Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 23
Árni Brynjólfsson, Reykjavík. Sigursteinn Hersveinsson, Reykjavík. Bragi Hannesson, Reykjavik. Föstudaginn 29. september kl. 10.30 setti þingforseti fund að nýju. Tekið var fyrir álit allsherjarnefndar um tryggingar- mál iðnaðarins og hafði Guðmundur Björgvin Jónsson framsögu. Hann ræddi nokkuð um störf milliþinga- nefndar þeirrar, sem unnið hafði að málinu, og gagn- rýndi, að iðnaðarmenn hefðu verið hvattir til þess að flytja tryggingar sínar til annars félags, áður en endan- lega hafði verið gengið frá samstarfssamningi við það. Las hann síðan og skýrði tillögu allsherjarnefndar, en nefndin lagði til, að milliþinganefndinni yrði falið að starfa áfram og leita samstarfs við önnur félög um starfrækslu tryggingarfélags. Nokkrar umræður urðu um málið, og tóku þeir Ingólfur Finnbogason, Grímur Bjarnason, Eyþór Þórðarson og Bragi Hannesson til máls og voru fylgjandi áliti allsherjarnefndar. Svöruðu þeir Ingólfur og Grímur gagnrýni þeirri, sem kornið hafði fram í ræðu Guðmundar Björgvins Jónssonar. Að þessum umræðum loknum var tillaga allsherjar- nefndar samþykkt samhljóða. Þá var tekið fyrir álit allsherjarnefndar um útgáfu- og kynningarstarfsemi Landssambandsins og hafði Ing- ólfur Finnbogason framsögu. Nefndin lagði til, að heimilað yrði að gefa út sérstakt fréttablað, enda héldi Tímarit iðnaðarmanna áfram að koma út, eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Bjarni Einarsson tók til máls og kvaðst vera and- vígur tillögu allsherjarnefndar og lagði fram svohljóð- andi breytingartillögu, áasmt Gísla Ólafssyni: „29. Iðnþing Islendinga lýsir ánægju sinni yfir Tímariti iðnaðarmanna í því formi ,sem það nú er. Jafnframt hvetur þingið ritstjóra tímaritsins til þess að halda áfram á þeirri braut að bæta og auka tíma- ritið til hagsbóta fyrir iðnaðarsamtökin, og er einnig heimiluð útgáfa smærra rits, er kæmi út þegar þurfa þykir.“ Um þessa tillögu og álit allsherjarnefndar urðu tals- verðar umræður. Guðni Magnússon og Tómas Vigfús- son studdu breytingartillögu Bjarna Einarssonar og Gísla Ólafssonar en Garðar Björnsson studdi tillögu nefndarinnar. Ingólfur Finnbogason tók einnig til máL og lagði til að tillögunum yrði báðum vísað til allsherj- arnefndar og henni falið að samræma þær, enda bæri ekki mikið á milli. Var það samþykkt samhljóða og síðan gert matarhlé. Fundi var haldið áfram kl. 1.30 síðdegis og tók nú Guðni Magnússon, 1. varaforseti, við fundarstjórn. Tekið var fyrir 4. mál, inntaka nýrra félaga, og hafði Vigfús Sigurðsson framsögu fyrir áliti skipulaganefnd- ar, en nefndin mælti með því, að Meistarafélagi út- varpsvirkja yrði veitt upptaka í Landssambandið. Engar umræður urðu um málið og var það samþykkt samhljóða. Þá voru tekin fyrir álit fjármálanefndar. Hið fyrsta fjallaði um verðlagsákvæði og hafði Ingvar Jóhanns- son framsögu. Var það samþykkt samhljóða. Bragi Hannesson hafði framsögu fyrir áliti nefndar- innar um Iðnaðarbanka Islands hf. Þorgeir Jósefsson tók til máls og var andvígur orðalagi niðurlags tillögu nefndarinnar. Þeir Bragi Hannesson og Ingvar Jó- hannsson svöruðu athugasemdum Þorgeirs og var nefndarálitið samþykkt samhljóða. Bjarni Einarsson hafði framsögu fyrir áliti fjármála- nefndar um samkeppnislán fyrir iðnaðinn. Engar um- ræður urðu um það mál og tillaga nefndarinnar sam- þykkt samhljóða. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.