Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 32

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 32
leg óhljóð. Fú Benn reis úr sæti til þess að geta séð þetta allt betur. Þá sá hann hvar maður kom inn úr hliðar- dyrum. Hann var í svörtum kjól síðum, mjög einkennilegum. En hver var maðurinn? Þetta gat enginn annar verið en Ljó, gamli trú- boðinn, vinur hans! Hann sá í sömu svipan, að allir fóru að blaða í bók, og viti menn, allt í einu voru allir farnir að syngja. Sessunautur hans hallaði sér að honum, svo að hann gæti séð á bókina. Fú Benn skildi ekkert, en lét þó ekki á því bera. Þegar búið var að syngja, sá Fú Benn, að Ljó prestur gekk upp lágan stiga og tók sér stöðu í djúpum kassa, sem stóð upp á enda og virtist hanga á veggnum. Hann spennti greipar, eins og hann var vanur, og fór að biðja. Fú Benn spenti líka greipar og skildi nú hvert orð. Og þegar gamli maðurinn fór að prédika, fannst Fú Benn eins og hvert orð væri til sín talað: Mennirnir hafa syndgað gegn Guði, þess vegna er heimurinn fullur af óréttlæti og þjáningum. Þess vegna hafa menn hjáguði og hugsa illt í hjarta sínu, hata og öfunda hvern annan. — Allt stóð heima, um hann, Fú Benn. Það vissi hann bezt sjálfur. Hann hafði verið hjáguðadýrk- andi. Hann hataði Lástaða feðga og óskaði þeim versta ófarnaðar. Og nú fékk hann að heyra hvernig færi fyrir öllum, sem lifa og deyja í syndum sínum. „Eftir dauðann kem- ur dómurinn.“ —- En Guð er miskunnsamur, hrópaði Ljó prestur út yfir söfnuðinn. Hann elskar synd- ara. Hann sendi í heiminn son sinn til þess að frelsa oss frá öllu óréttlæti. Öllum, sem tóku við honum, Drottni Jesú Kristi, gaf hann rétt til þess að verða Guðs börn. Fú Benn fannst einnig þetta ver til sín talað. Ósjálfrátt spennti hann aftur greipar og hvíslaði: — Frelsa þú mig, Drottin Jesús. Frelsa mig og Vang Lí. Þegar hann leit upp, var ræðunni lokið. En um hvað var presturinn að spyrja? — Er nokkur hér, sagði hann. Er nokkur hér, sem vill taka við Jesú sem frelsara sín- um? Fú Benn gleymdi öllum hátíðlegheitum. Hann reis úr sæti sínu og horfði upp til vinar sins í ræðustólnum og kallaði til hans: — Já, það vil ég. Ég vil biðja hann að frelsa mig. — Guð blessi þig, góði vinur, svaraði Ljó. Jesús mun ekki hrinda þér frá sér. Látum oss þakka og biðja. Margir tóku undir bæn prestsins upphátt. Maðurinn, sem sat við hliðina á Fú Benn, sat álútur með lokuð augu. — Þökk sé þér, Drottinn Jesús. Þökk sé þér fyrir, að þú tekur við öllum, sem þín leita. Fú Benn fannst eins og þungu fargi væri af honum létt. Hann var hér meðal ókunnra vina, sem vildu honum vel og báðu fyrir honum. Og hann fór sjálfur aftur að biðja. Því lengur sem hann bað, því glaðari varð hann og öruggari um, að .nú væri hann undir vernd og stjórn almáttugs Guðs og þyrfti ekki að hafa áhyggjur út af neinu. Margir urðu til þess að heilsa upp á hann í lok samkomunnar, en enginn jafn innilega og Ljó. Gisthúshaldarinn bauð þeim báðum til miðdegisverðar. Af öllum þeim nýju kunningjum, sem Fú Benn eignaðist við kirkjuna, var bóndi einn honum til mestrar ánægju. — Friður sé með þér, sagði Fú Benn. Ert þú líka sveitamaður? Ég hélt að hér væru engir bændur. Maðurinn brosti og settist hjá Fú Benn. — Ég er líka bóndi, sagði hann. Ég á hrís- grjónaakur rétt hjá pagódanum (turninum). Og við erum hér fleiri bændur, sem eru kristnir. — En hvernig getið þið haldið hvíldar- daginn heilagan? Verður ekki miklu minni uppskera hjá ykkur en öðrum? — Hvíldardagurinn er gjöf Guðs. Allar gjafir hans áuðga. Hér varð ég kristinn fyrir nokkrum árum, eftir að hafa hlustað á Ljó prest og notið fræðslu hjá honum. Þá voru allir á mínu heimili mér andvígir. En nú er öll mín fjölskylda kristin. Maðurinn bjóst nú til heimferðar. Ég verð að fara, sagði hann. Það gleður mig, að þú tókst ákvörðun þína í dag. Treystu Drottni Jesú og þá mun vel fara. Frh. -------♦--------- 140 LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.