Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 24
Gissur Símonarson hafði framsögu fyrir áliti fjár-
málanefndar um innflutnings- og tollamál. Miklar um-
ræður urðu um þetta mál og tóku til máls þeir Karl
Maack, Haraldur Þórðarson, Þorgeir Jósefsson, Ing-
ólfur Finnbogason, Bjarni Einarsson, Tómas Vigfús-
son og Björgvin Frederiksen, og höfðu allir ýmislegt
við nefndarálitið að athuga. Var samþykkt samhljóða
að vísa álitinu aftur til fjármálanefndar.
Þá var gert kaffihlé og buðu aðildarfélög Meistara-
sambands byggingamanna þingfulltrúum til kaffi-
drykkju.
Að loknu kaffihléi var tekið fyrir álit fjármála-
nefndar um fjármál Landssambands iðnaðarmanna og
hafði Tómas Vigfússon framsögu. Nefndin lagði til, að
stjórn Landssambandsns yrði falið að vinna að því, að
samtök iðnaðarins, Félag ísl. iðnrekenda og Lands-
samband iðnaðarmanna, fái árlega hluta af iðnlána-
sjóðsgjaldi til starfsemi sinnar. Ennfremur lagði nefnd-
in til, að ef ekki tækist að afla Landssambandinu auk-
inna tekna eftir öðrum leiðum, væri stjórn Landssam-
bandsins heimilað að hækka skattinn á meðlimum
sambandsfélaganna til þess að ná inn fyrir áætluðum
greiðsluhalla á fjárhagsáætlun næsta árs, sem stafar af
kostnaði við aukna starfsemi Landssambandsins.
Engar umræður úrðu um þessar tillögur fjármála-
nefndar og þær samþykktar samhljóða. Siðan var
þingfundi slitið, laust fyrir kl. 5.
Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, hafði síð-
degisboð fyrir iðnþingsfulltrúa í Ráðherrabústaðnum
mlli kl. 5 og 7 þennan dag.
Laugardaginn 30. september kl. 9.30 setti annar
varaforseti, Garðar Björnsson, þingfund, og var tekið
fyrir álit fræðslunefndar. Þór Sandholt hafði framsögu
og gerði grein fyrir nefndarálitinu. Þeir Gissur Sig-
urðsson og Björgvin Frederiksen gerðu báðir tillögur
um orðalagsbreytingar og var álit nefndarinnar sam-
þykkt með orðalagsbreytingum.
Eyþór Þórðarson tók til máls og bar fram svohljóð-
andi tillögu:
„29. Iðnþing íslendinga samþykkir að beina þeim
tilmælum til stjórnar Landssambands iðnaðarmanna,
að hún leiti eftir samstarfi við Neytendasamtökin um
stofnun gæðamatsnefnda til að leysa úr ágreinings-
málum, sem upp kunna að koma milli kaupenda og
seljenda iðnaðarvinnu og varnings, með svipuðu sniði
og verið er að vinna að í Hafnarfirði og á Suðurnesj-
um.“
Skýrði Eyþór nánar frá því samstarfi, sem Iðnaðar-
mannafélögin í Hafnarfirði og á Suðurnesjum hefðu
átt við Neytendasamtökin um að hrinda þessu máli af
stað. Taldi Eyþór, að þetta fyrirkomulag gæti orðið
bæði iðnaðarmönnum og verkkaupum til hags-
bóta.
Engar umræður urðu um málið og var því vísað til
allsherjarnefndar.
Björgvin Frederiksen, fulltrúi Landssambands iðn-
aðarmanna í stjórn Iðnaðarmálastofnunar íslands,
skýrði frá starfsemi Iðnaðarmálastofnunarinnar og
ræddi hlutverk iðnaðarins á Islandi í dag. Kvaðst
hann vera sannfærður um, að ef illa færi í efnahags-
málum þjóðarinnar, mundi það í vaxandi mæli koma
í hlut iðnaðarins að veita fólkinu atvinnu.
Gissur Símonarson hafði framsögu fyrir áliti fjár-
málanefndar um innflutnings- og tollamál, en áliti
hennar hafði verið vísað aftur til nefndarinnar á fundi
daginn áður. Karl Maack lýsti sig fylgjandi álitinu
Eyþór Þórðarson, Ytri-Njarðvik. Karl Maack, Reykjavík. Guðmnndur B. Jónsson, Ytri-Njarðvík.
128
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA