Ljósberinn - 01.06.1947, Síða 24

Ljósberinn - 01.06.1947, Síða 24
96 LJÓSBERINN W. BURTON: jatCiA Saga frá London Herbergið þeirra var kjallaraliola langt undir yfirborði jarðar. I því var moldar- gólf. I einu borninu lá lítill sjúkur dreng- ur, vafinn tuskum í stað sængurfata. Göm- ul kona sat á stól við opið eldstæði, sem í var snarkandi kolaglóð. Hún stóð upp og sneri urrandi til móts við Barnardo, þegar liann gekk inn. „Það er veikt barn liér. Eg er læknir og ætla að líta á það“. Rödd hans var ákveðin og framkoman örugg. Móðir Brown gaut til hans augunum, en sagði ekkert. Hún áleit sýnilega, að liann væri sendur af yfirvöldunum. Barnardo lagðist á hnéð fyrir frarnan rúmfleti veika drengsins og tók í hönd hans, lieita og þvala. Hann var svo mag- ur, að hann líktist einna mest beinagrind. Barnardo skoðaði barnið við skin frá kertisbút í flöskustút og komst að þeirri niðurstöðu, að barnið þjáðist af illkynj- uðum sjúkdómi í mjöðminni. Hann sá strax að sjúklingurinn varð að komast á sjúkraliús, ef nokkur von ætti að vera um bata. Hann reis upp, sneri sér að konunni og sagði: „Drengurinn verður að fara á sjúkrahús. Ég mun í dag panta rúm fyrir hann á Charing-Cross sjúkra- liúsinu. A morgun sæki ég liann. Hafið þér nokkuð við þetta að athuga?“ Honum til mestu undrunar hafði móðir Brown ekkert við þetta að atliuga. Þvert á móti virtist hún fegin að losna við dreng- inn. Hann var henni aðeins til byrði eins og nú var komið. Barnardo hugsaði mikið um þessi börn á leiðinni heim. Hann gat ekki gleymt liinni sóttheitu hendi drengsins, sem hald- ið hafði dauðahaldi um úlnlið lians. Hann gat ekki lieldur gleymt litlu stúlkunum, sem staðið liöfðu rennandi blautar og skjálfandi fyrir framan móður Brown og varla þorað að líta upp af hræðslu við að verða barðar. Því lengur, sem hann hugsaði um þetta, varð lionum það ljós- ara, að hann hafði ekki hagað sér rétt í þessu máli. Hvers vegna hafði hann ekki tekið drenginn strax og flutt liann á sjúkrahús sitt í Stephney Cauesway, í staðinn fyrir að láta það bíða til næsta dags? Án þess að brjóta heilann leng- ur um þetta, stöðvaði hann leigubíl og ók aftur til heimkynna móður Brown. Það var orðið áliðið og bögglarnir lágu ennþá á búðardisknum hjá kaupmann- inum. Móðir Brown var ekki lieima, þegar liann kom. Litlu stúlkurnar héldu, að hún yrði lengi úti. Barnardo gekk að fleti sjúka drengsins.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.