Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 53
þessa skorts á jafnrétti, eftir því hvort menn eru í að-
stöðu kaupandans eða seljandans, verða aldrei mæld,
en hitt er víst, að þau eru mikil og slæm, og þau koma
niður á okkur öllum, þegar allt kemur til alls. Raun-
hæfar úrbætur í þessum efnum eru mjög aðkallandi.
Neytendasamtökin hafa það markmið eitt að leitast við
að efla rétt neytenda í átt til jafnvægis. Og hér er ekki
einungis um réttlætismál að ræða og réttarfarslegt,
heldur beint og óbeint efnahagsmál, sem alla snertir.
Ég sagði áðan, að í lögum Neytendasamtakanna
segði, að markmið samtakanna væri: að gæta hags-
muna neytenda í þjóðfélaginu. En þar segir ennfrem-
ur: Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná meðal annars
með því: a) Að vaka yfir því, að sjónarmið neytenda
séu virt, þegar ákvarðanir eru teknar eða reglur settar,
er varða hagsmuni neytenda. b) Að reka útgáfu- og
fræðslustarfsemi til aukningar á verð- og vöruþekkingu
neytenda og til skilningsauka á málum, er varða hags-
muni þeirra. c) Að veita félagsmönnum sínum leiðbein-
ingar og fyrirgreiðslu, ef þeir verða fyrir tjóni vegna
kaupa á vörum og þjónustu.
Samkvæmt þessu hafa Neytendasamtökin starfað í
nær 15 ár. Neytendahreyfingin er ung, hér sem annars
staðar. En skilningur almennings og stjórnarvalda á
gildi og nauðsyn þess, að hagsmunir þjóðfélagsþegn-
anna sem neytenda séu sem bezt tryggðir, hefur farið
mjög vaxandi hin síðari ár. Tilgangur allrar fram-
leiðslu og lokatakmark er neyzla. Með einföldum orð-
um má segja sem svo, að uppbygging okkar efnahags-
kerfis hljóti fyrst og fremst að eiga við það að miðast,
að við skjótum ekki framhjá því marki.
Ég mun nú hér á eftir sérstaklega gera að umtalsefni
samskipti seljenda og kaupenda vöru og þjónustu og
þann þátt í starfi Neytendasamtakanna, sem felst í því
að veita neytendum leiðbeiningar og fyrirgreiðslu, ef
þeir telja sig verða fyrir tjóni vegna kaupa á vörum og
þjónustu. Þegar sama ár og samtökin voru stofnuð
opnuðu þau skrifstofu með daglegum viðtalstímum til
þess að verða neytendum að liði í þessum efnum. En
satt bezt að segja, bjuggumst við ekki við því, að á-
standið í þessum málum væri eins slæmt og raun hefur
borið vitni. En því hafa Neytendasamtökin reynt eft-
ir megni að aðstoða einstaklinga í slíkum málum, að
hin óbeinu áhrif, sem meðferð margra þeirra mála
hafa, geta orðið mikil og hafa sannanlega orðið það á
margan hátt. Tilvera samtakanna ein og aðgangur að
þessari þjónustu hefur einnig sín áhrif. Og þess ber
sérstaklega að geta, þar sem það er grundvallaratriði,
og sú ákvörðun var tekin þegar í upphafi, að samtökin
hafa aldrei tekið neitt sérstakt gjald af þeim, sem hafa
leitað aðstoðar skrifstofu samtakanna til að ná rétti
sínum eða viljað fræðast um það, hver réttur þeirra
væri. Unnið er að lausn hundraða mála á ári hverju,
fyrirspurnir hvers konar eru óteljandi, oftast margir
tugir dag hvern.
Það er sök sér, þótt neytendur almennt viti ekki, að
til séu lög í landinu, sem heita lög um lausafjárkaup og
fjalla um rétt og skyldur kaupenda og seljenda, en hitt
er öllu alvarlegra, að þeir sem fengið hafa verzlunar-
réttindi, virðast yfirleitt ekki vita fremur en neytend-
ur um tilvist, hvað þá efni, þessarra laga, sem þó hafa
gilt í hálfan fimmta áratug - eða frá 19. júní 1922.
Hundruð seljenda hafa fyrst fengið upplýsingar um
tilveru þessarra laga - og þar með um skyldur sínar
og rétt lögum samkvæmt - frá Neytendasamtökunum.
Og það hefur ósjaldan breytt afstöðu þeirra til muna.
Þeir vissu ekki betur, en að þeir væru í fullum rétti,
þegar þeir beittu órétti, en þessi fræðsla hefur áhrif á
framtíðarviðskipti eða viðskiptaháttu. Og til að nefna
raunhæf dæmi, þá er það ekki aðeins, að neytendur
þykist oft hafa himinn höndum tekið að fá skírteini
upp á eins árs ábyrgð vegna framleiðslugalla á ein-
hverjum hlut, sem þeir hafa keypt, heldur telja selj-
endur sig oft með því sýna bæði rausn og sanngirni,
sem þeim beri engin skylda til og gætu alveg eins látið
vera. En hvort tveggja er misskilningur, því að þessa
árs ábyrgð á seldum hlut hafa seljendur borið síðast-
liðin 45 ár og bera enn - nema annað sé sérstaklega
og greinilega tekið fram í samningi - munnlegum eða
skriflegum.
Það skal skýrt tekið fram hér, að reynsla Neyt-
endasamtakanna af samskiptum þeirra við seljendur
- hingað til fyrst og fremst kaupmenn -, er yfirleitt
hin bezta, þótt undantekningar séu að sjálfsögðu ýms-
ar. Ef seljandinn hafnar allri málamiðlun, en með
henni er fundin lausn flestra mála, þá kemur í ljós það
réttleysi neytandans í reynd, sem ég nefndi svo áðan.
Þá er aðeins ein leið til, það er að leita til dómstól-
anna, þá seinförnu, dýru og tvísýnu leið, en sá vegar-
spotti réttlætisins má heita nær ófær allt árið um kring
fyrir flestar tegundir neytendamála.
Réttur neytandans samkvæmt kaupalögunum er mik-
ill - í orði. En fyrir milligöngu Neytendasamtakanna
og vegna almenns vilja seljenda til sanngirni er hann
einnig oft snarlega á borði, þannig að lögin hafa verið
lögð til grundvallar við lausn mála né heldur máls-
kostnaður, þótt engir dómstólar kæmu nærri. Annað
mjög veigamikið atriði varðandi samskipti Neytenda-
samtakanna og seljenda er það, hve mörgum þeirra
hefur fljótt orðið ljóst, hvaða hag þeir sem seljendur
geti haft af milligöngu Neytendasamtakanna. Þau leit-
ast við að ná rétti neytandans, en heldur ekkert um-
fram það. Hafi neytandinn engan rétt eða takmark-
aðan, þá fær hann hiklaust að vita það. Það er eðlilegt,
að kaupandi rengi seljanda um það mál, en ekki Neyt-
endasamtökin. Og það gera þeir ekki heldur, þótt
óneitanlega séu til nokkrar undantekningar í því efni
sem öðrum.
En á ýmsum sviðum getur orðið erfitt að finna við-
unandi og örugglega sanngjarna lausn, og það á ekki
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
157