Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 18
sér og sýna iélögum sínum vinahót, en allt
kom fyrir ekki. Jörgen hafði öll hin börnin
á sínu bandi.
Leið nú fram undir jól. Snjórinn var kom-
inn fyrir löngu. Páll og Margrét gengu oft um
skóginn með ömmu sinni. Þau höfðu gaman af
að virða fyrir sér dýrasporin, sem lágu hér og
þar um skóginn og geta sér til, hvaða dýr
hefði verið hér á ferð.
Einn daginn gengu þau óvenju langt inn í
skóginn.
Allt í einu heyrðu þau hundgá skammt
undan.
Margrét litla kipptist við. Hún var alltaf
svo hrædd við hunda. Hundurinn gellti svo
ámátlega, að auðheyrt var, að ekki var allt
með felldu.
Þau gengu á hljóðið. Skyndilega nam Páll
staðar. Hann þekkti hundinn. Þetta var hund-
urinn hans Jörgens.
Þegar hundurinn varð þeirra var, kom hann
stökkvandi til þeirra, svo að Margrét litla
hljóðaði upp yfir sig. Hundurinn hafði þó
ekkert illt í huga. Það sáu þau strax. Hann
stökk til þeirra og frá þeim aftur inn á milli
trjánna. Það var auðséð, að hann vildi fá þau
með sér.
Þau fóru á eftir seppa og þar fundu þau
Jörgen liggjandi á jörðinni milli trjánna.
Hann lyfti upp höfðinu og leit á þau.
— Hefurðu meitt þig, Jörgen? spurði Páll.
Jörgen bar sig illa og benti á fótinn á sér.
— Hann er víst brotinn, ég datt.
— En úr hverju blæðir? spurði amma.
Jörgen svaraði ekki, en stundi við. Amma
laut niður að honum og færði hann úr stíg-
vélinu. Fóturinn var mikið bólginn. Hvað átti
nú að taka til bragðs? Jörgen gat ekki gengið,
og þau mundu ekki geta borið hann svona
langa leið.
Allt í einu kom Páll auga á einhvern und-
arlegan hlut, sem stóð upp úr snjónum.
— Hvað er þetta? spurði hann.
Jörgen svaraði engu.
— Þetta er dýrabogi! hrópaði amma upp
yfir sig. Ætlaðirðu þér að setja hann upp hér
í skóginum, þar sem bæði menn og dýr hefðu
getað farið sér að voða í honum?
— Ég ætlaði að veiða tófu, svaraði Jörgen
sneyptur.
— Hugsaðu þér hvernig farið hefði, ef eitt-
hvert okkar hefði nú í ógáti stigið faéti niður,
þar sem þú hefðir falið þetta drápstæki!
Jörgen svaraði engu. Hann stundi af kvöl-
Við skulum reyna að hagræða- honum
svolítið betur, sagið amma.
Þau tíndu saman greinar og
bjuggu til fleti, sem þau
lögðu hann á.
Að því búnu sagði amma
Páli að bíða hjá honum á
meðan hún sækti hiálp. Hún
flýtti sér af stað með Mar-
gréti við hlið sér.
Þegar drengirnir voru
orðnir einir eftir, fór Páll úr
frakkanum sínum og breiddi
hann yfir Jörgen.
Jörgen leit á hann.
— Af hverju ertu svona
góður við mig? spurði hann.
Ég veit vel, að ég hefi aldrei
verið góður'við þig.
— Stundum hefur mig
langað til að spyrja þig,
hvers vegna þú hefur ekki
viijað vet'a með mér, svar-
i2ii
LJ ÓSBERINN