Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 56

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 56
Álií iiiilliliiiiganefiidar nm ski|)ula|sinál Landsambands iðnaðarinanna til 20. Iðnbings íslendinga Á Iðnþinginu 1965 var til umræðu hvort ástæða væri til að breyta lögum og skipulagi Landssambandsins. Niðurstaða þeirra umræðna var, að samþykkt var að kjósa þriggja manna milliþinganefnd til að gera at- hugun á lögum og skipulagi samtakanna. I nefndina voru kosnir þeir Árni Brynjólfsson, Reykjavík, Bjarni Einarsson, Ytri-Njarðvík og Vigfús Sigurðsson, Hafn- arfirði. Nefndin hélt nokkra fundi, ræddi skipulagsmálin frá ýmsum hliðum, en gerði ekki tillögur til Iðnþings, sem þó mun hafa verið ætlazt til. Ástæður þess voru ýmsar, t. d. þær, að ónógar upplýsingar voru fyrir hendi um störf og skipulag sambandanna á Norður- löndum, sem höfðu ýmist nýlega eða voru að endur- skoða lög sín og skipulagsbyggingu. Lög sænska sam- bandsins voru samþykkt árið 1960, norska sambands- ins árið 1963 og lög danska sambandsins voru í deigl- unni og voru samþykkt í marz 1966. Nefndinni þótti trúlegt, að í þessum nýju lögum mætti finna sitthvað sem að gagni mætti koma við endurskoðun laga Lands- sambandsins. Þá var og vitað, að stjórn Landssambandsins hafði samþykkt, að framkvæmdastjóri sambandsins færi í kynnisferð til Norðurlanda þá næsta haust til þess að afla staðgóðra upplýsinga um starfsemi og skipulag samtaka iðnaðarmanna þar. Dvaldi framkvæmdastjórinn erlendis þessara erinda frá 1. október til 13. nóvember s.l. og naut hann mjög góðarar fyrirgreiðslu samtakanna, sem létu honum í té margs konar upplýsingar, sem að gagni máttu koma síðar. Á Iðnþinginu 1966 var samþykkt að kjósa 5 manna milliþinganefnd til þess að fylgjast með málinu og vinna úr væntanlegum upplýsingum. 1 þessa nefnd voru kosnir: Gissur Sigurðsson, Reykjavík; Gísli Sig- urðsson, Akranesi; Haraldur Þórðarson, Reykjavík; Sigursteinn Hersveinsson, Reykjavík og Vigfús Sig- urðsson, Hafnarfirði. Skipulagsnefndin hefur komið saman á nokkra fundi, hún hefur yfirfarið núgildandi lög Landssam- bandsins og kynnt sér störf þess, hún hefur haft að- gang að upplýsingum um lög, störf og skipulag heild- arsamtaka iðnaðarmanna á Norðurlöndum, sem fram- kvæmdarstjóri Landssambandsins aflaði í áðurnefndri ferð sinni til Norðurlanda, og nefndin hefur notið til- 160 lagna hans, sem byggðar voru á áðurnefndum gögnum og reynslu hans í starfi hjá Landssambandinu. Nefndinni er ljóst, að ekki er einhlítt að hafa ýtar- leg og margorð lög og reglur til þess að starfa eftir, ef möguleikana til að framkvæma þau skortir. Lög Lands- sambandsins eru að mestu frá fyrstu tíð þess og það vel gerð og víðtæk, að með smávægilegum viðbótum og breytingum, sem gerðar hafa verið á undanförnum þingum, hafa þau verið og eru fyllilega nothæf og sambærileg við lög annarra samtaka á Norðurlöndum. Samtökin eru það, sem stjórn þeirra og starfsfólk gera þau, starf stjórnar og starfsfólks fer eftir þeirri aðbúð, sem samtökin skapa þeim. Grundvöllur þess, að Landssambandið geti uppfyllt þær kröfur og skyld- ur, sem því eru ætlaðar, er að það hafi nægilegt fjár- magn til starfsemi sinnar og hæfilega margt starfsfólk. Norðurlandasamtökin hafa mjög rúman fjárhag og fjölda af sérmenntuðum starfsmönnum, t. d. er fast starfsfólk hjá Dönum 10 manns, hjá Norðmönnum 16 manns og hjá Svíum um 50 manns og árangurinn er í hlutfalli við starfsmannafjöldann. Öllum er kunnugt um starfsmannafjölda Landssambandsins, þ. e. fram- kvæmdastjórinn og tvær skrifstofustúlkur, og vinnur önnur þeirra aðeins hálfan daginn. Nefndin telur rétt, að aðalfélög iðnaðarmanna séu eins og áður iðnaðarmannafélögin, sem séu starfandi í hverjum kaupstað og annars staðar eftir því sem þurfa þykir. Nefndin gerir ráð fyrir, að aðalreglan sé sú, að innan iðnaðarmannafélaganna séu allir iðnaðarmenn á félagssvæði félagsins, og það jafnt þótt þeir séu einnig í sérgreinafélögum. Þá gerir nefndin ráð fyrir, að innan iðnaðarmannafélaganna geti verið sérgreinadeildir, sem eigi aðild að Landssambandinu gegnum iðnaðar- mannafélögin en ekki beina aðild eins og nú er. Reynslan af deildarskipulagi, þar sem það hefur verið reynt, er þannig, að fremur er ástæða til að stuðla að því en ietja. Þá gerir nefndin ráð fyrir, að í Landssambandinu verði landsfélög einstakra iðngreina, en í þeim séu iðnaðarmenn, sem eru yfirleitt fámennir á hverjum stað á landinu og heppilegra talið, að allir séu í sama félagi. Þá er og gert ráð fyrir, að sérgreinafélög um land allt geti stofnað landssambönd fyrir viðeigandi iðngrein. Er gert ráð fyrir, að þessi landssambönd verði í Landssambandi iðnaðarmanna, en einstakir TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.