hvernig á því
♦
gæti staðið, að hún skyldi vera handtek-
in, og hvert þeir skyldu ætla að sigla með
hana. Hvaða þýðingu gat það haft, að
handtaka litla stúlku eins og hana. Þeg-
ar hún var að hugsa um þetta, sagði liðs-
foringinn, sem hún hafði séð beygja sig
út yfir skjólborðið, við liana á góðri
ensku: „Vertu ekki hrædd, þú átt að
sigla dálítið með okkur. Enginn skal gera
þér nokkurt mein“. „Ég er ekki hrædd,
en ég er reið“, sagði Florence. „Eg vil
komast aftur til hans pabba míns. Þið
hafið engan rétt til þess að ræna mér“.
Orð hennar vöktu aðeins hlátur. Hún
var leidd undir þiljur og látin þar inn í
lítinn klefa. „Það verður bráðum farið
með þig aftur til hans pabba þíns“, sagði
hermaðurinn, sem fór með liana inn í
klefann. „Nú skalt þú fara að sofa. Á
morgun skalt þú fá að vita, hvað við vilj-
um þér“. Um leið og hann sagði þetta,
benti hann á rúm með dýnu í, fór því
næst út og læsti klefanum. Florence var
nú bæði hrygg og reið. Hún tók hvað
eftir annað í liurðarsnerilinn. Það var á-
rangurslaust. Hurðinni var læst. — Hún
var fangi. Það var ekki til neins að sparka
í gólfið og liljóða. Hún var svo skynsöm,
að hún fór að ráði hermannsins, sem lok-
aði hana inni. Hún lagðist upp í rúmið
og fór að reyna að sofa, en það gekk illa.
Hún var orðin svo ósköp þreytt. Hún
fór svo að lesa bænirnar sínar. Smátt og
smátt færðist ró yfir liuga hennar. Hún
bað Guð að blessa pabba sinn, og hún
bað hann líka að frelsa sig úr þessu fang-
elsi. Eftir skamma stund var hún sofnuð.
Það var enn ekki runninn dagur, þeg-
ar einhver kom og opnaði klefann. Skin
frá litlu ljóskeri féll í augu henni. Liðs-
foringinn kom nú inn til hennar og sagði
brosandi við hana: „Komdu nú, litla
stúlkan mín, við erum tilbúnir. Farðu
nú á fætur!“ Florence litla þorði ekki að
spyrja neins, því að þótt maðurinn væri
að reyna að vera vingjarnlegur, þá fannst
henni rödd hans vera eitthvað svo hörð
og skipandi, að hún varð hálf hrædd.
Hún fór nú fram úr rúminu, og fylgdi
manninum þegjandi upp á þilfarið. Hún
sá hvar nokkrir hásetar voru að láta bát
síga í böndum niður í sjóinn. Skömmu
síðar var hún látin fara ofan í bátinn,
með liðsforingjanum, og var því næst
haldiö til lands. I morgunskímunni gat
hún séð, að bátinn bar að sendinni strönd.
Þegar báturinn kenndi grunns, kom mað-
ur niður að sjónum og hjálpaÖi skipverj-
um til þess að draga bátinn á land. —
„Komdu með mér“, sagði liðsforinginn.
„Enginn skal gera þér mein. Þú skalt fá
að fara aftur heim til þín, þegar maður-
inn, sem lét sækja þig, er búinn að tala
við þig. Og þú skalt fá góðan morgun-
verð“. Florence hafði heyrt getið um
það, að Frakkar ætu bæði marflær og
snigla, svo hún hlakkaði ekki mikið til
morgunverðarins, ef þeir réttir yrðu
bornir fram. Hún svaraði því engu, en
fylgdi liðsforingjanum þegjandi. Er þau
höfðu gengið stundarkorn, kom Florence