Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 28

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 28
uppskeru hjá þeim, sem ekki náðu vatni á akrana í þurrkatíð. Og þeir notuðu sér það, voru ekkert að hraða sér með sölu, þegar verð hækkaði dag frá degi. Ekki var vonlaust um, að hægt yrði að kaupa akra ódýru verði, þegar hungrið var farið að sverfa að á bæj- unum og engir peningar eftir til kaupa á dýrri matvöru. Fú Benn hugkvæmdist að leita fyrir sér um sölu á nautinu á einum þeirra bæja, sem næst- ir voru ánni. Á fyrsta bænum, sem hann kom til, var honum vel tekið. Hann spurði bónd- an, hvort hann þyrfti ekki á góðum dráttar- uxa að halda. Bóndi svaraði því til, að hann hefði ágætan uxa, en nefndi það auðvitað ekki, að hann var orðinn svo gamall, að á- kveðið hafði verið að slátra honum með haustinu. Eftir að hafa rætt málið fram og aftur varð það ofan á, að bóndinn fór með Fú Benn til þess að líta á uxann. Þeir voru sveitungar og höfðu oft talast við áður og farið vel á með þeim. Er þeir nú voru orðnir tveir einir, sagði Fú Benn honum frá erfiðleikum sínum. — Það er ekkert spaug að eiga í brösum við feðgana á Lástöðum, sagði bóndinn. Þeir eru ekki lamb að. leika sér við. Það er svo sem ýmislegt á seyði hérna í sveitinni. — Er þér kunnugt um nokkuð? — Fleira en frá verði sagt. Eg hef mínar áhyggjur. Eg hef selt dálítið af uppskerunni, en nú er enginn óhultur, sem hefur peninga undir höndum. Ránið í pappírsverzluninni hefur ekki enn verið upplýst. Það er bezt, að ég kaupi nautið af þér og losi mig við silfrið. — Það verður þá okkur báðum til gagns? sagði Bjarni. Það kom nýtt bros á andlit hans, þegar hann sá, að mamma spennti greipar. Þá gerði hann eins. Honum fannst hann þurfa að þakka Guði fyrir, að hann sendi son sinn til jarðarinnar. Það var komin jólagleði í drengshjartað. W---Vt-0 —7TT-' — Já, ekki veitir af að hjálpast að, því nú fara erfiðir tímar í hönd. — Hjá þér eru góðar uppskeruhorfur. — Já, það er einhvers staðar verra. Nú eru margir hræddir um sig. — Hræddir við skort og hungur? — Það er hætt við því. Beðið hefur verið og fórnað til guðanna nær því á hverjum bæ. En það virðist ekki ætla að koma að neinu gagni. — Eg er hættur að trúa á guðina. Eg er farinn að biðja til hins himneska föðurs. Bóndinn starði undrandi á hann eins og hann tryði ekki, að Fú Benn væri þetta al- vara. . — Ert þú farinn að trúa þessari útlendu kenningu? — Já. Hjá mér hefur dvalið gestur um tíma. Hann heitir Ljó, og ég hefi lært mikið hjá honum. — Hann hefur líka komið við hjá mér nokkrum sinnum, en nú er hann líklega far- inn héðan úr dalnum. — Segirðu, að hann sé farinn? Fú Benn varð mikið um þá frétt. Máske væru báðir trúboðarnir farnir frá drengnum. Hvað gat hafa komið fyrir? Hann gekk svo hratt, að maðurinn átti erfitt með að fylgjast með honum. Loks nálguðust þeir bæinn. — Hér eru kofarnir mínir, sagði Fú Benn. Og þarna —. Fú Benn brá hendi fyrir augun sem snögg- vast. Hann hafði komið auga á tvo menn hjá dælunni. Honum virtist hann kannast við annan þeirra. — Vang Lí, hrópaði hann og gekk nú enn hraðara. — Vang Lí, ætlar þú ekki að koma á móti okkur? Vang Lí varð frá sér numinn af gleði, er hann sá föður sinn. En hann lét þó ekki á því bera, af því að hann sá, að ókunnur mað- ur var í fylgd með honum. — Pabbi, hvíslaði hann. Hver er með þéi’? i:i6 LJ □SEHRINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.