Ljósberinn - 01.06.1947, Page 20

Ljósberinn - 01.06.1947, Page 20
92 LJÓSBERINN Þá mundi hann eftir gamla manninmn. Og um leið og liann fór að liugsa um hann, stóð hann þar hjá honurn eins skyndilega, eins og þegar sólin kemur undan þykku skýi. Fiðlarinn sagði nú gamla manninum vandræði sín. Og gamli maðurinn hug- lireysti liann og lagði honum svo góð ráð, að hann lagði hughraustur á stað, á leið til töfrahallarinnar. Það var sama liöllin, sem honum var vísað á grísina. Þegar hann gekk með- fram tjörninni í garðinum, þar sem álft- irnar voru, lyftu þær höfðinu og veifuðu vængjunum, eins og þær væru að bjóða hann velkominn. Flann gekk fram hjá þeim, án þess að sinna þeim nokkuð. Og þegar liann kom inn í herbergið sem grís- irnir voru í áður, sá hann þar standa dekk- að borð með alls konar dýrindis réttum. Hann hugsaði sig nú ekki lengi um, en settist við borðið og gerði matnum góð skil, því nvi var liann orðin svangur og hafði beztu list. Um klukkan 11 um kvöldið tók liann, eins og gamli maðurinn liafði sagt hon- um, nokkra púða úr rúminu og bjó um sig á gólfinu. Svo lagði hann sig, en sofn- að gat liann ekki. Eftir litla stund opnuðust hliðardyr og inn um þær hlykkjaði sig stór slanga og lagði sig hjá honum, með ískaldan og slepjaðan hausinn við vinstra eyrað á lvon- um. Strax á eftir kom önnur slanga og lagði sig við hægra eyra lians. Og eftir fáar mínútur kom þriðja slangan og lagð- ist þvert yfir hálsinn á lionum og þrýsti svo að honum, að það var eins og liann hefði myllustein um hálsinn. Þarna lágu þær allar þrjár, þar til klukkan sló tólf. Þá hlykkjuðu þær sig aftur út um sömu dyr. Þá reis hann á fætur, setti púðana upp í rúmið, bjó þar vel um sig og svaf svo vært fram á bjart- an dag. Þegar hann vaknaði stóð matborðið aft- ur dekkað, og þrátt fyrir hræðsluna kvöld- ið áður — því hræddur var hann, — hafði hann beztu matarlyst. Svo gekk hann um öll herbergi í höllinni og skoð- aði allt það skraut og húsgögn, sem þar var. Seinast fór hann út að tjörninni, þar sem álftirnar voru. Þær litu nú mjög vina- lega til hans. Og nii voru þær ekki leng- ur svartar. H41s og höfuð þeirra var aíveg drifhvítt. Hann klappaði þcim og þær litu til hans með sínum fallegu og vina- legu augum, og liann varð gagntekinn af lirifningu. Þegar kvöld var komið hjó hann um sig eins og fyrra kvöldið og lagði sig. Rétt eftir að hann var lagstur fyrir, komu sömu slöngurnar og lögðust sín við hvort eyra og ein yfir hálsinn, Og nú þrengdu þær að lionum ennþá meir en áður. En liann lá hreyfingarlaus og tók á öllum kröftum til að gefa ekki eftir, því hann vissi, að það varðaði liann lífið. Og aftur fóru þær klukkan tólf. Þegar hann, morguninn eftir, kom nið- ur að tjörninni, komu álftirnar hlaup- andi á móti honum og nú voru þær al- veg hvítar, nema blá-fjaðrabroddarnir voru eiin svartir. Þetta gladdi hann svo mikið, að hann gleymdi sér alveg, hon- um fannst dagurinn enga stund vera að líða, og þegar kvöld var komið hafði hann alveg gleymt að kvíða fyrir næstu nótt. Næsta nótt gekk alveg eins og hinar fyrri, neina hvað slangan á hálsinum á

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.