Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 55

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 55
þegar við höfum haft milligöngu um lausn á ágreinings- málum milli iðnaðarmanna og neytenda, þá höfum við ekki orðið varir við neinar áhyggjur út af því, að þeir fengju bágt úr þeirri átt. Hins ber þó vel að gæta, hliðstætt því, sem ég nefndi áðan um vanþekkingu kaupmanna á kaupalögunum, að mörgum iðnaðar- manni sé ekki fyllilega ljóst, hverjar séu skyldur hans samkvæmt lögum, né hvar liggi takmörk réttinda hans. Hann getur einnig stuðzt við háttu og venjur annarra, sem hann telur, að hljóti að vera réttmætar og lögleg- ar. Þannig getur hann eins og hver annar gert rangt án betri vitundar. Um hina þarf ekki að fjölyrða, en þeir eiga ekki að komast áfram með slíkt í krafti sérrétt- inda og sterkrar aðstöðu á ýmsan annan hátt - og það ekki síður stéttarinnar vegna en viðskiptavina hans. Algengustu umkvartanir vegna iðnaðarvinnu varða vanefndir loforða, hvað snertir að vinna verk og sér- staklega að ljúka því innan tilskilins tíma, óábyrgar kostnaðaráætlanir, sem hin endanlega reikningsupphæð fer stundum óralangt fram úr og fælni við allt, sem er skriflegt. Það verður allt of oft vart við tilhneigingu hjá iðnaðarmönnum til að hafa allt sem óljósast, óá- kveðið og óbundið, en ómótmælanlega er slíkt, þegar að uppgjörinu kemur, í hag þess, sem reikninginn ger- ir á eftir, hvort sem hann svo notfærir sér það að ein- hverju leyti eða ekki. Ágreiningsmál milli iðnaðarmanna og neytenda eru án efa alltof mörg og jafnvafalaust óþarflega mörg. Það væri fyllsta ástæða til að fækka þeim og finna leið til að leysa þau á ódýran og skjótan hátt. Það er vissulega hægt, ef vilji er fyrir hendi, sem ég leyfi mér að full- yrða að hljóti að vera hjá iðnaðarmönnum almennt. Af hálfu neytendasamtakanna hefur oft verið bent á þá leið til lausnar á ágreiningsmálum kaupenda og seljenda, að skipaðar væru matsnefndir, sem samtök beggja aðilja kæmu sér saman um á jafnréttisgrund- velli. Mér er það sönn ánægja að geta skýrt frá því hér, að í sumar hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa frá Iðnaðarmannafélaginu í Hafnarfirði, Iðnaðarmannafé- lagi Suðurnesja og Neytendasamtökunum um stofnun matsnefndar um iðnaðarvinnu, og það að frumkvæði hinna fyrrnefndu. Þegar liggja fyrir drög að samningi milli þessara aðila, en ef samkomulag næst, gæti það táknað mikilvægt spor í rétta átt og orðið öðrum til hliðsjónar. Það er mikils virði, að gagnkvæmt traust ríki milli seljenda og kaupenda, svo sem nokkur kostur er. Neytendasamtökin eru reiðubúin til samstarfs í þessu efni. Og þau eru, eins og margir iðnaðarmenn þekkja, hvenær sem er reiðubúin að verða þeim að liði, þegar þeir eru í aðstöðu kaupandans, neytandans. Ég leyfi mér að lokum að vona, að Iðnþingið taki mál þetta að einhverju leyti til meðferðar nú. Ég óska svo 29. Iðnþingi íslendinga allra heilla í störfum til hagsbóta fyrir iðnaðarmenn og þá, sem við þá skipta, - fyrir þjóðina alla. Stenbergs Maskinbyra AB. Stockholm hafa selt trésmíöavélar til íslands í hálfa öld. Hitaplötur fyrir spónlagningru Allskonar TRÉSMÍÐAVÉLAR Sænsk gæðavara EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: JÓNSSON & JÚLÍUSSON HAMARSHÚSINU (vestur enda) . S í M I 1 5 4 3 0 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.