Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 13
iðnaðinum í landinu, en fleira kemur þar til en afla- brestur og verðfall á sjávarafurðum. Eins og kunnugt er hefur verð útflutningsafurða og verð á landbúnaðarvöru verið greitt niður allverulega. Er þetta að sjálfsögðu gert af illri nauðsyn, því annars væri varan óseljanleg erlendis. Auk þess nýtur land- búnaður þeirrar verndar að samkeppni erlendis frá er engin því innflutningur landbúnaðarafurða er ekki leyfður. Iðnaðurinn, sem þó brauðfæðir um eða yfir Va landsmanna og tekur við miklum hluta af árlegri fólks- fjölgun í landinu, nýtur ekki slíkrar verndar og fær ekki bættan upp sífellt aukinn framleiðslukostnað. Þess í stað flæðir inn í landið í vaxandi mæli er- lendur iðnvarningur, sem framleiddur er við allt önn- ur og betri skilyrði en hér eru fyrir hendi. Erlendis er framleitt fyrir stóra markaði, svo hægt er að fullnýta fullkomnustu og fljótvirkustu vélar við framleiðsluna svo framleiðslukostnaður hverrar ein- ingar verður í lágmarki. Hér er aðeins smár innanlandsmarkaður og svo til enginn útflutningur á iðnaðarvörum og því ekki grund- völlur fyrir að nota hinar fullkomnustu vélar, af þeirri einföldu ástæðu, að þær afkasta á nokkrum dögum því sem hægt er að selja á árinu, og þess vegna verður nýting vélanna lítil en kostnaðurinn af henni fellur á þessa litlu framleiðslu, sem verður um leið allt of dýr miðað við innflutta vöru. Fleira kemur til, tollar á efnivöru til iðnaðar eru óviðunandi háir, í einstökum tilfellum eru þeir eins háir og hærri en af fullunninni vöru. Hljóta allir að sjá, að slíkt getur ekki staðizt. Þá fylgja lán til margra ára með erlendum vörum og það á mun lægri vöxtum en innlendur iðnaður býr við, stundum virðist vera um hrein niðurboð að ræða af hálfu innflytjenda og erlendra framleiðenda. Víst er það, að nýlega var auglýst 37% lækkun á innfluttum innréttingum. Sjá allir, að þar getur varla verið um að ræða eðlilega lækkun vegna hagkvæmari framleiðslu. Iðnaðarmenn óska ekki eftir innflutningsbanni á iðnaðarvöru, en þeir telja eðlilegt, að metinn sé að- stöðumunur innlendra og erlendra framleiðenda og þjóðhagslegt gildi þess innlenda verði metið, þó nokkru sé dýrara, án þess að óhagstætt geti talizt fyrir þjóðarheildina. Eins og kunnugt er hefur á undanförnum árum verið smíðaður erlendis mikill fjöldi stálskipa fyrir íslenzka útgerðarmenn og nú eru, eftir því sem upplýst hefur verið, 15 skip í smíðum erlendis. Á sama tíma hafa verið stofnsettar nokkrar stál- skipasmíðastöðvar hér á landi og aðrar í uppbygg- ingu. Sumar þeirra hafa byggt nokkur stálskip, sem eru fyllilega sambærileg þeim erlendu hvað gæði snertir, og verð er talið ekki hærra en á þeim skipum, sem eru byggð á sama tíma erlendis. Nú virðist að flestar þessar skipasmiðjur vanti verk- efni og það nú þegar og á næstu mánuðum. Hvað er hér að gerast? Hvað er að? Lánahlutföll eru hagkvæmari fyrir innlendu smíðina og því minna framlag skipaeigenda. En þrátt fyrir það lætur hann heldur smíða skip sín erlendis eins og dæmin sýna. Hér hlýtur eitthvað að vera að, sem hægt er að laga. Framhald á bls. 112. Séð yfir þingsalinn. ”7 TlMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.