Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Síða 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Síða 37
Almennur lííeyrissjóður iðnaðarmanna. Eins og undanfarin ár hefur skrif- stofa Landssambands iðnaðar- manna annazt afgreiðslu og skrif- stofuhald fyrir Almennan lífeyrissjóð iðnaðarmanna. Starfsemi lífeyris- sjóðsins hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fjöldi sjóð- félaga hélzt því sem næst óbreyttur allt árið og hafa umræður um al- mennan lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn átt hvað mestan þátt í að draga úr áhuga manna á því að ger- ast meðlimir í lífeyrissjóðnum. Inn- borguð iðgjöld á árinu 1966 námu kr. 1.330.000,00 og vaxtatekjur alls kr. 71.000,00. Lánveitingar á árinu námu kr. 1.620.000,00. HöfuðstóII sjóðsins í árslok nam um kr. 2,8 millj. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu innborguð iðgjöld um kr. 900.000,00 og veitt lán um kr. 1.260.000,0. Heildarlánveitingar sjóðsins nema nú samtals kr. 3.850.000,00. Ferðalög og heimsóknir. Eins og frá er skýrt í 1. hefti Tíma- rits iðnaðarmanna á þessu ári fór framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna í kynningarferð ti! Norðurlanda að tilhlutan stjórnar Landssambandsins og stóð ferðin yfir frá 1. október til 13. nóvember. Á þessu ferðalagi heimsótti fram- kvæmdastjóri bæði skrifstofur að- alsamtakanna og ennfremur einstök félög og stofnanir sem starfa í þágu iðnaðarins. Frá ferðalaginu er nán- ar skýrt í fyrrgreindu hefti af Tíma- riti iðnaðarmanna og vísast til þeirr- ar frásagnar. Þá tók framkvæmdastjóri Lands- sambandsins þátt í haustfundi Al- þjóða-iðnsambandsins (eða Alþjóða- sambandi lítilla og meðalstórra fyr- irtækja) og aðalfundi Alþjóðasam- bands iðnaðarmanna í Genf ,sem fram fóru dagana 28. október til 4. nóvember. Um heimsóknir til sambandsfélaga hefur ekki verið að ræða á tímabil- inu. I aprílmánuði s.I. fékk Landssam- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA bandið heimsókn frá þýzka iðnsam- bandinu, Zentralverband des Deuts- chen Handwerks. Var það Dr. jur. H. Wagner, sem staddur var hér á landi í boði Loftleiða hf., og notaði tækifærið til þess að heimsækja sam- tök íslenzkra iðnaðarmanna og fræð- ast um starfsemi þeirra. Þýzka iðn- sambandið gætir m. a. hagsmuna þeirra, sem atvinnu hafa af allskon- ar þjónustu við erlenda ferðamenn í Þýzkalandi, s. s. veitinga- og gisti- húsaeigendur o. fl. og reynir því fyrir sitt leyti að stuðla að aukningu ferðamannastraumsins til Þýzka- lands. Dr. Wagner er yfirmaður þeirrar deildar sambandsins, sem fer með þessi mál. Dr. Wagner reit síðan grein í tímarit þýzka iðnsambandsins um ís- lenzkan iðnað ogLandssamband iðn- aðarmanna byggða á upplýsingum, sem hann fékk hjá framkvæmda- stjóra Landssambands iðnaðar- manna. Ennfremur gekkst hann fyr- ir því, 'að Upplýsingadeild sam- bandsins sendi Landssambandi iðn- aðarmanna allmikið efni um þýzkan iðnað og réttarstöðu iðnaðarmanna í Þýzkalandi o. fl. Að tilhlutan Meistarafélags hár- skera og Hárgreiðslumeistarafélags Reykjavíkur kom hr. Ryno Höglund framkvæmdastjóri Svenska Frisör- föreningen hingað til lands i lok maí-mánaðar s.l. í tilefni af stofnun Hárgreiðslu- og hárskerameistara- sambands íslands. Hr. Höglund heimsótti Landssamband iðnaðar- manna á meðan hann dvaldi hér á landi og endurgalt þar með heimsókn framkvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna til Svenska Frisörför- eningen í októbermánuði s.l. Skipulagsmál Landssambands iðnaðarmanna. Á síðasta iðnþingi var kosin 5 manna nefnd til þess að fjalla um skipulagsmál Landssambandsins og skal nefndin gera grein fyrir störf- um sínum á næsta iðnþingi. í nefnd þessa voru kosnir þeir Vig- fús Sigurðsson, Hafnarfirði, Gísli Sigurðsson, Akranesi, Gissur Sig- urðsson, Reykjavík, Haraldur Þórð- arson, Reykjavík og Sigursteinn Her- sveinsson, Reykjavík. Skömmu eftir síðasta iðnþing á- kvað stjórn Landssambandsins að senda framkvæmdastjóra þessíkynn- isferð til iðnsambandanna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Ferðaðist hann til þessara samtaka í október og nóvembermánuði s.l., eins og fram kemur annars staðar í skýrsl- unni, og skýrt hefur verið frá í Tíma- riti iðnaðarmanna. Eftir síðustu ára- mót lagði hann fram skýrslu um starfsemi og skipulag samtakanna í þessum löndum fyrir stjórn Lands- sambandsins. Síðan fóru fram nokkrar umræður um þetta mál í stjórn Landssambandsins og var framkvæmdastjóranum falið að gera tillögur um þá framtíðarskipan þess- ara mála, sem hann teldi heppilega. Gerði hann fyrst grein fyrir tillögum sínum á stjórnarfundi h. 17. apríl s.l. og gekk sfðan frá skriflegri greinar- gerð um tillögurnar, sem ræddar voru á fundum f mafmánuði. Stjórnin tók ekki afstöðu í heild til tillagna framkvæmdastjórans en ákvað að vísa þeim til skipulags- nefndarinnar, enda hafði sú nefnd verið kosin til þess að fjalla um þessi mál. Skipulagsnefndin kom saman nokkrum sinnum til fundar og var gengið frá drögum að breytingum á lögum Landssambandsins og verða þau lögð fyrir 29. iðnþingið til af- greiðslu. Keldnaholtsmálið. Eins og kunnugt er af blaðaskrif- um urðu allmiklar deilur milli Mál- arameistarafélags Reykjavíkur og Meistarasambands byggingamanna í Reykjavík annars vegar og Kristins Guðmundssonar, málarameistara í Keflavík og Innkaupastofnunar rík- isins hins vegar vegna tilboðs, sem Kristinn hafði gert í málningarvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnað- arins á Keldnaholti á s.l. vetri. Málavextir voru þeir, að við opn- un tilboða kom i Ijós að frá 9 mál- arameisturum í Reykjavík, sem allir 141

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.