Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 34

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 34
jólasveinar, en aðstoðarmennirnir eru i hvitum serkjum, með pappagrímur og langa pípuhatta. r Jólasiðir í öðniin lwndiim i( V. / Margir undarlegir siðir hafa myndast um jólahald víðsvegar um lönd. Það er gaman að heyra ofurlítið um þá siði. Þeir eru margir œrið ólíkir íslenzkum jólasiðum. 4 Holland Á aðfangadag þvo börnin tréskóna sína, fylla þá af heyi og setja þá fyrir utan dyrnar hjá sér fyrir hesta Sánkti Nikulásar eða jóla- sveinsins. Næsta morgun er heyið horfið úr skónum, og þeir eru orðnir fullir af leikföng- um og sælgæti. Frakkland í Frakkalndi heitir jólasveinninn, sem heim- sækir börnin, „Bonhomme Noél“. Hann kemur niður um skorsteininn á jólanóttina. Börnin eiga að raða skónum sínum fyrir framan arininn, og um morguninn eiga þeir að vera orðnir fullir af gjöfum. 4 Mexíkó í Mexíkó er siður að halda jólaboð á hverju kvöldi níu daga fyrir jól. Jólamátíðin hefst klukkan 10 á aðfangadagskvöld. Uppáhalds leikur barnanna er þannig, að hengd er upp í herberginu stór karfa full af ávöxtum. Bundið er fyrir augun á einu barninu og því er fengið prik í hönd. Með prikinu á það að reyna að hvolfa ávöxtunum úr körfunni. Þegar ávext- irnir detta á gólfið, rjúka allir upp til handa og fóta. Italía Á nær hverju heimili í ítalíu er búin til jata með mynd af Jesúbarninu, Maríu mey, Jósef, englunum og hirðunum. Stundum eru þessar myndir haglega skornar í tré og ganga þá oft í arf kynslóð eftir kynslóð. Gjöfum til allra í fjölskyldunni er komið fyrir í stórri krukku. Sumir pakkarnir eru ekkert nema umbúðirnar — í gamni gert, — en allir fá einhverja smá- gjöf áður en lýkur. 4 Sviss Svissnesku börnin kalla jólasveininn „Sami- chlaus'1. Hann þrammar um göturnar með að- stoðarmenn sína. Þeir kringja bjöllum og blása í lúðra. Samichlaus er líkt búinn og aðrir Bandarikin Santa Kláus ekur þar um í hreindýrasleða. Hann á annríkt á jólanótt. Þá þarf hann að koma á hvert heimili og skila gjöfunum. Þar byrja jólin á jóladag en ekki á aðfangadags- kvöld eins og hjá okkur. Annars eru margir jólasiðir þar svipaðir og hér. 4 England í Englandi eru jólin haldin með miklum glaum og gleði. Þar er siður að skreyta hýbýli með mistilteini og jólarós. — Á jólakvöldið fara söngvarar um bæina og syngja jólasálma fyrir dyrum úti. Börnin hengja upp sokkana sína fyrir jólagjafirnar, sem jólasveinninn kemur með. ♦ SVÖR ♦ SVÖR VIÐ KROSSGÁTU í NÓVEMBERBLAÐI: Lárétt: 1 sendill, 7 afi, 8 fái, 9 LF, 10 þys, 11 bær, 13 rör, 14 þá, 15 fór, 16 þur, 17 æsku- þrá. Lóðrétt: 1 salt, 2 eff, 3 ný, 4 yfir, 5 lás, 6 Lí, 10 þær, 11 börk, 12 fará, 13 rós, 14 þur, 15 fæ, 16 ÞÞ. SVÖR VIÐ HEILABROTUM Á BLS. 141: Hvað mundir þú gera? Ég mundi kveikja fyrst á eldspýtunni. Gizkaðu á: 1. 200 kg. — 2. 20 km. — 3. ca. 19000 — 4. ca. 200 km. — 5. Róm. — 6. 16 tíma. Spurning og svör: 1 strúturinn, — 2 H. C. Andersen, — 3 Melbourne, — 4 Arkímedes, — 5 Thomas Alva Edison, — 6 Kanada, — 7 úlfaldinn, — 8 leðurblakan, — 9 Ólafur kon- ungur Tryggvason í Svoldursorustu. Hvernig stóð á því? — Smith var dvergur og náði ekki nema upp á 5. takka í lyftunni. SVÖR VIÐ KROSSGÁTU I ÞESSU BLADI: Lárétt: 1 Halldór, 7 afl, 8 Óla, 9 ný, 10 Ari, 11 asi, 13 oft, 14 fá, 15 afl, 16 sól, 17 utan frá. Lóðrétt: 1 hann, 2 afi, 3 LL, 4 Dóri, 5 Óli, 6 rá, 10 ást, 11 afla, 12 sala, 13 oft, 14 fór, 15 au, 16 SF. ,___________ LJDEBERINN ____________________ Barna- og unglingablað mcð myndum. — útgefandi 'er útgáfunefnd Ljósberans. Ritstjóri er Ástráður Sigursteindórsson, kennari. Utanúskrift cr Ljós- berinn, Pósthólf 276, Rvík. Formaður útgáfunefndar er ólafur ólafsson, Ás- vallagötu 13, sími 3427; annast liann afgreiðslu blaðsins ásamt Guðmundi Agnarssyni. Ljósberinn kemur út sem svarar 12 síðu blaði a rnánuði, þar af tvöfalt sumarblað og þrefalt jóla- blað. Áskriftargjald kr. 25.00. Gjalddagi cftir út- komu fyrsta blaðs ár livert. Prentaður í Félagsprentsmiðjunni li.f. v.__________________________________________j 142 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.