Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 32
leysistímabil og verkefnaskortur hjá þessum stöðvum getur valdið at- vinnuleysi mikils fjölda járniðnaðar- manna. Nauðsynlegt er því að gera ráðstafanir til þess að samfelld og áframhaldandi skipasmíði geti farið fram hjá þessum stöðvum. Hinn minnkandi afli á undanförnum ver- tíðum hefur dregið verulega úr á- huga útgerðarmanna á kaupum nýrra fiskiskipa, og hafa margir þeirra kippt að sér hendinni og sleg- ið á frest fyrirætlunum um skipa- kaup. Á hinn bóginn er ljóst af reynslu síðustu ára, að þörf er fyrir stór fiskiskip til síldveiða á fjarlæg- um miðum. Endurnýjun hinna minni stærðarflokka fiskiskipa hefur um langt skeið legið niðri enda þótt stór skörð hafa verið höggvin í þann flota á undanförnum árum, m. a. af völdum bráðafúa. Á s.l. vori fór Félag íslenzkra dráttarbrautareigenda þess á leit við sjávarútvegsmálaráðherra og iðnað- armálaráðherra að kannað yrði hvaða stærð fiskiskipa mundi henta við öflun hráefnis fyrir fiskiðnað- inn í framtíðinni og hvernig tækni- búnaði þeirra þyrfti að vera hagað. Síðan yrði gerð áætlun um smíði slíkra skipa í íslenzkum skipasmíða- stöðvum og fjármagn tryggt til smíð- anna. Ríkisstjórnin skipaði sérstaka nefnd til þess að kanna þetta mál og eru í henni fulltrúar frá Fiskveiða- sjóði, Fiskifélagi Islands, Landssam- bandi skipasmíðastöðva, Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna og ráðuneytunum. Nefndin hefur hald- ið allmarga fundi og er þess að vænta ,að einhverjar niðurstöður liggi fyrir frá nefndinni á þessu hausti. Þess má geta að nefndin vinn- ur að athugun á því meðal útgerð- armanna hvaða fyrirætlanir þeir hafa um kaup fiskiskipa í náinni framtíð og hvernig stærð og tækni- búnaði þessara skipa á að vera hátt- að. Við útboð meðal íslenzkra og er- lendra skipasmíðastöðva á s.l. vori, um smíði á ca. 30 tn. trébát, kom í ljós, að verðtilboð íslenzku stöðv- anna voru töluvert hærri en ýmis er- lend tilboð, t. d. frá norskum stöðv- um. Til þessa mismunar liggja ýmsar orsakir, en meginástæðan er sú, að verðlag hér á landi er hærra en í Noregi. Finna verður leiðir til þess að brúa þetta bil og gera þarf inn- lendum skipasmíðastöðvum kleyft að smíða fiskiskip á samkeppnis- færu verði. Það ástand má ekki skapast í landinu, að fiskiskip fyrir íslenzka útgeðarmenn séu byggð er- lendis á sama tíma og verkefna- skortur og atvinnuleysi hrjá ís- lenzka skipasmiði og járniðnaðar- menn. Nauðsynlegt er, að ríkisvald- ið geri ráðstafanir til þess að að- stoða skipasmíðastöðvarnar við rað- framleiðslu á fiskiskipum, en með því móti mætti ná nokkurri lækkun framleiðslukostnaðar. Á meðan á- hugi útgerðarmanna á fiskiskipa- kaupum er í lágmarki þarf að gera ráðstafanir til þess að stuðla að auknum kaupum af þeirra hálfu og kemur þá m. a. til greina aukin og betri lánafyrirgreiðsla, t. d. með hærra lánahlutfalli, lægri vöxtum og lengri lánstíma, ef skipin eru smíðuð hér á landi. EINSTAKIR MALAFLOKKAR Iðniræðslumál. Frá því að hin nýja iðnfræðslu- löggjöf tók gildi á s.l. ári hefur iðn- fræðsluráð unnið að samningu regiu- gerðar um iðnfræðslu og er því verki nú lokið þótt hún hafi enn ekki verið gefin út og birt opinber- lega. Er þess þó að vænta, að það gerist mjög bráðlega. Iðnfræðsluráð hefur skipað fræðslunefndir fyrir allflestar iðn- greinar og er hlutverk þeirra að vera stjórnvöldum og öðrum til ráðuneyt- is og gera tillögur um nám og kennsluháttu í iðngreinunum. I sérhverri þessara nefnda eiga 3 fulltrúar sæti, einn tilnefndur af sveinum, annar af meisturum og hinn þriðji af Sambandi iðnskóla á íslandi og skal hann vera iðnskóla- kennari í viðeigandi iðngrein. Sumar þessara nefnda hafa þegar hafið störf og jafnvel skilað einhverjum tillögum um kennsluhætti og náms- efni í iðngreininni í framtíð- inni. Fjárveitingar til nýbygginga iðn- skóla námu samtals 5,2 millj. kr. á fjárlögum yfirstandandi árs og til reksturs iðnskólanna eru veittar 11,9 millj. kr. ISnlánasjóður. Á árinu 1966 veitti Iðnlánasjóður vélalán að uphæð kr. 29,9 millj. og byggingalán að upphæð kr. 36 millj. Ennfremur veitti sjóðurinn hagræð- ingarlán að upphæð kr. 4 millj. og yfirtók lausaskuldir iðnfyrirtækja skv. sérstökum lögum að uphæð um kr. 6,7 millj. Að frátöldum lánum vegna breyt- inga á lausaskuldum námu heildar- lánveitingar sjóðsins á síðasta ári um kr. 70 millj. og höfðu aukizt um kr. 11,5 millj. frá árinu áður. Heildar- útlán Iðnlánasjóðs í árslok 1966 námu alls kr. 195 millj. Helztu tekjur Iðnlánasjóðs á ár- inu voru af iðnlánasjóðsgjaldinu, kr. 21 millj., vextir um kr. 8,5 millj. og framlag úr ríkissjóði kr. 2 millj. Ennfremur fékk sjóðurinn til ráð- stöfunar lánsfé til endurlána, er nam kr. 27 millj. Höfuðstóll sjóðsins í árslok nam kr. 102.671.480,79. Reglugerð um hagræðingarlán Iðnlánasjóðs var gefin út í júlí-mán- uði 1966 en með lögum, sem áður höfðu verið samþykkt á Alþingi, hafði sjóðnum verið veitt heimild til þess að taka allt að 100 millj. króna lán til þess að mynda nýjan lána- flokk fyrir hagræðingarlán. Hagræðingarlán skulu veitt í þeim tilgangi að auka framleiðni og bæta aðstöðu iðnfyrirtækja til þess að að- laga sig nýjum viðhorfum vegna 136 TlMARIT IÐNAÐARMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.