Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 35
um úrskurð þess. Með bréfi dagsettu h. 5. júní s.l. staðfestir ráðuneytið skilning Landssambands iðnaðar- manna og segir orðrétt í bréfi ráðu- neytisins: „Ráðuneytið leggur þann skilning í nefnt ákvæði, að þar sé átt við, að bygginganefnd geti veitt einum meistara réttindi til að standa einn fyrir byggingaframkvæmdum og bera ábyrgð á öllu verkinu gagnvart bygg- inganefnd, en undirskilið sé, að hann ráði meistara í öðrum iðngreinum til þess að hafa umsjón með verkum, sem tilheyra þeim iðngreinum, enda beri þeir hver um sig faglega á- byrgð á sínum verkum." Ráðstefna um áætlanagerð. 1 byrjun júní-mánaðar s.l. kom hingað til lands á vegum Efnahags- stofnunarinnar aðalsérfræðingur Al- þjóðabankans í áætlanagerð, jmr. Albert Waterston. 1 tilefni af komu hans efndi Efna- hagsstofnunin til ráðstefnu um á- ætlanagerð á sviði atvinnuveganna og var hinum ýmsu samtökum boðið að senda fulltrúa. Af hálfu Lands- sambands iðnaðarmanna sat Otto Schopka framkvæmdastjóri ráðstefn- una og Bjarni Einarsson, skipa- smíðameistari, fyrir Félag íslenzkra dráttarbrautareigenda. Á ráðstefnunni kom fram mikill áhugi á alhliða áætlanagerð, bæði sem tæki til stefnumótunar fyrir at- vinnugreinarnar sjálfar í samskipt- um við ríkisvaldið í leit að betri kjörum í tolla-, skatta-, lána- og viðskiptamálum, og sem tæki til ákvarðana um fjárfestingarfram- kvæmdir og til að treysta undirbún- ing slíkra framkvæmda og loks sem tæki til undirbúnings sérstakra að- gerða á sviði einstakra atvinnu- greina, svo sem endurskipulagningar, samruna eða samstarfs fyrirtækja í greininni og til fjárhagslegrar endur- skipulagningar. Þá kom einnig fram, að samtök hverrar atvinnugreinar ættu að hafa meiri afskipti af áætlanagerð en ver- ið hefði til þessa og efna þyrfti til samstarfs milli opinberra aðila og þessara samtaka um hagnýtingu á- ætlunargerðar til eflingar einstakra atvinnugreina. Ráðstsína Stiórnunarfélags íslands. í lok ágústmánaðar gekkst Stjórn- unarfélag íslands fyrir ráðstefnu um skipulagsbyggingu íslenzkra atvinnu- vega í Bifröst í Borgarfirði. Ráð- stefnuna sóttu nær 70 fulltrúar frá samtökum atvinnuveganna, ýmsum opinberum stofnunum og einstökum fyrirtækjum. Af hálfu Landssam- bands iðnaðarmanna sóttu ráðstefn- una þeir Þorbergur Friðriksson, Ing- var Jóhannesson og Otto Schopka og Bjarni Einarsson fyrir Félag ís- lenzkra dráttarbrautareigenda og þeir Gissur Sigurðsson og Leó Guð- laugsson fyrir Meistarafélag húsa- smiða í Reykjavík. Ennfremur hag- ræðingarráðunauturLandssambands- ins, Sigurður Auðunsson. Á ráðstefnunni voru haldin m. a. erindi um framtíðarviðhorf í skipu- lagsbyggingu íslenzkra atvinnuvega, um gildi skipulagsbyggingar at- vinnuveganna fyrir framleiðni, sam- keppnishæfni og afkomu þeirra og um fjárhagsleg vandamál við sam- runa fyrirtækja. Þá voru flutt erindi um viðhorf hinna einstöku atvinnu- greina gagnvart stækkun rekstrar- eininga. Iðnaðurinn var mjög til umræðu á ráðstefnunni, og m. a. flutti Þórir Einarsson, viðskiptafræðingur IMSÍ, erindi um dæmi um samruna og samstarf iðnfyrirtækja. Skýrði hann frá fyrirhugaðri sameiningu þriggja vélsmiðja á Suðurnesjum og lýsti aðdraganda og undirbúningi þeirrar aðgerðar. Vöktu þær upplýsingar mikla at- hygli á ráðstefnunni. Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, var gestur ráðstefnunnar. EndurskoSun bókhaldslaganna. Um nokkurt skeið hefur starfað sérstök nefnd á vegum fjármálaráðu- neytisins að endurskoðun bókhalds- laganna, en núgildandi lög frá 1938 eru orðin ófullnægjandi að mörgu leyti, og æskilegt að færa þau til meira samræmis við breyttar aðstæð- ur. Á þessum tíma hafa hugmyndir manna um hlutverk bókhalds og reikningsskila breytzt verulega. Auk- in og breytt skattheimta gerir sífellt meiri kröfur til upplýsinga um rekst- ur fyrirtækja og meiri hagskýrslu- gerð og víðtækari afskipti hins opin- bera af atvinnulífinu stefna einnig í sömu átt. Nefndin hefur gert drög að nýju lagafrumvarpi en áður en endanlega var frá því gengið var það sent ýms- um samtökum atvinnuveganna, m. a. Landssambandi iðnaðarmanna, til umsagnar. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna fól framkvæmda- stjóra að hafa samráð við önnur samtök um að ganga frá umsögn um frumvarpið og héldu framkvæmda- stjórar Landssambands iðnaðar- manna, Félags íslenzkra iðnrekenda, Verzlunarráðs Islands, Félags ísl. stórkaupmanna og Kaupmannasam- taka íslands nokkra fundi og ræddu frumvarpið og samræmdu athuga- semdir sínar. Var nefndinni síðan sent sameiginlegt bréf frá þessum samtökum, þar sem fram komu ýms- ar ábendingar og athugasemdir um einstakar greinar frumvarpsins. Helztu nýmæli frumvarpsins eru þau m. a., að bókhaldsskylda er gerð nokkru víðtækari en skv. nú- gildandi lögum, þannig að allir þeir sem stunda atvinnurekstur í hvaða formi sem er, eru bókhaldsskyldir og þeir sem nota meira en 104 vinnuvik- ur á ári við starfsemi sína (þ. e. hafa einn heilsársstarfsmann eða meira) skulu færa tvíhliða bókhald. 1 eldri lögum eru iðnaðarmenn, sem hafa tvo menn eða færri í vinnu, ekki bókhaldsskyldir, en nú er þessi und- anþága afnumin. Tekin er upp heimild í lögum til þess að nota laus blöð (kort) við bókhald (vélabókhald), enda séu þau hluti af skipulegu og öruggu kerfi. Slík heimild hefur ekki verið í lögum áður en brýna nauðsyn ber til að setja ákvæði um þessa bók- haldsaðferð, sem er nú orðin mjög útbreidd. Sett eru ákvæði um birgðataln- TfMARIT IÐNAÐARMANNA 139

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.