Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 58
5- gr-
1 Landssambandinu geta verið:
1. Blönduð iðnaðarmannafélög. Sérgreinadeildir
slíkra félaga eiga sjálfkrafa aðild að Landssamband-
inu gegnum iðnaðarmannafélögin.
2. Landsfélög einstakra iðngreina.
3. Landssambönd iðngreina.
4. Einstök iðnfyrirtæki, eða fyrirtækjasambönd,
sem Iðnþing samþykkir að veita upptöku í Landssam-
bandið.
Á meðan ekki hafa verið stofnuð landsfélög eða
landssambönd í einstökum iðngreinum skal staðbundn-
um sérfélögum í viðkomandi iðngrein heimil aðild að
Landssambandinu en jafnskjótt og stofnað hefur verið
landsfélag eða landssamband í iðngreininni nýtur það
forgangsréttar að aðild að Landssambandinu og fellur
þá niður réttur hins staðbundna félags.
Landssamband iðnaðarmanna skal vinna að skipu-
lagningu, stofnun og starfrækslu landsfélaga og lands-
sambanda í þeim iðngreinum, þar sem grundvöllur er
fyrir starfsemi slíkra félaga en þau hafa enn ekki verið
stofnuð.
Leitast skal við að:
a) meðlimir landsfélaga einstakra iðngreina séu jafn-
framt meðlimir í blönduðu iðnaðarmannafélagi, ef það
er til þar sem þeir eru búsettir.
b) staðbundin sérfélög í landssamböndum einstakra
iðngreina séu jafnframt deildir í blönduðu iðnaðar-
mannafélagi á sama félagssvæði, ef slíkt félag er til.
c) meðlimir í blönduðum iðnaðarmannafélögum séu
jafnframt meðlimir í landsfélögum eða landssambönd-
um einstakra iðngreina.
6. gr.
Umsókn um upptöku í Landssambandið skal vera
skrifleg og sendist stjórn Landssambandsins. Sam-
þykkir stjórnin upptökuna eða synjar henni, en allar
slíkar ákvarðanir hennar skulu lagðar fyrir næsta Iðn-
þing til staðfestingar. Umsóknum um upptöku í Lands-
sambandið skal fylgja skýrsla um stofnun og starfsemi
félagsins eða sambandsins og iög þess og félagaskrá og
ef um einstök fyrirtæki er að ræða um stofnun og starf-
semi þeirra.
7- gr-
Landssambandið heldur þing ár hvert, er heiti Iðn-
þing Islendinga, og komi það saman 4. hvert ár utan
Reykjavíkur, en hin 3 árin í Reykjavík eða nágrenni
eftir samkomulagi hlutaðeigandi félaga. Þingstaður
utan Reykjavikur skal ákveðin á næsta þingi á undan.
Landssambandsstjórn boðar til þinghalds með 3ja
mánaða fyrirvara.
8. gr.
Sjálfkjörnir á Iðnþing eru:
1. a. Formenn iðnaðarmannafélaga.
b. Formenn landsfélaga iðngreina.
162
c. Formenn landssambanda iðngreinafélaga.
d. Formenn iðnráðs.
2. Sérhvert félag, iðnaðarmannafélag eða landsfélag
og samband félaga kýs einn fulltrúa á iðnþing fyrir
hvert byrjað hundrað meðlima.
3. Einstök iðnfyrirtæki kjósa einn fulltrúa á iðnþing.
Fyrirtæki, sem hefur færri starfsmenn en 10 á ekki rétt
á að senda fulltrúa á Iðnþing. Séu starfsmenn fyrirtæk-
is fleiri en 100 á það rétt á að kjósa einn fulltrúa til
viðbótar fyrir hvert byrjað hundrað starfsmanna.
4. Auk þess hafa þingsetu, tillögurétt og málfrelsi:
Framkvæmdastjóri L. i., ritstjóri Tímarits iðnaðar-
manna, formaður Iðnfræðsluráðs, einn af bankastjór-
um Iðnaðarbankans, kosinn af bankaráði, formaður
Sambands iðnskóla á íslandi, en þeir hafa ekki kjör-
gengi né kosningarétt, nema þeir séu jafnframt kjörnir
fulltrúar einhvers sambandsfélags.
Sama gildir um stjórnarmenn Landssambandsins, séu
þeir ekki lengur kjörnir fulltrúar.
Geti kjörinn fulltrúi eða varamaður hans ekki mætt
á Iðnþingi, má sá aðili, er kaus hann, fela iðnaðar-
manni á þingstað að mæta í hans stað enda sé hann
félagi í sambandsfélagi og hafi lagt fram kjörbréf fyrir
þingsetningu.
9- gr-
Kjörgengir á Iðnþing eru þeir, sem hafa:
a) Iðnpróf eða iðnréttindi í einhverri grein.
b) Verkfræðipróf eða húsameistarapróf.
c) Próf í einhverri iðnfræðilegri (tekniskri) grein, er
Landssambandsstjórn tekur gilda.
Kjörgengir eru þó ekki þeir, sem hafa verzlun með
erlendan varning í samkeppni við íslenzkan iðnað að
aðalatvinnu.
10. gr.
Iðnþingið úrskurðar kjörbréf kosinna fulltrúa og
rétt þeirra til þingsetu, svo og hvort þeir séu kosnir af
hlutgengum aðila.
n. gr.
Hver sambandsaðili skal hafa tilkynnt stjórn Lands-
sambandsins, hver eða hverjir séu kosnir fulltrúar á
Iðnþing af þess hálfu í síðasta lagi 14 dögum fyrir þing.
12. gr.
Iðnþing hefur æðsta vald í öllum málum Landssam-
bandsins. Á því skulu tekin fyrir öll þau mál, sem
þurfa þykir og Landssambandið varða eða félög þess.
Mál, er einstakir félagar eða félög óska að verði tekin
fyrir á þinginu, skulu komin til Landssambandsstjórn-
ar ekki síðar en 14 dögum fyrir þing. Iðnþing er lög-
mætt, ef löglega hefur verið boðað. Þingfundir eru
lögmætir, þegar 2/5 þeirra fulltrúa, sem á þinginu eru,
eru mættir.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA