Ljósberinn - 01.06.1947, Qupperneq 19

Ljósberinn - 01.06.1947, Qupperneq 19
LJÓSBERINN 91 sundi. Þær sýndust vera mjög sorgmædd- ar. I stað þess að synda með beinan háls, eins og álftir gera vanalega, sátu þær hnýpnar með bogna liálsa. Yeggir í öll- um herbergjum voru tjaldaðir svartir. En öll herbergin voru ríkulega skreytt með alls konar dýramyndum. I innsta lierberginu var karfa með þremur grísum. Fiðlarinn tók nú körf- una með grísunum og flýtti sér með þá út. Strax og hann kom út, tók hann fiðl- una, stillti strengina og lék fjörugan vals. Og undir eins og grísirnir heyrðu hina fögru tóna fiðlunnar stökk einn þeirra upp úr körfunni, reis upp á afturlapp- irnar, hringaði rófuna og fór að dansa. Svo kom annar á eftir, og svo sá þriðji. Og þessir þrír smá angar dönsuðu svo listilega vel, og gerðu alls konar stökk og kúnstir, að ungi maðurinn ætlaði að kafna af lilátri. Nú fékk hann kjarkinn aftur, því liann sá, að gamli maðurinn hafði sagt satt. Og nú hélt hann hughraustur áfram göngunni. Og þegar hann kom að höll konungs valdi hann sér stað undir glugg- unum á herbergjum konungs og fór að leika. Þegar kóngur og drottning heyrðu hljómlistina, fóru þau út á svalirnar til að hlusta, og seinast kom sjálf prinsess- an líka. Þegar ungi maðurinn sá, hvað prins- essan var dauf og sorgmædd, tók liann lokið af körfunni og hleypti grísunum út. Þeir fóru strax að dansa, og það var gam- an að sjá, livað þeir voru liðugir og fjör- ugir. Þeir hneigðu sig, og svo stukku þeir upp í loftið, tóku svo saman og dönsuðu í liring eins og þaulæfðir dans- arar. Seinast varð prinsessan að biðja unga manninn að hætta og loka grísina niðri í körfunni, „annars dey ég af hlátri“, ságði hún. Kóngurinn lét nú kalla á fiðlarann inn til sín og spurði hann, hvað hann vildi fá fyrir grísina. „Ég sel þá ekki“, sagði liann. „Enda væri það alveg gagnslaust að kaupa þá, því þeir dansa ekki nema að ég spili fyrir þá. En ég vil fá prinsessuna fyrir konu, eins og lofað hefur verið“. „Það er auðvitað“, sagði kóngurinn. „Komdu! Við skulum tala við hana“. En þegar þeir komu til prinsessunnar og kóngurinn sagði lienni, að þessi ungi maður væri mannsefnið hennar, þá varð hún reið, því lnin var ákaflega stórlát og stolt. „Nú hefur faðir minn lagt fyrir þig verkefni, til þess að þú getir orðið tengda- sonur hans. En nú verður þú að vinna annað hlutverk, til þess að geta orðið mað- urinn minn. Ef þú getur ekki unnið það, verð ég ekki konan þín, hvað sem faðir minn segir. Það, sem ég heimta að þú ger- ir, er, að þú sofir þrjár nætur í töfra- höllinni úti í skóginum. Gengurðu að þessu?“ Fiðlarinn þorði livorki að játa eða neita. Hann varð því mjög áhyggjufullur. Prinsessan sagði, að liann skyldi ekki koma fyrir sín augu fyrr en liann hefði uppfyllt þessa ósk sína. Svo fór hún út úr salnum og skildi þá eina eftir, föður sinn og fiðlarann. Kóngurinn vorkenndi honurn og reyndi að hughreysta hann. Hann bauð honum að matast með sér. En fiðlarinn sagðist enga matarlyst hafa, þakkaði fyrir sig, og gekk svo hnugginn út í skóginn.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.