Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 51

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 51
JÖKULL PÉTURSSON, málarameistari: Í3ísHajf)áUurÍHH Að þessu sinni verða einungis birtar vísur eftir kon- ur, en þær eru margar hverjar vel hlutgengar á Braga- slóðum, eins og kunnugt er. Við byrjum þá á veður- farsvísu eftir Þórunni Ríkarðsdóttur. Vetur ríður geyst í garð, grimmar hríðar vekur. Byljum svíður bóndans arð, björg og hlíðar skekur. Það hefir víst verið farið að ganga á þolinmæðina hjá henni Þórdísi í Miðfjarðarnesi, við að troða krist- indómnum í krakka-angann, eftir þessari vísu að dæma: Það er saga þrautastinn, þar um slagar hugur minn; að tyggja og jaga í túla þinn tíu lagaboðorðin. Henni hefir vafalaust verið heitt í hamsi vestfirzku konunni, sem kvað eftirfarandi vísu: Gengur slunginn, gæðasmár, girndum þrunginn púki. Sprundin ungu flekar flár flagarinn tungumjúki. Og svipað má eflaust segja um þessa: Mokist á þig mannhatur meðan byggist hauður; lífs frá dyrum lokaður lifandi og dauður. Guðrún Pálsdóttir, eldri. Látra-Björg var kona mjög stórskorin og ekki smá- fríð. Var henni sjálfri þetta fullljóst, eins og fram kem- ur í þessari vísu: Get ég að ég sé grýlan barna, af guði steypt í mannalíki; á mig starir unginn þarna eins og tröll á himnaríki. Lilja Gottskálksdóttir er hress i bragði, þegar hún kveður: Kveð ég ljóðin, kát og hress, kvíði ei hnjóði í orðum, fyrst að góður guð til þess gaf mér hljóðin forðum. Kveðjustund sjómannskonunnar er oft tregablandin: Valta fleyið vaggar sér völtum hafs á bárum; einatt mæna eftir þér augun full af tárum. Guðfinna Þorsteinsdóttir. Hin nafnkunna kona, Þuríður formaður, ætlaði eitt sinn að gera vísu um Sigurð Breiðfjörð, og byrjaði þannig; Siggi böggull syndanna, svo ég orðum haga, lengra komst hún ekki, því Sigurður greip fram i fyrir henni og hélt áfram: farðu í víti vindanna og vertu þar alla daga. Hlutskipti móðurinnar getur oft verið mjög erfitt: Heyrðu Drottinn, sárt ég syng með sorgarkvaki löngu: Sendu björg í Bleikalyng börnunum mínum svöngu. Guðríður í Múlakoti. Margur slórir máttlinur maður lífs á vegi. Þetta tórir Þorgerður, þó að aðrir deyi. Þorgerður postilla. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 155

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.