Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 12
pmgsefmmj(irr»r)íi Vigfúsar Sigurðmnar jorseta Landssambands iðnaðarmanna. Hæstvirtur iðnaðarmálaráðherra, háttvirtir iðnþingsmenn, virðulegir gestir. Ég leyfi mér að bjóða yður öll hjartanlega velkomin til setningar 29. Iðnþings Islendinga, sem haldið verður hér í Reykjavík dagana 27. til 30. þessa mánaðar. Þá iðnþingmenn, sem mæta nú í fyrsta sinn á iðn- þingi, býð ég sérstaklega velkomna og vona, að þeir finni sér verkefni við hlið eldri þingmanna og samein- ist þcim í að leysa þau mál, sem fyrir iðnþingi liggja. Frá því að síðasta iðnþing var haldið hefur enn ver- ið höggvið skarð í raðir þeirra, sem setið hafa á iðn- þingum. Þorsteinn Daníelsson, skipasmíðameistari, lézt hinn 21. ágúst s.l., 64 ára að aldri. Hann var fæddur 18. apríl 1903, sonur hins þekkta skipasmíðameistara Dan- els heitins Þorsteinssonar og konu hans, Guðrúnar Egilsdóttur. Þorsteinn lærði skipasmíði hjá föður sínum og stundaði þá iðn ætíð síðan og eftir lát föður síns stjórn- aði hann ásamt öðrum fyrirtækinu Daníel Þorsteinsson & Co. af miklum dugnaði og fyrirhyggju. Hann var frábær fagmaður og eftirsóttur af þeim, sem viðskipti höfðu við hann. Hann kenndi skipasmíðanemum teikningu í Iðnskólanum hér í Reykjavík, hafði hann mikla ánægju af því starfi. Hann var virtur og vel met- inn af samstarfsmönnum og stéttarbræðrum og starfaði mikið fyrir þeirra hönd. Hann var einn af stofnendum Félags íslenzkra dráttarbrautareigenda og ávallt í stjórn þess félags, hann átti sæti á Iðnþingum fyrir félagið og sat síðasta Iðnþing. Ég vil biðja viðstadda að votta hinum látna virðingu sína með því að rísa úr sæti. Þann 10. marz s.l. varð stórbruni hér í Reykjavík. Eldur varð laus í húsinu Lækjargötu 12, eldurinn læsti sig á örskammri stundu í næstu hús, svo ekki varð við ráðið, þar á meðal í Iðnaðarbankabygginguna. Þrjú hús brunnu alveg og allt sem brunnið gat á fjórum hæðum Iðnaðarbankahússins, þar á meðal húsnæði Landssambands iðnaðarmanna á fjórðu hæð. Brann þar allt innbú Landssambandsins, skjöl og bækur, m.a. fundargerðarbækur allar. Er þetta vissulega mikið tjón fyrir Landssambandið bæði fjárhagslega, en þó Vigfús Sigurdsson. fyrst og fremst missir dýrmætra og sögulegra gagna, sem sambandið átti. Tjón þetta verður aldrei bætt að fullu, en unnið er að öflun ýmissra gagna, sem fyrir finnast ef takast mætti að bæta tjónið að nokkru. Ég vil við þetta tækifæri þakka öllum þeim aðilum, innan Landssambandsins og utan, sem á einn eða ann- an hátt komu Landssambandinu til aðstoðar eftir brun- ann, með því að láta í té margvísleg gögn, sem glöt- uðust, og á ýmsan annan hátt. Sérstaklega vil ég færa Meistarasambandi byggingamanna þakkir fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir skrifstofu Landssambandsins og Málarameistarafélagi Reykjavíkur fyrir afnot af fund- arherbergi, en Landssambandinu hefur verið sköpuð ágæt aðstaða hjá þessum samtökum á meðan endur- bygging Iðnaðarbankahússins fer fram. Á því tímabili, sem liðið er frá síðasta Iðnþingi hafa vissulega orðið mikil umskipti, til hins verra í at- vinnumálum landsmanna. 1 staðinn fyrir mikla aukn- ingu þjóðartekna undanfarin ár, er nú talið að um verulegan samdrátt sé að ræða á þessu ári. Fyrir ári síðan var að vísu orðið nokkuð verðfall á útflutningsafurðum, en sjávarafli var meiri en nokkurn tíma áður og ekki farið að gæta að ráði afleiðinganna af verðfallinu. Verðlag hækkaði mjög innanlands og um leið allur framleiðslukostnaður en um haustið voru sett á lög um verðstöðvun til að mæta að nokkru ískyggilegu útliti, á þessu ári hefur svo bæzt við aflatregða bæði á vetrarvertíð og á síldveiðunum í sumar. Afleiðingarnar eru ekki fyllilega enn séðar og þau ráð ekki kunn, sem notuð verða til að mæta þeim. Þessir erfiðleikar hafa vissulega ekki farið framhjá 116 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.