Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 51

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 51
JÖKULL PÉTURSSON, málarameistari: Í3ísHajf)áUurÍHH Að þessu sinni verða einungis birtar vísur eftir kon- ur, en þær eru margar hverjar vel hlutgengar á Braga- slóðum, eins og kunnugt er. Við byrjum þá á veður- farsvísu eftir Þórunni Ríkarðsdóttur. Vetur ríður geyst í garð, grimmar hríðar vekur. Byljum svíður bóndans arð, björg og hlíðar skekur. Það hefir víst verið farið að ganga á þolinmæðina hjá henni Þórdísi í Miðfjarðarnesi, við að troða krist- indómnum í krakka-angann, eftir þessari vísu að dæma: Það er saga þrautastinn, þar um slagar hugur minn; að tyggja og jaga í túla þinn tíu lagaboðorðin. Henni hefir vafalaust verið heitt í hamsi vestfirzku konunni, sem kvað eftirfarandi vísu: Gengur slunginn, gæðasmár, girndum þrunginn púki. Sprundin ungu flekar flár flagarinn tungumjúki. Og svipað má eflaust segja um þessa: Mokist á þig mannhatur meðan byggist hauður; lífs frá dyrum lokaður lifandi og dauður. Guðrún Pálsdóttir, eldri. Látra-Björg var kona mjög stórskorin og ekki smá- fríð. Var henni sjálfri þetta fullljóst, eins og fram kem- ur í þessari vísu: Get ég að ég sé grýlan barna, af guði steypt í mannalíki; á mig starir unginn þarna eins og tröll á himnaríki. Lilja Gottskálksdóttir er hress i bragði, þegar hún kveður: Kveð ég ljóðin, kát og hress, kvíði ei hnjóði í orðum, fyrst að góður guð til þess gaf mér hljóðin forðum. Kveðjustund sjómannskonunnar er oft tregablandin: Valta fleyið vaggar sér völtum hafs á bárum; einatt mæna eftir þér augun full af tárum. Guðfinna Þorsteinsdóttir. Hin nafnkunna kona, Þuríður formaður, ætlaði eitt sinn að gera vísu um Sigurð Breiðfjörð, og byrjaði þannig; Siggi böggull syndanna, svo ég orðum haga, lengra komst hún ekki, því Sigurður greip fram i fyrir henni og hélt áfram: farðu í víti vindanna og vertu þar alla daga. Hlutskipti móðurinnar getur oft verið mjög erfitt: Heyrðu Drottinn, sárt ég syng með sorgarkvaki löngu: Sendu björg í Bleikalyng börnunum mínum svöngu. Guðríður í Múlakoti. Margur slórir máttlinur maður lífs á vegi. Þetta tórir Þorgerður, þó að aðrir deyi. Þorgerður postilla. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 155
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.