Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Síða 20
taldi, að fyrrverandi stjórnarmeðlimir ættu að vera
kjörgengir á iðnþingum, enda þótt þeir væru ekki
kjörnir fulltrúar einstakra sambandsfélaga.
Ingvar Jóhannsson kvaðst vera tillögunni samþykk-
ur í heild, en þó bæri hann nokkurn kvíðboga fyrir
þeirri fækkun fulltrúa sérfélaga, sem væru deildir í
iðnaðarmannafélögum, sem tillögurnar hefðu í för með
sér.
Árni Brynjólfsson þakkaði milliþinganefndinni fyrir
vel unnin störf og taldi að flestar tillögur hennar væru
til bóta. Þó minntist hann á nokkur atriði, sem breyta
mætti til bóta, s. s. að heimila fulltrúum frá iðnskólun-
um áfram setu á iðnþingum.
Vigfús Sigurðsson tók að lokum til máls og sagði,
að það ætti ekki að vera erfitt verkefni fyrir þá þing-
nefnd, sem fengi tillögurnar til meðferðar, að samræma
þau sjónarmið, sem fram hefðu komið í umræðunum.
Hann vakti einnig athygli á því, að þingið gæti ákvarð-
að hvort afgreiða ætti tillögur milliþinganefndarinnar
endanlega á þessu iðnþingi, eða kynna þær fyrir sam-
bandsfélögunum til næsta iðnþings og taka þær þá til
endanlegrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um þetta mál var gert matar-
hlé.
Fundur hófst aftur kl. 2 síðdegis og hafði þá Jón E.
Ágústsson framsögu fyrir 8. máli á málaskránni,
fræðslumálum iðnaðarmanna. Hann skýrði frá því, að
iðnfræðsluráð hefði nýlega lokið við að semja reglu-
gerð skv. hinum nýju iðnfræðslulögum og gerði hann
síðan grein fyrir helztu nýmælum reglugerðarinnar. Þá
skýrði hann einnig frá því að iðnfræðsluráð hefði
gengið frá tillögum til menntamálaráðherra um skóla-
setur iðnskólanna, umdæmi hvers skóla og loks áætlun
um fjármagnsþörf ríkissjóðs vegna nýbygginga fyrir
iðnskóla.
Þór Sandholt ræddi um aukið verknám í iðnskólun-
um og skýrði nánar frá þeim aðgerðum að taka tvær
deildir Landssmiðjunnar undir verknámsskóla, eins og
fram hafði komið í ræðu iðnaðarmálaráðherra við
þingsetninguna. Hann sagði, að leggja yrði áherzlu á,
að höfuðskilyrði fyrir því, að hin nýja iðnfræðslulög-
gjöf kæmist í framkvæmd, væri að nægilegt fjármagn
yrði tryggt.
Ekki tóku fleiri til máls og var málinu vísað til
iðnfræðslunefndar.
Þá var tekið fyrir 7. málið á málaskrá iðnþingsins,
fjármál iðnaðarins, og hafði Tómas Vigfússon fram-
sögu í því máli. Hann ræddi um aukningu Iðnlána-
sjóðs, betri starfsskilyrði fyrir Iðnaðarbankann og
rekstur útibúa bankans. Ennfremur ræddi hann um
aukinn reksturskostnað Landssambandsins og tók und-
ir þá hugmynd, sem fram hafði komið í ræðu hjá for-
seta, að samtök iðnaðarins fengju hluta af iðnlána-
sjóðsgjaldinu til starfsemi sinnar.
Frekari umræður urðu ekki um málið og var því
vísað til fjármálanefndar.
Þá var gert kaffihlé og bauð Meistarafélag húsa-
smiða í Reykjavík iðnþingsfulltrúum til kaffi-
drykkju.
Að loknu kaffihléi kynnti þingforseti fyrir þingfull-
trúum iðnþingsins, Svein Ásgeirsson, formann Neyt-
endasamtakanna, sem kominn var til þess að flytja
erindi á þinginu. Erindi hans er birt í heild á öðrum
stað hér í tímaritinu. Var erindinu vel tekið og báru
þeir Ingvar Jóhannsson og Jón E. Ágústsson fram
fyrirspurnir til ræðumanns og Karl Maack skýrði frá
Otto Scbopka, Reykjavik.
Þór Sandholt, Reykjavik.
Sigitrður Kristinsson, Hafnarfirði.
124
TfMARIT IÐNAÐARMANNA