Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 23
JIM OG HVÍTI-REFIJR Jólasaga frá Labrador WilfJ QrJe Jim var 14 ára, er saga þessi gerðist. En hann var stór og sterkur og bar af flestum jafnöldrum sínum. Faðir hans hét Ike. Hann hafði kennt hon- um ýmsa gagnlega hluti, t. d. að höggva aftur og aftur nákvæmlega í sama axarfarið og að hnýta hnúta, sem hvorki tognaði á né raknaði úr. Þetta gerðist um miðvetrarleytið. Kafsnjór var yfir öllu, aðeins trjátopparnir stóðu upp úr fönninni. Úti á heiðunum hafði stormurinn barið snjóinn saman í þétta skafla. Þar var enginn vandi að fara um með hundasleðana. En inni í skóginum var snjórinn laus og mjög illur yfirferðar. Ike fór oft í langar veiðiferðir í leit að loðdýrum og var þá dögum saman að heim- an. En þess á milli fór hann inn í skóginn og hjó við í eldinn. Það var í einni slíkri skógarför, að þetta gerðist. Það var komið undir jól. Ike gamli hafði farið af stað fyrir dögun eins og hann var vanur. Hann var á sleða með sex sterkum hundum fyrir. Veður var fremur gott þennan dag. Jim hafði fengið að fara til að líta eftir snörunum sínum. Það, sem hann fékk fyrir skinn af dýrunum, sem hann veiddi sjálfur, geymdi hann í sokkbol. Hann ætlaði að safna sér fyrir riffli og veiðiútbúnaði. Dagurinn er stuttur í Labrador um þetta leyti árs. Þegar Jim nálgaðist bæinn heima var orðið dimmt. Undanfarið hafði verið vont veður. Það mátti nú heita komið logn, en það var komin þétt drífa, svo að hann sá skammt framundan'sér. Hann var því feginn að sjá ljósið heim í gegn um bylinn. Jim lét þreytuna ekki á sig fá, né heldur þungu byrðina, sem hann bar á bakinu. Fyrir tveim dögum hafði hann komið auga á óvenjuleg spor í snjónum. Þau lágu niður að ánni og hurfu þar. Það var ekki um að villast, þarna hafði verið bjór á ferðinni. í dag hafði hann haft hamingjuna með sér og nú bar hann heim fyrsta bjórinn, sem hann hafði veitt um æfina. En hve pabbi og mamma mundu verða glöð! Það yrði notalegt að sitja við heitan arininn í kvöld, á meðan snjórinn lemdi bæinn, og segja frá veiðinni. Það fór eins og hann bjóst við. Mamma tók alúðlega á móti honum, er hann opnaði dyrnar. En hvers vegna var hún svona ó- venju fegin komu hans? Hún hafði verið svo kvíðin ein heima. Nú var þá að minnsta kosti annar karlmannanna kominn heim. Rakel, móðir hans, var ekki lengur þrek- mikil kona. Heilsan og kraftarnir höfðu dvínað með aldrinum. — Hafðu fataskipti Jim. Ég ætla að láta te á borðið, áður en pabbi þinn kemur heim. Þú ættir annars að höggva svolítið meiri eldivið. Við þurfum að hafa hlýtt í kvöld. LJ ÓSSERINN 131

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.