Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 21
Jón E. Ágústsson, Reykjavík.
1/igvar Jóhannsson, Ytri-Njarðvík.
Tó/nas Vigjússon, Reykjavík.
samstarfi húsgagnameistara og Neytendasamtakanna
vegna ábyrgðarmerkingar á húsgögnum.
Eftir að Sveinn Ásgeirsson hafði lokið flutningi
erindis síns og svarað fyrirspurnum, fór fram kynning
iðnþingsfulltrúa með venjulegum hætti.
Grímur Bjarnason hafði framsögu um 6. mál, trygg-
ingarfélag iðnaðarmanna. Hann skýrði frá því, að
milliþinganefndin hefði leitað eftir samstarfi við
starfandi tryggingarfélag, en þær umleitanir hefðu þó
farið út um þúfur, og hefði nefndin því reynt að leita
fyrir sér víðar. Hann kvaðst álíta það afar mikils virði
að komast í samstarf við starfandi félag, því að þau
hefðu þjálfað starfslið, reynslu og fjármagn.
Garðar Björnsson kvaðst ekki álíta, að byggja ætti
á samstarfi við önnur tryggingarfélög, heldur væri það
skoðun sín, að innan raða iðnaðarmanna og iðnrek-
enda væri nógu sterk samstaða til þess að hægt væri
að starfrækja eigið tryggingarfélag þessara aðila af
eigin rammleik.
Fleiri tóku ekki til máls og var málinu vísað til alls-
herjarnefndar.
Otto Schopka hafði framsögu um 10. mál, útgáfu- og
kynningarstarfsemi Landssambandsins. Taldi hann að
Tímarit iðnaðarmanna kæmi of sjaldan út til þess að
geta verið nægilega virkur tengiliður milli meðlima
sambandsfélaganna og stjórnar og skrifstofu Lands-
sambandsins. Lagði hann til, að útgáfustarfsemi Lands-
sambandsins yrði breytt í það horf, að gefið yrði út
fréttablað, sem kæmi út miklu oftar en tímaritið, og
yrði aðeins 4-8 síður að stærð, en Tímaritið yrði gert
að ársriti og vandað til þess á allan hátt.
Talsverðar umræður urðu um þessar hugmyndir.
Guðmundur Björgvin Jónsson taldi, að það væri of
lítið að láta tímaritið koma út aðeins einu sinni á ári
en vildi, að það yrði gefið út oftar en nú er gert og
haft þá heldur minna hverju sinni. Guðni Magnússon
kvaðst vera andvígur hugmyndum framkvæmdastjór-
ans og væri hann ánægður með tímaritið eins og það
væri nú. Sigursteinn Hersveinsson kvaðst fylgjandi út-
gáfu fréttablaðs og lýsti sig samþykkan tillögum rit-
stjóra tímaritsins. Bragi Hannesson benti á, að gerð
hefði verið tilraun til þess að hafa tímaritið minna
og koma því út oftar, en reynslan hefði sýnt, að það
var ekki vinsælt. Hann taldi að tímaritið í núverandi
formi væri Landssambandinu til sóma og þannig ætti
að gefa það út framvegis. Eyþór Þórðarson kvaðst
telja það hagkvæmara, að gefa tímaritið oftar út og
hafa það heldur minna en nú er, og birta í því ýmsar
hagnýtar upplýsingar fyrir iðnaðarmenn, t. d. kaup-
taxta. Guðmundur Jónsson tók undir þau ummæli, að
tímaritið væri nú Landssambandinu til sóma, en þó
mundi hann sætta sig við þá breytingu, sem ritstjórinn
hafði lagt til, ef hún yrði talin hagkvæmari.
Að loknum umræðum var málinu vísað til allsherj-
arnefndar.
Þá skýrði forseti frá því, að nefndir ættu að starfa
um kvöldið, en málaskráin var nú tæmd. Þá upplýsti
hann, að þrír fulltrúar í skipulagsnefnd hefðu ekki
komið til þingsins eða gætu ekki af öðrum orsökum
tekið þátt í störfum nefndarinnar, þeir Bjarni Björns-
son, Hafnarfirði, Guðmundur Jónsson, Flateyri og Jó-
hannes Kristjánsson, Akureyri. Hefði komið fram til-
laga um að í þeirra stað yrðu kjörnir í nefndina þeir
Jón Guðmundsson, Hafnarfirði, Magnús Konráðsson,
Flateyri og Guðmann Hjálmarsson, Blönduósi. Var það
samþykkt samhljóða og sleit síðan þingforseti fundi.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
125