Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 37
Almennur lííeyrissjóður iðnaðarmanna. Eins og undanfarin ár hefur skrif- stofa Landssambands iðnaðar- manna annazt afgreiðslu og skrif- stofuhald fyrir Almennan lífeyrissjóð iðnaðarmanna. Starfsemi lífeyris- sjóðsins hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fjöldi sjóð- félaga hélzt því sem næst óbreyttur allt árið og hafa umræður um al- mennan lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn átt hvað mestan þátt í að draga úr áhuga manna á því að ger- ast meðlimir í lífeyrissjóðnum. Inn- borguð iðgjöld á árinu 1966 námu kr. 1.330.000,00 og vaxtatekjur alls kr. 71.000,00. Lánveitingar á árinu námu kr. 1.620.000,00. HöfuðstóII sjóðsins í árslok nam um kr. 2,8 millj. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu innborguð iðgjöld um kr. 900.000,00 og veitt lán um kr. 1.260.000,0. Heildarlánveitingar sjóðsins nema nú samtals kr. 3.850.000,00. Ferðalög og heimsóknir. Eins og frá er skýrt í 1. hefti Tíma- rits iðnaðarmanna á þessu ári fór framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna í kynningarferð ti! Norðurlanda að tilhlutan stjórnar Landssambandsins og stóð ferðin yfir frá 1. október til 13. nóvember. Á þessu ferðalagi heimsótti fram- kvæmdastjóri bæði skrifstofur að- alsamtakanna og ennfremur einstök félög og stofnanir sem starfa í þágu iðnaðarins. Frá ferðalaginu er nán- ar skýrt í fyrrgreindu hefti af Tíma- riti iðnaðarmanna og vísast til þeirr- ar frásagnar. Þá tók framkvæmdastjóri Lands- sambandsins þátt í haustfundi Al- þjóða-iðnsambandsins (eða Alþjóða- sambandi lítilla og meðalstórra fyr- irtækja) og aðalfundi Alþjóðasam- bands iðnaðarmanna í Genf ,sem fram fóru dagana 28. október til 4. nóvember. Um heimsóknir til sambandsfélaga hefur ekki verið að ræða á tímabil- inu. I aprílmánuði s.I. fékk Landssam- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA bandið heimsókn frá þýzka iðnsam- bandinu, Zentralverband des Deuts- chen Handwerks. Var það Dr. jur. H. Wagner, sem staddur var hér á landi í boði Loftleiða hf., og notaði tækifærið til þess að heimsækja sam- tök íslenzkra iðnaðarmanna og fræð- ast um starfsemi þeirra. Þýzka iðn- sambandið gætir m. a. hagsmuna þeirra, sem atvinnu hafa af allskon- ar þjónustu við erlenda ferðamenn í Þýzkalandi, s. s. veitinga- og gisti- húsaeigendur o. fl. og reynir því fyrir sitt leyti að stuðla að aukningu ferðamannastraumsins til Þýzka- lands. Dr. Wagner er yfirmaður þeirrar deildar sambandsins, sem fer með þessi mál. Dr. Wagner reit síðan grein í tímarit þýzka iðnsambandsins um ís- lenzkan iðnað ogLandssamband iðn- aðarmanna byggða á upplýsingum, sem hann fékk hjá framkvæmda- stjóra Landssambands iðnaðar- manna. Ennfremur gekkst hann fyr- ir því, 'að Upplýsingadeild sam- bandsins sendi Landssambandi iðn- aðarmanna allmikið efni um þýzkan iðnað og réttarstöðu iðnaðarmanna í Þýzkalandi o. fl. Að tilhlutan Meistarafélags hár- skera og Hárgreiðslumeistarafélags Reykjavíkur kom hr. Ryno Höglund framkvæmdastjóri Svenska Frisör- föreningen hingað til lands i lok maí-mánaðar s.l. í tilefni af stofnun Hárgreiðslu- og hárskerameistara- sambands íslands. Hr. Höglund heimsótti Landssamband iðnaðar- manna á meðan hann dvaldi hér á landi og endurgalt þar með heimsókn framkvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna til Svenska Frisörför- eningen í októbermánuði s.l. Skipulagsmál Landssambands iðnaðarmanna. Á síðasta iðnþingi var kosin 5 manna nefnd til þess að fjalla um skipulagsmál Landssambandsins og skal nefndin gera grein fyrir störf- um sínum á næsta iðnþingi. í nefnd þessa voru kosnir þeir Vig- fús Sigurðsson, Hafnarfirði, Gísli Sigurðsson, Akranesi, Gissur Sig- urðsson, Reykjavík, Haraldur Þórð- arson, Reykjavík og Sigursteinn Her- sveinsson, Reykjavík. Skömmu eftir síðasta iðnþing á- kvað stjórn Landssambandsins að senda framkvæmdastjóra þessíkynn- isferð til iðnsambandanna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Ferðaðist hann til þessara samtaka í október og nóvembermánuði s.l., eins og fram kemur annars staðar í skýrsl- unni, og skýrt hefur verið frá í Tíma- riti iðnaðarmanna. Eftir síðustu ára- mót lagði hann fram skýrslu um starfsemi og skipulag samtakanna í þessum löndum fyrir stjórn Lands- sambandsins. Síðan fóru fram nokkrar umræður um þetta mál í stjórn Landssambandsins og var framkvæmdastjóranum falið að gera tillögur um þá framtíðarskipan þess- ara mála, sem hann teldi heppilega. Gerði hann fyrst grein fyrir tillögum sínum á stjórnarfundi h. 17. apríl s.l. og gekk sfðan frá skriflegri greinar- gerð um tillögurnar, sem ræddar voru á fundum f mafmánuði. Stjórnin tók ekki afstöðu í heild til tillagna framkvæmdastjórans en ákvað að vísa þeim til skipulags- nefndarinnar, enda hafði sú nefnd verið kosin til þess að fjalla um þessi mál. Skipulagsnefndin kom saman nokkrum sinnum til fundar og var gengið frá drögum að breytingum á lögum Landssambandsins og verða þau lögð fyrir 29. iðnþingið til af- greiðslu. Keldnaholtsmálið. Eins og kunnugt er af blaðaskrif- um urðu allmiklar deilur milli Mál- arameistarafélags Reykjavíkur og Meistarasambands byggingamanna í Reykjavík annars vegar og Kristins Guðmundssonar, málarameistara í Keflavík og Innkaupastofnunar rík- isins hins vegar vegna tilboðs, sem Kristinn hafði gert í málningarvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnað- arins á Keldnaholti á s.l. vetri. Málavextir voru þeir, að við opn- un tilboða kom i Ijós að frá 9 mál- arameisturum í Reykjavík, sem allir 141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.