Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 12
Albert Schweitzer Hann er doktor í fjórum vísindagreinum. ★ Einn mesti orgelleikari í heimi. ★ Fékk friðarverðlaun Nóbels. ★ Kristniboði í Afríku í 40 ár. Nú skuluð þig fá að heyra sögu um mann- inn, sem margir telja einn fjölhæfasta snill- ing vorra tíma. En þegar hann var ungur, fékk hann köllun til að þjóna öðrum, og hann hefur með einstakri trúfesti og fórnfýsi þjón- að þeirri köllun alla æfi. Albert Schweitzer fæddist 14. janúar 1875 í Elsass, sem Frakkar höfðu orðið að láta af hendi við Þjóðverja 1871. Faðir hans var prestur í litlu þorpi, þar ólst hann upp á góðu heimili og átti bjarta bernskudaga. Strax í bernsku sýndi hann ríka samúð með öllum, sem bágt áttu. Eitt sinn var hann með öðrum börnum að hæða Gyðing nokkurn, sem öðru hvoru lagði leið sína um þorpið. En brátt sá hann eftir tiltæki sínu og gerðist síðar góður vinur Gyðingsins. Einu sinni sá hann gamlan, haltan hest barinn hrottalega. Hann lýsti því síðar, hvern- ig sú mynd hefði hvað eftir annað komið aftur fram í huga hans og vakið þar hryllingu. Áður en Albert litli komst á skólaaldur, hafði hann notið tilsagnar í hljóðfæraleik. Níu ára gamall var hann orðinn það fær, að hann var fenginn til að leika á kirkjuorgelið við guðsþjón- ustu. Síðar komst hann það langt á þeirri braut, að hann var talinn einn af mestu org- elsnillingum nútímans. Er hann hafði lokið stúd- entsprófi, tók hann að lesa guðfræði með það fyrir aug- um að gerast prestur. En jafnframt lagði hann stund á heimspeki og lauk á skömm- um tíma háskólaprófi í báð- um þessum greinum. Árið 1899 tók hann doktorspróf i heimspeki, og síðar varð hann líka doktor í guðfræði og tónlist. Árið, sem hann varð doktor í heimspeki, gerðist hann prestur í Strassburg, og árið 1903 varð hann há- skólakennari í guðfræði þar í borg. Á Ogowefljótinu. 120 LJÚSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.