Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 19
Vigfús Sigurðsson hafði framsögu fyrir áliti milliþinga-
nefndar um skipulagsmál Landssambandsins, en milli-
þinganefndin hafði gert tillögur um nokkrar breytingar
á lögum Landssambandsins. Skýrði Vigfús frá því
hverjar væru helztu breytingarnar og gerði grein fyrir
þýðingu þeirra. Hann þakkaði nefndarmönnum í milli-
þinganefndinni, stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra
fyrir gott samstarf um þetta mál og kvaðst vona, að ef
lagabreytingarnar væru samþykktar, yrði það Lands-
sambandinu til heilla.
Gísli Ólafsson tók til máls og þakkaði framkvæmda-
stjóra greinagóða skýrslu um ferðalag hans til iðn-
sambandanna á Norðurlöndum, en skýrslunni hafði
verið dreift til þingfulltrúa. (Skýrslan var birt í síðasta
hefti Tímarits iðnaðarmanna). Hann taldi skoðanir
milliþinganefndarinnar samræmast sínum eigin skoð-
unum um þessi mál að miklu leyti en þó bæri sumt á
milli. T. d. taldi hann, að iðnfyrirtæki ættu ekki að
eiga beina aðild að Landssambandinu, nefskattsfyrir-
komulagið taldi hann ófært en sambandið yrði að fá
hluta af því fé, sem iðnaðarmenn greiddu til iðnlána-
sjóðs og loks lagði hann til, að iðnþing yrði haldið
annað hvert ár.
Þór Sandholt ræddi um nauðsyn þess, að náin
tengsl héldust milli Landssambandsins og iðnskólanna,
og taldi hvorki tímabært né æskilegt að rjúfa tengsl
iðnskólanna við iðnþingin. Hann kvaðst álíta, að hin
nýju iðnfræðslulög væru fyrst og fremst tilkomin vegna
ályktana iðnþinga um þessi mál og starfs Landssam-
bandsins að þeim og væri eðlilegast, að iðnskólarnir
hefðu fulltrúa á iðnþingum áfram á meðan lögin væru
að komast í framkvæmd, en það tæki óhjákvæmilega
nokkurn tíma.
Sigurður Kristinsson benti á, að með tillögum milli-
þinganefndarinnar væri verið að skerða nokkuð hlut
sumra stofnfélaga Landssambandsins, þar sem þau
mundu ekki hafa beina aðild að Landssambandinu og
iðnþingum. Hann benti einnig á, að misræmi mundi
skapast, þar sem einstök iðnfyrirtæki gætu sent full-
trúa á iðnþing.
Jón E. Ágústsson taldi ekki rétt að fella niður á-
kvæði 23. greinar laga Landssambandsins eins og milli-
þinganefndinni hafði lagt til, en vildi að hún yrði
lagfærð og látin standa áfram í lögunum. Hann tók
undir með Þór Sandholt, að ekki væri tímabært að
rjúfa tengsl iðnskólanna við iðnþingið. Ennfremur
ræddi hann um reglur um atkvæðisrétt og atkvæða-
magn á iðnþingum og lagði til, að þeim yrði breytt á
þann veg, að atkvæðamagn sambandsfélaganna færi
eftir greiðslum þeirra til Landssambandsins eða félaga-
fjölda.
Bjarni Einarsson sagði, að iðnþingin ættu að vera
þverskurður af iðnaðinum í landinu á hverjum tíma
og því ætti hver iðngrein að hafa þar fulltrúa. Hann
ræddi um ástæður þess, að sveinafélögin sögðu sig úr
Landssambandinu og taldi líklegt, að þau myndu fást
til þess að ganga í Landssambandið aftur, ef nefskatts-
fyrirkomulaginu yrði breytt. Ennfremur ræddi hann
nokkuð um starfsemi iðnaðarmannafélaganna úti á
landi. Að lokum taldi hann það mikilsvert atriði fyrir
þróun iðnaðarins, að hver starfsgrein gerði sér grein
fyrir stöðu sinni í efnahagslífinu, því að frá þeim ætti
frumkvæðið um áframhaldandi uppbyggingu að koma.
Guðni Magnússon kvaðst harma, að tillögur milli-
þinganefndarinnar höfðu ekki verið sendar til sam-
bandsfélaganna til kynningar fyrir iðnþingið. Hann
Ingólfur Fitmbogason, Reykjavlk. Bjarni Einarsson, Ytri-Njarðvík.
Gísli Ólafsson, Reykjavík.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
123