Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 25
Jim fann aukaaktýgi og batt þau á Hvíta-
ref. Því næst kallaði hann á hina hundana og
hélt af stað. Hann vissi ekkert hvert hann
átti að halda, og því lét hann hundana ráða
ferðinni. Hann hélt í taumana og fylgdi hund-
unum eftir.
Til allrar hamingju voru ekki nema 4 km.
þangað, sem Ike var vanur að fara til skógar-
höggs þennan vetur. En inni í skóginum var
snjórinn laus og illur yfirferðar.
Jim treysti Hvíta-ref algjörlega. Honum
fannst sjálfsagt að hundurinn vissi bezt,
hvað gera skyldi og gæti hann fylgt honum
eftir væri öllu borgið. . . .
Aftur og aftur festist hann í sköflunum,
og bjóst hann hvað eftir annað við, að
öllu væri lokið. Hann var orðinn örmagna
af þreytu, og það var erfitt að standast freist-
inguna að hvíla sig rétt aðeins andartak. Það
var eins og Hvíti-refur skildi hættuna, sem
drengurinn var í. Þegar Jim festist í sköfl-
unum reyndi hann að troða snjóinn í kring
um hann, svo að hann ætti auðveldara með að
brjóta sér leið áfram.
Ekkert hljóð heyrðist annað en þyturinn
í storminum.
Allt í einu heyrðist greinileg hundgá skammt
undan. Hvíti-refur tók svo mikið viðbragð,
að Jim missti fótanna og datt kylliflatur í
snjóinn. Hann lét það ekki á sig fá. Þar var
Curley, sem var að gelta! Hann reis á fætur
aftur og hrópaði af öllum mætti:
— Pabbi, pabbi!
Eina svarið, sem hann fékk var samstillt
ýlfur hundanna og þyturinn í storminum.
Nú vissi Jim ekki, hvað til bragðs skyldi
taka. Þá kom Hvíti-refur enn til hjálpar.
Hann dró drenginn með sér inn á milli trjánna
og tók að krafsa í snjóinn. Jim fylgdist með
honum, og honum var órótt innanbrjósts.
En brátt lá hann á hnjánum við hlið pabba
síns.
— Pabbi, pabbi, það er ég! Það er Jim.
Ekkert svar. En hann andaði, það var
alveg greinilegt. Hann var heldur ekki al-
veg kaldur að minnsta kosti ekki þar sem
Curley hafði legið upp við hann. Það var að-
eins eitt ráð til bjargar. Tækist honum að
finna sleðann, væri ef til vill von um, að
hægt yrði að bjarga pabba.
Honum kom til hugar, að hundurinn kynni
enn að vera bundinn við sleðann. Hann tók
að róta í snjónum, og eftir stutta stund fann
hann annan kjálkann á sleðanum.
Það tók Jim víst heilan klukkutíma, að
grafaupp sleðann ogkoma meðvitundarlausum
föður sínum fyrir á honum. Hann batt hann
vandlega, svo að hann dytti ekki af á leið-
inni og brauzt því næst af stað.
Það er ekki á neins manns færi að stöðva
hunda með sleða, sem eru á heimleið um
þetta leyti sólarhrings. Jim þurfti að hafa
sig allan við að halda sleðanum á réttum
kili. Það tókst, og undir dögun vaknaði Rakel
við hundgá úti. Hún hljóp út i myrkrið á
móti þeim og laut yfir manninn sinn með-
vitunarlausan á sleðanum. Nú þurfti hún að
taka á öllu, sem hún átti til.
Þegai- Jim sá, að stsirf hans hafði borið
árangur, óx honum kraftur. Hann tók til
óspilltra málanna að stumra yfir föður sín-
um. Þau hlýjuðu honum og helltu volgum
drykk á milli vara hans. Eftir dálitla stund
opnaði hann augun og brosti til þeirra. Hann
þekkti þau aftur!
Ike hresstist brátt. Fyrir frábæra vizku
Hvíta-refs og dugnað Jims, fékk fjölskyldan
að halda saman gleðileg jól.
LJDSBERINN
133