Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 27
— Svo sem svona. Hún mældi fyrir með fingrunum. Því næst tók tún tíeyring, lét hann detta ofan í sparibyssuna og fór svo fram í eldhús aftur. Bjarni klóraði sér aftur í hnakkanum. Hann gat alls ekki skilið, hvers vegna mamma sagði, að þetta væri vel gert. Veggurinn var orðinn ljótur og svartur, og það voru komn- ar rifur báðum megin út frá naglahausnum. Hann var ekki fyrr kominn fram en hann var beðinn um, að fara út og sækja í eldinn. Hann svaraði ekki, heldur gretti sig. — Farðu inn og negldu næsta nagla, sagði mamma. — Ég var nú að því áðan. Gaztu ekki sagt mér að negla báða í einu? — Nú, ertu óhlýðinn? Manstu ekki eftir samningnum? Mamma stóð upp og ætlaði að fara að tæma sparibaukinn, en þá tók drengur- inn viðbragð. Hann þreif hamarinn og naglinn var óðar kominn á sinn stað. Hann hafði unn- ið fyrir nýjum tíeyring. Það liðu nokkrir dagar, og alltaf komu nýii' naglar í vegginn; en nú fór Bjarni að skilja hvað þetta átti að þýða. Hvert skipti, sem hann var óþægur, var hann látinn reka nýj- an nagla. Ferhyrningurinn varð ljótari og ljótari með degi hverjum. Hann eyðilagði alveg svefnherbergið. Honum geðjaðist þetta ekki. Á jólunum ætlaði afi að koma í heim- sókn. Hann mundi áreiðanlega spyrja hvað þessir naglar ættu að þýða — —. En hve þetta var leiðinlegt. Hann vildi heldur vera án skautanna, en hafa þessi ljótu merki á veggnum. Nokkrum dögum fyrir jól varð Bjarni las- inn og varð að fara í rúmið. Það var nú reynd- ar mamma, sem sagði að hann yrði að hátta, og hann þorði ekki að mögla. Það voru komn- ir nógu margir naglar í vegginn, þó ekki kæmi einn enn. Hann lá hreyfingarlaus og taldi naglana. Þeir voru átján. Hann hafði verið óhlýðinn átján sinnum og það aðeins á einni viku. Æ, en hvað það var leiðinlegt! Afi mundi hrista höfuðið og verða alvarlegur á svipinn, þegar hann heyrði það. Og það var svo vont að horfa á þessa nagla. Það var ómögulegt að liggja í friði fyrir þeim. Hann lá dálitla stund. svo lyfti hann höfðinu frá koddanum og horfði til dyra. — Marnrna, komdu snöggvast inn, mamma. Ég þarf að tala við þig! Mamma kom inn, brosandi og blíð eins og venjulega. — Er þér að versna? — N—e—i, en þessa nagla vil ég helzt taka í burtu. Geturðu ekki komið með töng, svo getum reynt að draga þá út? — Það er ekki hægt. Þá yrðum við að skera viðinn í burt kringum naglahausana, og þá verður það ennþá ljótara en það er. Bjarni var sammála. Það var víst ekki hægt að ná nöglunum burt án þess, að förin yrðu eftir. Hann lá kyrr um stund og var að hugsa um þetta, svo sagði hann með grátkæfðri röddu: — Það getur verið, að pabbi geti lagað það. Getur þú ekki spurt hann, hvort hann vilji ekki kítta yfir naglahausana og mála yfir? — Þá verður nýmálaður blettur á veggn- um. Það skemmir allt herhergið. Það varð aftur löng þögn. Svo lyfti hann höfðinu frá koddanum og horfði á móður sína. — Ég get ekki legið hér og horft á naglana. Geturðu ekki flutt rúmið? — Við getum hvergi komið því annars stað- ar. Þú hlýtur að geta horft á það, sem þú hefur sjálfur gert. Það heyrðist hálfkæft snökt, þegar hann dró sængina upp fyrir höfuð til að byrgja niðri grátinn. Mamma beygði sig niður og strauk mjúk- lega um hárið, sem kom útundan sænginni. — Ég þekki eitt ráð til að hjálpa þer. Það er hægt að fela þennan ljóta blett. — Gerðu það þá, mamma. Þú mátt taka alla smápeningana mína, ef þú getur falið naglana, svo a-f-i sjái þá ekki. Mamma fór inn í stofu og kom aftur með fallega Kristmynd, sem hún hengdi yfir ljóta ferhyrninginn. Myndin var það stór, að hún huldi bæði naglana og hamarsförin. — Hvað segir þú nú? Hún klappaði drengn- um á kinnina. Bjarni brosti gegnum tárin. — Þetta verður langtum fínna en það hefur nokkurntíma áður verið. En hve það var gott, að við höfðum þessa mynd. — Myndin hefur nokkuð að segja þér, get- ur þú getið þess til, hvað það er? — Hún segir, að þegar við komum til Jesú með syndir okkar, þá sér Guð þær ekki. — Það er þá gott, að við eigum frelsara, L J DSBERI N N 135

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.