Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 24
Pabbi þinn verður áreiðanlega þreyttur eftir
langt dagsverk.
— Já, mamma, svaraði Jim.
Hann gleymdi því, hve þreyttur hann var
sjálfur. Hann þreif öxina og fór út.
Langur tími leið.
— Við ættum að fara að drekka teið, Jim.
Pabbi þinn hefur tafizt eitthvað. Hann er
aldrei vanur að koma svona seint heim.
Stormurinn var aftur tekinn að hvína úti.
Mamma var óvenju föl í kinnum í kvöld.
Það hlaut að hafa komið eitthvað fyrir Ike.
Það voru margar mílur til næsta bæjar og i
slíku veðri sem í kvöld var ógerningur að
sækja hjálp. En hefði maður hennar orðið
fyrir einhverju slysi, yrði hann örendur áður
en dagur rynni.
— Hvað er þetta Jim? spurði hún allt í
einu.
— Það hlýtur að vera hundur úti, svaraði
Jim. Hann hafði ekki tekið gjörla eftir hljóð-
inu. Hann var svo niður sokkinn við að borða.
Nú lagði hann við hlutsir.
— Þetta er Hvíti-refur, mamma. Þetta
hljóð mundi ég þekkja hvar sem væri.
Hann spratt á fætur og flýtti sér til dyra.
Hann bjóst við, að pabbi væri að koma. En
enginn pabbi svaraði, er hann hrópaði út í
myrkrið. Stórt loðið dýr stökk glefsandi upp
um hann.
— Leggstu niður, seppi, leggstu! Hvar er
pabbi?
En hundurinn svaraði engu öðru en ýlfri,
sem átti að þýða:
— Komdu með mér!
Hvíti-refur hafði verið forystuhundur í
þrjú ár.
— Mamma, þetta er Hvíti-refur. Hann er
kominn aktýgjalaus. Ég ætla að skreppa út
og gá hvort ég sé hina hundana.
— Jim kom brátt inn aftur.
— Þeir eru allir komnir heim nema Curley.
Þeir eru með aktýgin á sér en hafa greini-
lega nagað í sundur sleðaólarnar. Pabbi hlýt-
ur að vera eftir einhvers staðar úti í skógi.
Enn hvar er Curley? Hvers vegna er hann
ekki með hinum?
Mömmu brá svo við þessar fréttir, að
minnstu munaði, að hún hnigi niður. Enga
hjálp var hægt að fá, og sjálf gat hún ekki
komist svo mikið sem fáa metra frá bænum
í þessum byl og 20 stiga frosti. Jim var
úrvinda af þreytu, og auk þess var hann
alltof ungur til þess að geta nokkuð að gert
undir slíkum kringustæðum. Hann gæti tekið
við störfunum heima. Það væri því óráð að
láta hann fara út í tvísýnu.
Jim hafði gefið' hundunum að éta. En
hann var ekki fyrr kominn inn en tekið var
að krafsa aftur við dyrnar. Ýlfrið úti gaf
greinilega til kynna, að skepnan var ekki
ánægð. Það var eitthvað, sem hún vildi.
Jim fór aftur út í dyrnar. Snjórinn þyrl-
aðist inn, er hann opnaði. í dyragættinni stóð
stóri loðni hundurinn. Jim var nú ekki í
neinum vafa um hvað hann vildi.
— Hann vill fá mig út með sér, mamma!
kallaði Jim inn til mömmu sinnar. Hvað á
ég að gera? Ég er viss um, að hann vill fá
mig til að hjálpa pabba heim.
— Komdu inn Jim svaraði hún. Mér finnst
ég ekki geta látið þig fara. Þið pabbi þinn
eruð allt, sem ég á á þessari jörð, ef þú
verður líka úti get ég ekki lifað það af.
Nú varð allt hljótt um stund. En eftir
andartak heyrðist aftur sama ýlfrið í hund-
inum. Hvíti-refur ætlaði ekki að gefast upp
við skilaboðin, þó að honum hafi verið neitað
um áheyrn.
Enn varð hljótt. Svo heyrðist enn á ný
sama ýlfrið, og glöggt móðureyrað þóttist
greina skýr vonbrigði í hljóðinu.
Hún gat ekki orða bundist lengur.
— Þú verður að fara, Jim, það er ekki
annað hægt. Annars mun þetta ýlfur kveða
við í eyrum mér á meðan ég lifi. Klæddu þig
nú vel, drengurinn minn, taktu luktina hans
pabba þíns og Guð veri með þér! Ég þarf
víst hvort eð er ekki að bíða lengi, ef þú
kemur ekki aftur.
Jim var langt kominn að klæða sig í ferða-
fötin, er mamma hans þagnaði. Hún tók nú
til ýmislegt smávegis, sem nauðsynlegt var að
hafa með sér, ef slys hefði borið að höndum.
Jim var komin út í dyrnar.
— Kysstu mig ennþá einu sinni áður en
þú ferð. Þetta er ef til vill í síðasta skipti,
sem ég sé þig. Nú skulum við krjúpa á kné
og biðja Guð, sem elskar þig enn meir en ég
get elskað, að vera með þér í nótt og leiða
þig heim aftur ásamt föður þínum.
Loks lokuðust dyrnar á eftir drengnum.
132
LJDSBERINN