Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 15
Iðnaðarmálaráðherra d Iðnþingi: Reynt verður að skapa verkefni fyrir skipasmiðastöðvarnar Við setningu 29. Iðnþings Islendinga flutti iðnaðar- málaráðherra ræðu og ræddi þar bæði efnahagsmálin almennt og ýmsa þætti iðnaðarmála. I upphafi ræðu sinnar ræddi Jóhann Hafstein um vandamál atvinnu- lífsins í heild og þær ráðstafanir til lausnar, sem ríkis- stjórnin hefði unnið að um sumarið. Kvað hann, að ríkisstjórnin mundi leggja áherzlu á áframhaldandi verðstöðvun, og væri það veigamikið atriði, ef tækist að halda áfram svipaðri verðstöðvun og verið hefði, a. m. k. miðað við óbreyttar aðstæður á næsta ári. Ráðherrann lýsti því yfir, að ríkisstjórnin hefði þegar tilbúnar tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum og vegna fjárlaganna, og yrðu þessar tillögur lagðar fyrir Alþingi strax og það kæmi saman í byrjun október- mánaðar. Hann sagði, að það mundi verða þeim mun þýðingarmeira fyrir íslenzkan iðnað, ef takast mætti að halda verðlagi hér stöðugu áfram, að á verðstöðv- unartímabilinu hefði verðlag í nágrannalöndum okkar farið mjög hækkandi og alveg sérstaklega í Danmörku. Ef þessar verðhækkanir halda áfram í nágranna- löndum okkar og viðskiptalöndum en okkur tekst að halda verðstöðvun um tveggja ára skeið, yrði aðstaða íslenzks iðnaðar allt önnur og betri í samkeppni við erlendan innflutning. Ráðherrann kvaðst vel skilja hina miklu erfiðleika, sem iðnaðurinn ætti við að stríða, en sömu sögu væri að segja um alla aðra atvinnuvegi í landinu. Væri ríkisstjórnin full áhuga á því að styrkja iðnaðinn og gera hann samkeppnishæfan og minntist hann m. a. á eflingu iðnlánasjóðs til dæmis um þetta og stofnun nýrra lánaflokka við sjóðinn og útvegun fjár til útlána. Hvað innflutning erlendra iðnaðarvara snerti, sagði ráðherrann, að íslenzkt þjóðfélag ekki mundu una því, að hann verði skertur, heldur bæri að efla íslenzka iðnaðinn á annan hátt. Þá ræddi ráðherrann helztu mál varðandi iðnaðinn í framtíðinni. Skýrði hann frá ýmsum skipulagsbreyt- ingum í iðnaðarmálaráðuneytinu, sem miðuðu að efl- ingu þess, og minnti á stofnun iðnþróunarráðs, sem ætti að vera ráðuneytinu til styrktar um meðferð ým- issa mála. Þá ræddi hann um mikilvægi stóriðju og þau áhrif, sem hún gæti haft, og benti á, að við hlið hennar mundi þróast margs konar viðgerðar- og þjón- ustuiðnaður. Starfsemi kísilgúrverksmiðjunnar mundi hefjast í október-mánuði og rannsóknir með sjóefna- vinnslu væru langt á veg komnar. I lok ræðu sinnar rakti iðnaðarmálaráðherra nokkrar þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefði gert til þess að tryggja iðnaðinum verkefni. Árið 1964 hefði iðnað- armálaráðuneytið beitt sér fyrir rannsókn á þörf fyrir stórar dráttarbrautir á komandi árum vegna viðgerðar- þjónustu og fyrir nýsmíði skipa hér á landi. Hefði síðan verið unnið eftir áætlun um þessi mál og ríkisstjórnin beitt sér fyrir árlegri fjáröflun til þess að byggja upp þessa nýju atvinnugrein. Væri nú svo komið, að inn- lendar skipasmiðjur ættu að verulegu leyti að geta annað endurnýjunarþörf fiskiskipaflotans og enn væru miklir stækkunarmöguleikar fyrir hendi. Á s.l. sumri hefðu skipasmíðastöðvarnar snúið sér til ráðuneytisins vegna áhyggna um verkefnaskort. Ríkisstjórnin hefði rætt málið og samþykkt að reyna að stuðla að því að skapa verkefni fyrir skipasmíðastöðvarnar með öðrum hætti en verið hefur. Hcfði verið skipuð nefnd til þess að kanna hverjar væru hentugustu gerðir íslenzkra fiskiskipa við núverandi aðstæður, og hefur nefndin verið að störfum nú í sumar. Ætlunin væri, þegar þessar skipagerðir eru fundnar, að hjálpa skipasmíða- stöðvunum til að hefja smíði á skipum af þessum gerðum án þess að kaupendur væru fyrir hendi við upphaf smíðanna. Þá sagði ráðherrann, að líkur bentu til þess, að fá mætti stórt verkefni fyrir slippstöðina á Akureyri, ef hið opinbera gæti stuðlað að öllu meiri fjáröflun en verið hefur til þessa, t. d. 85% lán í stað 75% eins og nú er. Ef að þessu yrði fengi skipasmíða- stöðin á Akureyri verðugt viðfangsefni, sem ætti að nægja henni næsta ár. Ennfremur væri í athugun að láta smíða strandferðaskip hér innanlands, ef til vill skuttogara og loks minntist ráðherrann á ráðstafanir Framhald á bls. 154. 119 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.