Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Side 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Side 27
Alyktanir 29. Iðnþings íslendinga ISníræðslumál x. 29. Iðnþing Islendinga fagnar ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að auka verkkennslu fyrir iðnnema í fjölmennustu iðngreinunum í Reykjavík, nú á komandi skólaári. 2. Iðnþingið telur, enn sem fyrr, góða iðnfræðslu í landinu eina af máttarstoðum íslenzks iðnaðar- og at- vinnulífs. Því leggur þingið mikla áherzlu á að fjár- veitingavaldi ríkis og sveitafélaga verði gerð grein fyrir mikilvægi þess, að iðnfræðslulögin frá 1966 kom- ist sem allra fyrst til fullra framkvæmda um land allt, sbr. samþykkt síðasta iðnþings. 3. Einn liðurinn í uppbyggingu fræðslu fyrir iðnað- inn er efling á starfsemi iðnfræðsluráðs, iðnfulltrúa og fræðslunefnda iðngreinanna. - Til þess að tilætlaður árangur náist af störfum þessara aðila er nægjanlegt fjármagn höfuðnauðsyn, enda er hér fyrir höndum mjög mikið starf. 4. Þá vill þingið leggja áherzlu á nauðsyn þess að hraðað verði uppbyggingu framtíðarhúsnæðis fyrir iðnskólana í landinu og lýsir fullum stuðningi við ósk- ir Iðnfræðsluráðs um opinber framlög til iðnskóla- bygginga, sbr. áætlun ráðsins frá í nóvember 1966 (sem iðnþinginu hefur verið gerð grein fyrir). 5. Þingið vill lýsa stuðningi sínum við fyrirhugaða eflingu meistaraskóla og telur tímabært, að hann taki til fleiri iðngreina en verið hefur. Tolla- og innilutningsmál 29. Iðnþing Islendinga telur eftirfarandi breytingar nauðsynlegar á tolla- og innflutningsmálum: 1. Endurskoðaðir verði tollar á hráefnum, þar sem ósamræmis gætir í tollum hráefnis og fullunninna vara. 2. Beitt verði þeim ákvæðum, sem til eru í tollalög- gjöf, þegar fyrir liggur, að um undirboð erlendra fram- leiðenda er að ræða. 3. Settar verði reglur um að við útboð af hálfu op- inberra aðila sé tekið tillit til þjóðhagslegs gildis þess, að verk séu framkvæmd af innlendum aðilum í stað er- lendra samkeppnisaðila. 4. Teknar verði uppp tímabundnar ráðstafanir, þeg- ar hætt er við, að innlend framleiðsla, sem er þjóðhags- lega hagkvæm, dragist verulega saman eða leggist nið- ur af völdum innflutnings. IðnaSarbanki Islands 29. Iðnþing íslendinga telur eflingu Iðnaðarbankans mikilvæga fyrir vöxt iðnaðarins í landinu. Óskar Iðn- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA þingið þess, að Iðnaðarbankinn fái að opna útibú frá bankanum, þar sem sýnt er, að það þjóni hagsmunum iðnaðarins. Iðnþingið ítrekar fyrri óskir sínar þess efnis að Iðn- aðarbankanum verði veitt heimild til gjaldeyrisverzl- unar, svo að bankinn geti veitt viðskiptamönnum sín- um alhliða bankaþjónustu, sem jafnframt stuðli að þeirri þróun, að fyrirtæki geti haft öll viðskipti sín í einum banka. IðnlánasjóSur 29. Iðnþing Islendinga leggur enn sem fyrr áherzlu á eflingu Iðnlánasjóðs og bendir í því sambandi á eft- irfarandi leiðir: 1. Hlutur Iðnlánasjóðs í endurlánum frá Fram- kvæmdasjóði verði hlutfallslega ekki minni en lán Framkvæmdabankans til iðnaðar síðustu árin . 2. Iðnlánasjóði verði séð fyrir lánsfé til endurlána eins og verið hefur, þó þannig, að heildarstofnlán til iðnaðar vaxi í samræmi við æskilega aukningu hans. 3. Unnið verði að því, að það fjármagn, sem ákveðið hefur verið, að veitt skuli til hagræðingarlána komi sem fyrst að fullu til ráðstöfunar. 4. Haldið verði áfram breytingum á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán með milligöngu Iðnlánasjóðs hjá þeim fyrirtækjum sem búa við óeðlilega fjármagnsupp- byggingu. 5. Ríkissjóður leggi fram árlega jafn mikið fé til sjóðsins eins og iðnaðurinn sjálfur með iðnlánasjóðs- gjaldinu, og meti þar með að fullu jafnrétti iðnaðar- ins við aðra höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Afurðalón fyrir iðnaðinn 29. Iðnþing Islendinga telur að finna þurfi leiðir til þess að iðnaðurinn verði ekki afskiftur við ráðstöfun þess fjármagns, sem veitt hefur verið til framleiðslu- atvinnuveganna með endurkaupum Seðlabankans á af- urðavíxlum. V erðlagsákvæði 29. Iðnþing Islendinga skorar á stjórnvöld landsins, að þau hlutist til um að verðlagsyfirvöldin leggi raun- hæft mat á verðútreikninga við ákvörðun verðlags- ákvæða. Samkeppnislán 29. Iðnþing Islendinga leggur áherzlu á, að ávallt sé fyrir hendi nægilegt fjármagn til ráðstöfunar til að 131

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.