Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 31
Nýja dráttarbrautm í Ytri-Njarðvík í byggingu. Seðlabankinn gerðu upphaflega, hef- ur verið unnið að byggingu dráttar- brauta á Akureyri, Neskaupstað, Ytri-Njarðvík og lokið er við að gera skipalyftu á Akranesi. Fram- kvæmdir á Akureyri og Neskaupstað fara fram á vegum hafnaryfirvalda á þessum stöðum og greiðist kostnaður við þær að nokkru leyti úr ríkissjóði. Dráttarbrautin í Ytri-Njarðvík og skipalyftan á Akranesi eru byggðar af einkafyrirtækjum. Fjármagns- skortur hjá þessum aðilum hefur leitt til þess, að mjög hefur dregÍ2t á langinn að ljúka framkvæmdunum og hefur það m. a. leitt til þess að viðhald fiskiskipaflotans hefur flutzt úr landinu í vaxandi mæli. Afleið- ing af því hefur síðan verið verk- efnaskortur hjá skipaviðgerðarstöðv- unum og þjónustufyrirtækjum í járn- iðnaði sem hafa haft á hendi marg- háttaða þjónustu við fiskiskipaflot- ann. Aflaleysið á síðustu vetrarver- tíð og litlar síldveiðar í sumar hafa einnig leitt til stórminnkaðrar at- vinnu við viðhald og viðgerðir fiski- skipa. Allt þetta hefur leitt til mikilla þrenginga í járniðnaði. Fyrirtækin hafa ekki haft fjárhagslegt bolmagn til þess að mæta erfiðleikum sem stafar af því, að þeim hefur ekki verið fært að safna sjóðum á undan- förnu góðæristímabili. Enn ein orsök erfiðleika í járn- iðnaðinum hefur verið samdráttur í uppbyggingu síldariðnaðarins, en um nokkur undanfarin ár hafa átt sér stað stórfelldar framkvæmdir á því sviði, sem ollu á þeim tíma mik- illi spennu á vinnumarkaðinum og launaskriði, sem síðan hefur bakað járniðnaðarfyrirtækjum erfiðleika. Vaxandi utansiglingar fiskiskipa til viðgerða hafa verið mönnum á- hyggjefni og hefur Félag íslenzkra dráttarbrautareigenda nú tekið upp samstarf við gjaldeyrisnefnd bank- anna um að félagið veiti nefndinni jafnan upplýsingar um viðgerðar- möguleika hér innanlands áður en útgerðarmenn fá leyfi til þess að láta skip sín fara utan til viðgerða. Nú þegar er aðstaða til þess að taka upp flest stærstu fiskiskip flotans í Reykjavík, á Akureyri og á Isafirði, en um fullnýtingu þeirrar aðstöðu er yfirleitt ekki að ræða. Þá er og vitað mál, að verulegur tollfrjáls innflutn- ingur á erlendum iðnvarningi hefur átt sér stað í sambandi við þessar utansiglingar, sem hefur haft í för með sér tapaðar tolltekjur fyrir ríkis- sjóð og ósanngjarna samkeppni við ýmsa innlenda iðnaðarframleiðslu, einkum húsgagnaiðnað og fataiðnað. Brýna nauðsyn ber því til að herða tolleftirlit, einkum utan Reykjavík- ur. Ástandið í járniðnaðinum og af- koma fyrirtækja í þeirri iðngrein hefur beint athyglinni að nauðsyn þess, að uppbygging iðngreinarinnar verði endurskipulögð að einhverju leyti. Smæð fyrirtækjanna hefur m. a. stundum leitt til þess að þau hafa reynzt ófær um að leysa þau verk- efni af hendi, sem boðizt hafa, á samkeppnisfæru verði, eða jafnvel að þau eru algerlega ófær um lausn meiri háttar verkefna vegna tækni- legra annmarka. Vegna lítillar eigin- fjármyndunar og takmarkaðra lána- möguleika hefur fjárfestingu þeirra í tækjum og húsnæði oft verið þröng takmörk sett og fyrirtækin hafa ekki getað tekið upp nauðsynlega hag- ræðingu. Langvarandi verkefnaskortur get- ur haft hinar alvarlegustu afleiðing- ar að því er varðar þjálfun vinnu- afls og verklegt nám lærlinga. Nú þegar er farið að bera á samdrætti í fjölda lærlinga í járniðnaði og á- framhaldandi verkefnaleysi gæti leitt til þess að innan fárra ára verði orð- in vöntun á faglærðum járniðnaðar- mönnum. Ekki þarf að fara mörg- um orðum um hve alvarleg slík þró- un gæti orðið. Undanfarna mánuði hafa farið fram viðræður á meðal nokkurra vélsmiðja á Suðurnesjum um sam- runa fyrirtækjanna og myndun nýs fyrirtækis, sem stæði að byggingu stálskipasmíðastöðvar í samvinnu við skipasmíðastöðina í Njarðvík og annaðist um leið ýmsa aðra þjón- ustu. Fyrirtækin hafa leitað eftir stuðningi Iðnþróunarráðs og iðnað- armálaráðherra, sem stuðlað hafa að framgangi málsins á ýmsan hátt, og hefur IMSl látið í té margháttaða sérfræðilega aðstoð i sambandi við þessar aðgerðir. Er þess að vænta, að þessi fyrsta tilraun til meiri hátt- ar samruna fyrirtækja hér á landi takizt vel, því að vafalaust er þetta leið, sem fara verður víðar og í fleiri iðngreinum til þess að bæta sam- keppnisaðstöðu fyrirtækjanna og gera þau færari en áður um að mæta þeim hagsveiflum, sem eru svo tíðar í íslenzkum þjóðarbúskap. SkipasmíSar. Á undanförnum árum hafa risið hér á landi skipasmíðastöðvar, sem munu geta smíðað allt að 3000 lesta stálskip. Hefur þessi uppbygging notið góðs skilnings stjórnarvalda, sem hafa greitt fyrir henni á ýmsan hátt. Nýlega hefur Slippstöðin hf. á Akureyri lokið smíði 560 tonna fiskiskips og Stálvík hf. í Arnar- vogi er að ljúka smíði tveggja 360 tn. fiskiskipa. Dráttarbraut Akra- ness er einnig að ljúka smíði á 108 tn. stálfiskiskipi. Hins vegar eru engin verkefni framundan hjá þess- um stöðvum nema á Akranesi, þar sem byrjað er á ca. 400 tn. skipi. Ljóst er, að skipasmíðastöðvarnar hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að komast yfir löng aðgerðar- TfMARIT JÐNAÐARMANNA 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.