Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 5
Leti kemur frá hægri: Ég undrast ei, þótt auga þitt sé sljótt, og oft þú segir: aldrei geri’ ég ljótt. Ég heiti leti og læðist afar hljótt, og Ijósið þitt ég slekk, sof þú nú rótt'. Hroki kemur frá vinstri: Ég heiti hroki, kannast þú við mig? Ég þykist aldrei þurfa að beygja mig. En þú ert flón, og því ég deyði þig. Óhlýðni kemur frá vinstri: Ég ótal börnum unnið hefi tjón, því aldrei skal ég gera annars bón. Ég óhlýðin er bæði í raun og sjón. . Ólund kemur frá vinstri: Ég heiti ólund, alltaf súr og þver, svo ekkert gott ég þoli nálægt mér. Ég slekk því litla ljósið þitt og fer. Grobbinn kemur frá hægri: Ég heiti grobbinn, veit og get því allt, en gæta þess þú æfinlega skalt, að enga birtu ég ber og blæs því kalt. Öfund kemur frá vinstri: Ég öfunda alla og engum ég ann, ætíð ég slökkti hvert ljós, sem ég fann. Lygi kemur frá hægri: Af öllum ljótum löstum er lygin einna verst, sem hart með huga föstum mót hverju ljósi berst. Barnið með 10. ljósið gengur fram: Ég skil það nú, að barnið brestur þrótt að bera ljós um kalda vetrarnótt, því glötuð ertu, Guðs míns fagra mynd og gjörvallt lífið blandað sorg og synd. Ég er svo hrædd, er enga hjálp að fá? Ég horfi á þau deyja, ljósin smá, og veit ég get ei verndað ljósið mitt. Ó, virztu Guð að leiða taarnið þitt. Hvítklædd vera kemur inn og segir: Biblían er ég, Guðs blessaða orð, borin af kærleika hans yfir storð. Ljósið ég gef þér og gleðina aftur, Guð er þess upphaf, og Guð er þess kraftur. Varðveittu ljósið, sem veitt er þér nú, vak þú með Jesú í bæn og í trú. Hvítklædda veran tendrar aftur ljósin með Ijósi 10. barnsins, í sömu röð og þau voru slökkt, og segir: 1. Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan þig. 2. Þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists. (Ef. 5. 20.) 3. Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, ver- ið brennandi í andanum. (Róm. 12. 11.) 4. Guð stendur gegn dramblátum, en auð- mjúkum veitir hann náð. 5. Minn þá á að vera hlýðnir, reiðubúna til sérhvers góðs verks. (Tit. 3. 1.) 6. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. 7. Því gæti sá, er hyggst standa, vel að sér, að hann falli ekki. (1. Kor. 19. 12.) 8. Kærleikurinn öfundar ekki. (1. Kor. 13. 4.) 9. Jesús sagði: „Ef þér standið stöðugir i orði mínu, munuð þér þekkja sann- leikann og sannleikurinn mun gjöra yð- ur frjálsa." (Jóh. 8. 31.—32.) Hvítklædda veran fær 10. barninu ljósið sitt aftur og segir: „Vertu trúr allt til dauða, og Guð mun gefa þér lífsins kórónu.“ Síðan tekur hún sér stöðu í miðju, en hin börnin raða sér þannig, að þau minnstu standa næst, en þau stærstu utast og syngja: „Hún er mér kær, sú blessuð bók“ eða ann- an sálm um Biblíuna. LJDSBÉRINN 113

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.