Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 3
Góðu hirðarnir í Betlehem ycjcji/aóon. i ennara Á hverjum jólum eru það sömu, fallegu myndirnar, sem ber fyrir augu okkar, þegar við heyrum jólaguðspjallið. María og Jósef á leið frá Nazaret til Betlehem, fjöldi fólks á ferð með ys og þys, þröng á 'gistihúsum, ekk- ert sæmilegt húsnæði fáanlegt. Síðan sjáum við ungbarnið í reyfum liggj- andi í jötu. Næturhiminninn hvelfist yfir með ótal stjörnum, skærum og blikandi. Og augu okkar líða einnig út yfir landið fyrir utan Betlehem, þar sem eru margar kindur í fjárbyrgjum og fjárhirðar, sem gæta þeirra. Allt í einu birtist skínandi engill og stend- ur hjá þessum mönnum, og við sjáum greini- lega við hina ljómandi birtu frá englinum, að það glampar á alskeggjuð andlit fjárhirð- anna svo greinilega, að við sjáum, hvernig hræðslusvipur kemur á þá og þeir hrökkva við. í þessari engilbirtu sjáum við greinilega, hvernig gróf og klunnaleg föt fjárhirðanna druslast og flaksast til þegar þeir hreyfa sig. Þeir eru langt frá því að vera fínt búnir, þessir Austurlanda fjárhirðar, sem engillinn er sendur til að tala við. Samt stendur hann alveg hjá þeim svo dýrðlegur á svip. Hann reynir að hugga þá og biður þá að vera ekki hræddir, hann sé einmitt kominn til að flytja þeim mikinn fögnuð. Og hræðsl- an fer af fjárhirðunum. Þeir hlusta á engil- inn alveg kyrrir: Ég flyt yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Því að yður er í dag frels- ari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs. Þessi skilaboð segir engillinn mjög skýrt, en hann veit, að hirðarnir vilja sannfærast sem allra bezt um þetta, og hann kennir þeim ráð til þess. Ef þeir fara til Betlehem, (en það var borgin, sem Davíð konungur var ætt- aður frá) þá munu þeir finna ungbarn reyf- að og liggjandi í jötu. Nú líta hirðarnir allt í einu til himins, því að fjöldi engla birtist í miklum ljóma og lof- syngja Guði. Síðan hverfa þeir aftur. Hirðarnir skilja nú kindurnar sínar eftir, og við sjáum þá hlaupa allt hvað af tekur, því að fjárhirðar eru léttir á fæti. Þeir finna allt, sem engillinn vísaði þeim á. Og nú sjáum við, þegar þeir fara inn í hús eða helli, þar sem nýfædda barnið var. Það er dálítið ljós inni, og hirðarnir gægjast með undrun og lotningu þangað, sem barnið liggur í jötunni. Þeir segja frá því, að þeir hafi komið til að sjá barnið, af því að engillinn hafi sagt þeim frá því, að frelsarinn væri fæddur og vísað þeim á staðinn. Og María og Jósef verða bæði hissa og glöð út af þessu. Síðan sjáum við hirðana fara út fyrir bæ- inn til kindanna sinna. Þeir voru svo innilega glaðir, og ef einhver hefði verið á gangi um nóttina og mætt þeim, hefði hann stanzað og horft undrandi á þessa einkennilegu menn og hlustað á fagnaðarlofsöng þeirra, en ekk- ert skilið í, hvers vegna þeir voru svona glaðir. En hvernig skyldi standa á því, að Guð skyldi einmitt senda engil sinn til fjárhirða, svo að þeir yrðu fyrstir til að heyra um fæð- ingu frelsarans? LJDSBERINN 111

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.