Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 35
um úrskurð þess. Með bréfi dagsettu h. 5. júní s.l. staðfestir ráðuneytið skilning Landssambands iðnaðar- manna og segir orðrétt í bréfi ráðu- neytisins: „Ráðuneytið leggur þann skilning í nefnt ákvæði, að þar sé átt við, að bygginganefnd geti veitt einum meistara réttindi til að standa einn fyrir byggingaframkvæmdum og bera ábyrgð á öllu verkinu gagnvart bygg- inganefnd, en undirskilið sé, að hann ráði meistara í öðrum iðngreinum til þess að hafa umsjón með verkum, sem tilheyra þeim iðngreinum, enda beri þeir hver um sig faglega á- byrgð á sínum verkum." Ráðstefna um áætlanagerð. 1 byrjun júní-mánaðar s.l. kom hingað til lands á vegum Efnahags- stofnunarinnar aðalsérfræðingur Al- þjóðabankans í áætlanagerð, jmr. Albert Waterston. 1 tilefni af komu hans efndi Efna- hagsstofnunin til ráðstefnu um á- ætlanagerð á sviði atvinnuveganna og var hinum ýmsu samtökum boðið að senda fulltrúa. Af hálfu Lands- sambands iðnaðarmanna sat Otto Schopka framkvæmdastjóri ráðstefn- una og Bjarni Einarsson, skipa- smíðameistari, fyrir Félag íslenzkra dráttarbrautareigenda. Á ráðstefnunni kom fram mikill áhugi á alhliða áætlanagerð, bæði sem tæki til stefnumótunar fyrir at- vinnugreinarnar sjálfar í samskipt- um við ríkisvaldið í leit að betri kjörum í tolla-, skatta-, lána- og viðskiptamálum, og sem tæki til ákvarðana um fjárfestingarfram- kvæmdir og til að treysta undirbún- ing slíkra framkvæmda og loks sem tæki til undirbúnings sérstakra að- gerða á sviði einstakra atvinnu- greina, svo sem endurskipulagningar, samruna eða samstarfs fyrirtækja í greininni og til fjárhagslegrar endur- skipulagningar. Þá kom einnig fram, að samtök hverrar atvinnugreinar ættu að hafa meiri afskipti af áætlanagerð en ver- ið hefði til þessa og efna þyrfti til samstarfs milli opinberra aðila og þessara samtaka um hagnýtingu á- ætlunargerðar til eflingar einstakra atvinnugreina. Ráðstsína Stiórnunarfélags íslands. í lok ágústmánaðar gekkst Stjórn- unarfélag íslands fyrir ráðstefnu um skipulagsbyggingu íslenzkra atvinnu- vega í Bifröst í Borgarfirði. Ráð- stefnuna sóttu nær 70 fulltrúar frá samtökum atvinnuveganna, ýmsum opinberum stofnunum og einstökum fyrirtækjum. Af hálfu Landssam- bands iðnaðarmanna sóttu ráðstefn- una þeir Þorbergur Friðriksson, Ing- var Jóhannesson og Otto Schopka og Bjarni Einarsson fyrir Félag ís- lenzkra dráttarbrautareigenda og þeir Gissur Sigurðsson og Leó Guð- laugsson fyrir Meistarafélag húsa- smiða í Reykjavík. Ennfremur hag- ræðingarráðunauturLandssambands- ins, Sigurður Auðunsson. Á ráðstefnunni voru haldin m. a. erindi um framtíðarviðhorf í skipu- lagsbyggingu íslenzkra atvinnuvega, um gildi skipulagsbyggingar at- vinnuveganna fyrir framleiðni, sam- keppnishæfni og afkomu þeirra og um fjárhagsleg vandamál við sam- runa fyrirtækja. Þá voru flutt erindi um viðhorf hinna einstöku atvinnu- greina gagnvart stækkun rekstrar- eininga. Iðnaðurinn var mjög til umræðu á ráðstefnunni, og m. a. flutti Þórir Einarsson, viðskiptafræðingur IMSÍ, erindi um dæmi um samruna og samstarf iðnfyrirtækja. Skýrði hann frá fyrirhugaðri sameiningu þriggja vélsmiðja á Suðurnesjum og lýsti aðdraganda og undirbúningi þeirrar aðgerðar. Vöktu þær upplýsingar mikla at- hygli á ráðstefnunni. Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, var gestur ráðstefnunnar. EndurskoSun bókhaldslaganna. Um nokkurt skeið hefur starfað sérstök nefnd á vegum fjármálaráðu- neytisins að endurskoðun bókhalds- laganna, en núgildandi lög frá 1938 eru orðin ófullnægjandi að mörgu leyti, og æskilegt að færa þau til meira samræmis við breyttar aðstæð- ur. Á þessum tíma hafa hugmyndir manna um hlutverk bókhalds og reikningsskila breytzt verulega. Auk- in og breytt skattheimta gerir sífellt meiri kröfur til upplýsinga um rekst- ur fyrirtækja og meiri hagskýrslu- gerð og víðtækari afskipti hins opin- bera af atvinnulífinu stefna einnig í sömu átt. Nefndin hefur gert drög að nýju lagafrumvarpi en áður en endanlega var frá því gengið var það sent ýms- um samtökum atvinnuveganna, m. a. Landssambandi iðnaðarmanna, til umsagnar. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna fól framkvæmda- stjóra að hafa samráð við önnur samtök um að ganga frá umsögn um frumvarpið og héldu framkvæmda- stjórar Landssambands iðnaðar- manna, Félags íslenzkra iðnrekenda, Verzlunarráðs Islands, Félags ísl. stórkaupmanna og Kaupmannasam- taka íslands nokkra fundi og ræddu frumvarpið og samræmdu athuga- semdir sínar. Var nefndinni síðan sent sameiginlegt bréf frá þessum samtökum, þar sem fram komu ýms- ar ábendingar og athugasemdir um einstakar greinar frumvarpsins. Helztu nýmæli frumvarpsins eru þau m. a., að bókhaldsskylda er gerð nokkru víðtækari en skv. nú- gildandi lögum, þannig að allir þeir sem stunda atvinnurekstur í hvaða formi sem er, eru bókhaldsskyldir og þeir sem nota meira en 104 vinnuvik- ur á ári við starfsemi sína (þ. e. hafa einn heilsársstarfsmann eða meira) skulu færa tvíhliða bókhald. 1 eldri lögum eru iðnaðarmenn, sem hafa tvo menn eða færri í vinnu, ekki bókhaldsskyldir, en nú er þessi und- anþága afnumin. Tekin er upp heimild í lögum til þess að nota laus blöð (kort) við bókhald (vélabókhald), enda séu þau hluti af skipulegu og öruggu kerfi. Slík heimild hefur ekki verið í lögum áður en brýna nauðsyn ber til að setja ákvæði um þessa bók- haldsaðferð, sem er nú orðin mjög útbreidd. Sett eru ákvæði um birgðataln- TfMARIT IÐNAÐARMANNA 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.